Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 66
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR42 �������� ������� �� ��������������������� � � � ����������������������������������������������������������������������� ����������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ���������� �� ���������������������������������� ��������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������� ����������������������� ���������������������������������� ������������������������������������������������ Miðar í síma 511 4200 og á www.kabarett.is EKKI MISSA AF KABARETT! 18. nóv. kl. 20 (aukasýning) Örfá sæti laus 25. nóv. kl. 20 (aukasýning) 26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝNING 18. sýn fös 18. nóv. - örfá sæti laus 19. sýn lau 19. nóv. - örfá sæti laus 20. sýn fös 25. nóv. - Nokkur sæti 21. sýn lau 26. nóv. - Nokkur sæti 22. sýn. 2. des. 23. sýn. 3. des. Stóra svið Salka Valka Í kvöld kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Woyzeck Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 21 Su 27/11 kl. 21 Þr 29/11 kl. 20 UPPS Fi 1/12 kl. 20 Fö 2/12 kl. 20 Fi 8/12 kl. 20 Kalli á þakinu Su 20/11 kl. 14 UPPS L au 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Su 4/12 kl. 14 Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean Su 20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 20 Lau 3/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 UPPSELT Má 28/11 kl. 20 UPPSELT Su 4/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar! Manntafl Í kvöld kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Mi 30/11 kl. 20 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Vegna gífurlegrar aðsóknar Fim. 17. nóv. kl. 19 Lau. 26. nóv. kl. 14 Sun. 27. nóv. kl. 14 Ævar Örn Jósepsson stimplaði sig inn á sannfærandi hátt sem einn athyglisverðasti reyfarahöfund- ur landsins með frumraun sinni, Skítadjobb, fyrir nokkrum árum. Hann fylgdi þeirri bók eftir með Svörtum englum og nú er hann mættur til leiks í þriðja sinn með Blóðbergi. Þetta er hans lang- besta bók til þessa og stendur við öll fyrirheit sem fyrri bækurnar gáfu og gott betur. Sagan er áhuga- verð, mátulega flókin og það sem mestu skiptir er að persónurnar eru skemmtilegar, mannlegar og sannfærandi. Þá skrifar Ævar Örn litríkan, kjarnyrtan og tilgerðar- lausan stíl sem fellur einstaklega vel að glæpasögunni. Velkomin til helvítis Blóðberg hefst á því að sex menn farast er skriða fellur á þá við Kárahnjúka. Grunur um að hryðju- verk hafi verið framið vaknar strax og löggugengið úr fyrri bókum Ævars er sent á staðinn til að rann- saka málið. Hinn lífsreyndi og mjög svo geðþekki Stefán er sem fyrr í broddi fylkingar með grænu derhúfuna sína á hausnum. Hans nánasta samstarfsfólk, gauðið Árni og skörungurinn Katrín, fylgir for- ingja sínum að ógleymdum tudd- anum Guðna sem er hreint út sagt dásamleg persóna. Það eru ótal maðkar í mysunni á Kárahnjúkum en þar hefur mynd- ast skuggalegt fjölþjóðlegt sam- félag í kringum virkjunarbygg- inguna og yfir þessu öllu grúfir alíslenskur vetur með tilheyrandi myrkri, drunga og kulda. Velkom- in til helvítis. Löggurnar eru ekki búnar að vera lengi á staðnum þegar þær hafa komist á snoðir um vændi, eitur lyfjasölu og allan fjárann annan á staðnum. Þá hallast þau frekar að því að um morð en hryðju- verk hafi verið að ræða þegar skriðan féll þar sem í það minnsta þrjú fórnarlambanna höfðu óhreint mjöl í pokahorninu eða áttu eitt- hvað sókött við aðra á staðnum. Það