Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 35 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 13 3 1 1/ 20 05 Corolla Sedan á kostakjörum. Betri notaðir Corolla í toppformi. Betri notaðir Corolla Sedan eru bestu kaupin í nóvember og eru langt frá því að vera útkeyrðir. Sem fyrrverandi bílaleigubílar hafa þeir verið mikið dekraðir og undir stöðugu eftirliti. Ef þú vilt úthaldsmikinn bíl á hagstæðu verði fyrir veturinn þá er Corolla Sedan bíllinn fyrir þig. Verð frá 1.250.000 kr. Mánaðarleg greiðsla frá 18.486 kr.* * m.v. 10% útborgun og 75 mánaða bílasamning hjá Glitni. Gildir aðeins út nóvember. Opið laugardaga frá 12-16 www.toyota.is Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000 Brim hf., útgerðarfélagið Tjaldur og KG-fiskverkun hafa ákveðið að láta smíða fjögur ný línuveiðiskip. Áætlað er að þau verði tekin í notk- un á fyrri hluta árs 2007. Nú gera félögin samtals út fimm togskip og tvö línuveiðiskip. Kaupin eru liður í stefnumarkandi ákvörðun félaganna um að auka vægi línu- veiða í rekstrinum og minnka að sama skapi hlut togveiðiskipa. Að því er fram kemur á heimasíðu Brims koma áherslubreytingarn- ar til af tvennu. Félögin leggja enn meiri áherslu en áður á gæði hráefnisins og ferskleika vörunn- ar og útgerð línuveiðiskipa er hag- kvæmt rekstrarform. ■ Kaupa fjögur línuveiðiskip Einkahlutafélagið Norvest hefur keypt hálfa milljón hluta í KB banka. Hlutur félagsins er orðinn 2,39 prósent af hlutafé bankans. Eigandi Norvest er Straum- borg sem er í eigu Jón Helga Guð- mundssonar, stjórnarformanns Norvikur, sem er oftast kenndur við BYKO. Kaupverðið er um 300 millj- ónir króna. Brynja Halldórsdótt- ir, stjórnarmaður í bankanum, er tengd félaginu en hún situr í vara- stjórn þess. ■ Jón Helgi kaupir í KB banka „Við erum bara rétt að byrja,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, í gær þegar hann kynnti kaupin á írska verð- bréfafyrirtækinu Merrion Capital fyrir starfsmönnum fjármálafyr- irtækja á Íslandi. Frekari kaup bankans á erlendum fyrirtækjum eru boðuð. Halldór J. Kristjánsson, sem einnig er bankastjóri Landsbank- ans, sagði í samtali við Fréttablað- ið að stefnt væri að því að kaupa banka í Evrópu meðal annars með það að markmiði að tryggja betur tekjuflæðið. Lágmarka ætti alla áhættu um leið og umsvif Lands- bankans ykjust. Tekjur verðbréfa- fyrirtækja gætu verið sveiflu- kenndar, en Landsbankinn hefur keypt þrjú slík erlend fyrirtæki það sem af er þessu ári. Halldór tók þó fram að þeir væru ekkert sérstaklega að horfa á írska markaðinn í þessu sam- hengi heldur Evrópu alla. Írskir fjölmiðlar gerðu kaup Landsbankans á Merrion að umtalsefni á fréttasíðum í gær. Í Irish Independent var greint frá því að Landsbankinn hefði fyrr á þessu ári verið í viðræðum við National Australia bank um hugs- anleg kaup á National Irish Bank og Northern Bank. Haft er eftir Halldóri að Landsbankinn hefði skoðað þetta af alvöru. Í Irish Time kemur fram að sjö stjórnendur í Merrion fái að lágmarki 31 milljón evra fyrir að selja hlut sinn í félaginu til Landsbankans. Það eru um 2,2 milljarðar íslenskra króna. Í Irish Independent segir að John Con- roy, forstjóri og einn af stofnend- um Merrion, eigi á milli 10 og 15 prósent í félaginu. - bg Landsbankinn rétt að byrja Stjórnendur Landsbankans hafa verið að skoða kaup á banka á Írlandi. Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason fyrir utan skrifstofur Merrion Capital í Dyfl- inni á Írlandi í fyrradag. Tap SÍF á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins nam 3.276 þús- undum evra sem er minna tap en spáð var. Það samsvarar að halli hafi verið upp á 240 milljónir króna. Meðaltalsspá greiningar- aðila hljóðaði upp á 4.070 þúsunda evra tap. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 2.345 milljónum evra sem eru um 170 milljónir króna og var framlegðarhlutfall- ið um tvö prósent. Sölutekjur SÍF voru um 116 milljónir evra og hafa aldrei verið meiri. Rekstur SÍF hefur verið þungur frá því að afurðaverð á norskum laxi rauk upp í vor vegna verndar- tolla Evrópusambandsins sem nú hafa verið afnumdir. Verðið hefur hins vegar ekki gengið til baka og hráefnisverð var 30-40 prósentum hærra í ágúst og september en meðalverð síðustu ára. Áfram tap FORSVARSMENN SÍF Áfram var tap hjá félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.