Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 59 Lexus GS300 F. skráð. 03/2001, ek. 49.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 3.000.000 Tilboðsverð: 2.700.000 kr. www.lexus.is Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.lexus.is eða hringdu í 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 16 4 1 1 /2 00 5 Lexus LS430 President F. skráð. 01/2003, ekinn 27.000 km Vél: 4300cc Litur: Silfurgrár Verð: 4.990.000 kr. Tilboðsverð: 4.290.000 kr. Lexus IS200 F. skráð. 10/2003, ekinn 24.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Dökkgrár Verð: 2.350.000 kr. Lexus GS300 EXE F. skráð. 09/2002, ekinn 33.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Gylltur Verð: 3.250.000 kr. Tilboðsverð: 2.950.000 kr. Lexus RX300 EXE F. skráð. 08/2004, ekinn 20.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Gylltur Verð: 4.740.000 kr. Lexus LS430 President F. skráð. 05/2002, ekinn 101.000 km Vél: 4300cc Litur: Silkigrænn Verð: 4.520.000 kr. Tilboðsverð: 3.990.000 kr. Ungir og sprækir ferðafélagar Lexus IS200 F. skráð. 10/2004, ekinn 13.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.500.000 kr. Lexus IS200 Sport F. skráð. 03/2003, ekinn 32.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.370.000 kr. Sjá nánar á www.lexus.is notaðir bílar. The pursuit of perfection FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Scott Parker hjá Newcastle telur sig vera rétta manninn til að vera í stöðu aftasta miðjumanns hjá enska landsliðinu á HM á næsta ári. Parker hefur fundið sig einkar vel í þeirri stöðu hjá Newcastle að undanförnu en hjá landsliðinu er það varnarmaðurinn Ledley King sem er tekinn fram yfir hann. „Flest lið þurfa á þessu akkeri að halda á miðjuna, rétt eins og Claude Makelele gerir hjá Chel- sea. Mér líkar mjög vel að spila í þessari stöðu. Ég er að hjálpa varnarmönnunum og sóknar- mönnunum og þarna getur maður stjórnað hraða leiksins,“ segir Parker, sem á ekki einu sinni sæti í enska landsliðshópnum þessa stundina. - vig Scott Parker: Ég á að vera á miðjunni SCOTT PARKER Hefur verið að finna sitt gamla form upp á síðkastið. FÓTBOLTI Spánverjinn Albert Luque verður frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik fyrir um fimm vikum síðan, en vonast var eftir því að hann yrði í liði New- castle sem tekur á móti Chelsea á Stamford Bridge um næstu helgi. „Því miður er ólíklegt að Luque verði með okkur gegn Chelsea. Hann þarf að hvíla lengur og við munum ekki taka neina áhættu með hann,“ sagði Graeme Souness í gær. Luque, sem keyptur var á 9,5 milljónir punda frá Deportivo La Coruna, hefur lítið getað leikið vegna meiðsla, en hann þykir einn af bestu ungu leikmönnum Spán- ar. - mh Albert Luque frá gegn Chelsea: Luque enn meiddur ALBERT LUQUE Luque er hér í öruggum höndum sjúkraþjálfara Newcastle. FÓTBOLTI Norðmenn verða ekki með í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi á næsta ári en Tékk- land tryggði sér aftur á móti keppnisrétt á mótinu með því að leggja Noreg 1-0 í Prag, í fyrsta skipti í sögunni. Tékkland vann fyrri leikinn einnig 1-0, og því 2- 0 samanlagt. Norðmenn börðust ágætlega, sérstaklega í seinni hálfleik, en Tékkar höfðu þó tögl og hagldir í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn. Petr Cech varði oft meistaralega í marki Tékklands og kom í veg fyrir Norðmenn næðu að komast inn í leikinn. Sviss tryggði sér keppnisrétt í miklum spennuleik gegn Tyrkjum sem höfðu sigur í leiknum, 4-2, en það dugði ekki til þar sem Sviss vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu og tryggði sér með því rétt til þess að leika á meðal þeirra bestu á næsta ári. Tyrkir sóttu nær linnulaust allan leikinn og voru komnir í ákjósanlega stöðu þegar Ates kom Tyrkjum 3-1 yfir á 52. mín- útu og enn tæpar fjörutíu mínút- ur til leiksloka. Streller minnkaði svo muninn fyrir Svisslendinga þegar sjö mínútur voru til leiks- loka og þá var ljóst að Tyrkir þur- ftu kraftaverk til þess að kom- ast áfram, þar sem tvö tyrknesk mörk vantaði enn upp á. Spánverjar voru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í úrslita- keppni heimsmeistaramótsins eftir að hafa lagt Slóvaka 5-1 á heimavelli sínum og því var lítil spenna fyrir seinni leikinn sem fram fór í Slóvakíu. Slóvakar mættu baráttuglað- ir til leiks og náðu forystu með marki frá Holosko. David Villa jafnaði svo metin fyrir Spán- verja og þar við sat. Spánverjar verða því með í úrslitakeppninni í Þýskalandi á næsta ári. magnush@frettabladid.is Noregur ekki á HM Umspilsleikjum fyrir sæti á HM í Þýskalandi lauk í gær. Norðmenn féllu úr keppni fyrir Tékkum. KRISTOFER HÆSTAD OG TOMAS ROSICKY Rosicky skoraði fallegt mark fyrir Tékka í gær sem gulltryggði sæti þeirra í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.