Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 CHANEL DAGAR Í HYGEU VERSLUNUM 17. TIL 19. NÓVEMBER Gréta Boða - Heiðar Jónsson og Hrafnhildur kynna það nýjasta • CHANCE Edp - nýtt Eau de Parfume • Micro Solutions - 3 nýjir andlitskúrar • Ultra Correction Lip - nýtt varakrem • Satin Smoothing Creme Compact - nýtt kökumeik með satin áferð • Satin Smoothing Creme Concealer - nýr satinmjúkur hyljari Kringlan • 533 4533 Smáralind • 554 3960 Laugavegi • 511 4533 Loksins, loksins! Fötin frá Stellu McCartney voru til sölu hjá H og M á fimmtudag og líklega mörg tískufríkin búin að bíða lengi. Þetta er nokkuð sem er í takt við tímann og er kallað „Masstige“ sem kemur úr mass (fjöldi) og stige í préstige (háklassi). Þessi merkjavara smell- ur því eins og flís við rass við tískuna. Unga fólkið í dag er mikið fyrir að blanda saman fínum merkjum og ódýrum varningi frá Zöru, H og M og fleirum. Til dæmis ódýrum gallabuxum eða toppum sem eru svo notuð með fínum beltum eða skóm frá tískuhúsunum. Alla síðustu viku var starfsfólk H og M að koma fyrir gluggaút- stillingum í búðunum og þannig var sköpuð eftirvænting. Viðskipta- vinirnir gerðu ekki annað en að spyrja hvort þeir gætu keypt Stella McCartney-vörurnar fyrirfram sem auðvitað var ekki hægt. Það var svo eins og við manninn mælt, biðraðir fyrir utan H og M búðirnar á fimmtudagsmorgun en það voru aðeins fjögur hundruð af hinum fimmtánhundruð H og M búðum í heiminum sem fengu Stellu-vör- urnar. Það tók ekki langan tíma að tæma búðirnar og mátti sjá í búð- argluggum hjá H og M skrifað stórum stöfum „Stelluvörurnar upp- seldar“. En þó að Stella McCartney sé þekktari fyrir að hanna heldur „þæga“ tísku og illar tungur hafi stundum sagt að hún hafi komist langt á frægð föður síns Pauls þá var auglýsingaherferð H og M fyrir tískulínu Stellu tengd hneyksli. Eftir að kókanínneysla fyrirsætunn- ar Kate Moss komst í hámæli var hún rekin frá H og M. Á síðasta augnabliki þurfti að endurhanna herferðina og hin nýja stjarna og uppáhald margra hönnuða, hin ítalska Mariacarla Boscono, fengin sem nýtt andlit H og M. En það er ekki H og M sem á þessa hugmynd að fá frægan hönn- uð til að hanna tískulínu. Fyrir tíu árum þegar smóking Yves Saint Laurent var á toppnum framleiddi hann fyrstur tískukónga smóking sem seldur var í pöntunarlista Redoute (svipað og Kays eða Quelle sem þið þekkið á Íslandi) á vægu verði og seldist hann upp á smátíma. Nú er það Jean Paul Gaultier sem mun hanna fyrir Redoute pöntun- arlistann. Japanski hönnuðurinn Yamamoto hefur í nokkur ár hann- að íþróttaskó fyrir Adidas þar sem Stella McCartney hefur reyndar sömuleiðis hannað íþróttaföt. Fyrir ári var það Karl Lagerfeld sem hannaði fyrir H og M. Þá voru víða raðir fyrir framan H og M búð- irnar og fötin voru rifin út á nokkrum tímum svo lá við slagsmálum. Velta H og M hækkaði um 24 prósent þegar tískulína Lagerfelds kom í búðirnar. Sumar fíkurnar voru síðan jafnvel seldar á internetinu á uppsprengdu verði, ófáanlegar í búðum. ■ Stella hjá H og M Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.