flækir svo málið og rann- sóknina enn frekar þegar brú er sprengd en þar er greinilega um hryðjuverk að ræða. Þetta gefur vænisjúkum útsendurum yfirvalda tilefni til þess að fara hamförum, senda víkingasveit gráa fyrir járn- um á svæðið og handtaka alla sem vekja minnsta grun. Þessar aðgerð- ir eru vitaskuld gæðablóðinu Stef- áni ekki að skapi enda kallast þær á við vitleysisganginn sem átt hefur sér stað í stríðinu gegn hryðjuverk- um í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þegar aðferðir Bush og Blairs eru heimfærðar á lítið örsamfélag eins og Kárahnjúka kemur berlega í ljós hversu bjánalegt allt þetta umstang er. Sterkar persónur og kjarnyrtur stíll Það er því nóg um að vera í Blóð- bergi. Fjöldi grunaðra er þó nokkur og lögreglumennirnir sem rann- saka málið eru óvenjumargir. Þá teygir Ævar anga sögunnar út um hvippinn og hvappinn en tengir þetta svo allt saman í sannfærandi heild í lokauppgjörinu. Ævari tekst vel að afvegaleiða lesandann á þessum fjögur hundruð blaðsíðum og lausnin kemur á óvart en það er auðvitað algjört frumskilyrði í bókum af þessu tagi. Sú hætta er auðvitað alltaf fyrir hendi í jafn langri bók með jafn mörgum persónum og nöfnum að sagan renni út í þvælda loðmullu og lesandinn týni sér. Maður er hins vegar í öruggum höndum hjá Ævari, sem vindur söguna áfram af öryggi og kveikir reglulega nýjan grun eða vekur forvitni þannig að það er óhjákvæmilegt annað en að halda áfram að lesa. Styrkur sögunnar liggur þó fyrst og fremst í stílnum og per- sónunum. Tungutak Ævars var harðsoðið í Skítadjobbi og þegar hann náði bestu flugi bergmálaði hann af meitluðum stíl Raymonds Chandler. Hann hefur slípað stílinn töluvert, hann er jafnari og rennur enn betur. Ævar skrifar íslenskt nútíma- mannamál þannig að textinn er löðrandi í slettum og engilsaxnesk- um blótsyrðum eins og „fökking kræst“ og þar fram eftir götum. Svona talar fólk hvort sem mál- vöndum líkar betur eða verr og ef einhver kann að skrifa sannfær- andi og eðlileg samtöl þá er það Ævar Örn. Kjafthátturinn og orðbragðið eru einnig veigamikill þáttur í per- sónusköpun Ævars og ensk blóts- yrði með íslenskri stafsetningu renna hvergi betur en úr kjaftinum á löggunni Guðna. Þessi alíslenski, rasíski, drykkfelldi ruddi er dásam- legasta persóna Ævars og fullkom- inn senuþjófur. Það hafa allir hitt Guðna í einhverri mynd og í honum sameinast allt það versta í fari íslenskrar þjóðarsálar en samt er hann ekki alslæmur þó hann dre- kki eins og svín, sé karlremba og eigi haug af klámspólum heima hjá sér. Toppmaður, hann Guðni. Fyrsta flokks krimmi Val Ævars á glæpavettvangi er skothelt og ég efast um að hægt sé að finna betri umgjörð utan um íslenska sakamálasögu en virkjun- arsvæðið við Kárahnjúka. Mögu- leikarnir eru endalausir og þessi litli míkrókosmos er svo lifandi að þjóðfélagsádeila Ævars ristir dýpra en í nokkrum öðrum íslensk- um reyfara í þeirri skriðu sem nú dynur á bókamarkaðnum. Hafi Ævar verið efnilegur í Skítadjobbi þá er hann fullnuma í Blóðbergi. Með þessari bók er hann orðinn einn af aðal sakamálasöguhöfund- um landsins, ef ekki sá besti. Þórarinn Þórarinsson Morðrannsókn í víti BLÓÐBERG Höf: ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON ÚTG: Mál og menning Niðurstaða: Hafi Ævar verið efnilegur í Skítadjobbi þá er hann fullnuma í Blóðbergi. Með þessari bók er hann orðinn einn af aðal sakamálasöguhöfundum landsins, ef ekki sá besti. BÆKUR UMFJÖLLUN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.