Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 86
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 TÓNLISTIN: Um þessar mundir er ég að hlusta svolítið á The White Stripes og Sigur Rós, svona rétt til þess að búa mig undir tónleika hljómsveitanna núna í nóvember. Annars er ég nánast alæta á tónlist. BÓKIN: Í haust byrjaði ég á bókinni Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir Finnann Arto Paasilinna. Svo hætti ég einhverra hluta vegna að lesa en ákvað að taka aftur upp þráðinn eftir að ég heimsótti Finnland fyrir nokkrum vikum. Þetta er stórskemmtileg og kaldhæðin bók. Svo eru það nú skólabækurnar sem þurfa að fara að taka völdin. BÍÓMYNDIN: Ég verð bara að viður- kenna að ég bíð spennt eftir nýju Harry Potter-myndinni, enda mikill aðdáandi bókanna. Síðustu tvær myndir sem ég sá eru hins vegar The 40 Year Old Virgin, sem kom heilmikið á óvart og var bara nokkuð fyndin, og svo The Exorcism of Emily Rose sem mér þótti hundleiðinleg, enda er ég ekki mikið fyrir hryllingsmyndir. BORGIN: Núna er það París, en mig langar mikið til að flytja þangað þegar ég klára skólann í vor. Þar ætla ég að reyna að læra frönsku almennilega og skemmta mér og vera menningarleg í leiðinni. BÚÐIN: Mér finnst mjög gaman hvað mikið finnst af nýjum og fjölbreytilegri búðum núna, sérstaklega í miðbæn- um þar sem þörf er á upplífgun. Ég finn mér alltaf flotta skó í Kron, en svo er bara misjafnt hvort ég hef efni á að kaupa þá! VERKEFNIÐ: Nemendafélagið er mitt stærsta verkefni þar til næsta vor. Annars er ég stjórnarmeðlimur í Hagsmunaráði íslenskra framhalds- skólanema og við stöndum í ströngu þessa dagana að skipuleggja mótmæli gegn styttingu náms til stúdentsprófs og samræmdum stúdentsprófum. Það er tími til kominn að fólk hætti að láta vaða yfir sig og þetta er mjög spenn- andi verkefni. AÐ MÍNU SKAPI ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR, FORSETI NFVÍ Sigur Rós, Finnland og Harry Potter ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. LÁRÉTT 2 feikn 6 skammstöfun 8 þrá 9 óhreinindi 11 drykkur 12 krafsa 14 frárennsli 16 kringum 17 sigti 18 farvegur 20 frú 21 gagnsær. LÓÐRÉTT 1 hjólbarði 3 kusk 4 kynlíf 5 gerast 7 kragi 10 blundur 13 blóm 15 samstæða 16 sarg 19 sjó. LAUSN LÁRÉTT: 2 glás, 6 eh, 8 ósk, 9 kám, 11 te, 12 klóra, 14 skólp, 16 um, 17 sía, 18 rás, 20 fr, 21 glær. LÓÐRÉTT: 1 dekk, 3 ló, 4 ástalíf, 5 ske, 7 hálsmál, 10 mók, 13 rós, 15 para, 16 urg, 19 sæ. Það er rúmur mánuður síðan Kvöldþáttur Guðmundar Stein- grímssonar var tekinn af dagskrá hjá sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Ég er bara að slaka á,“ sagði spjall- þáttastjórnandinn fyrrverandi þegar hann var inntur eftir and- legri og líkamlegri líðan. „Jólin eru að koma, ég er að vinna í heimilinu og er að skrifa bók,“ bætti hann við og sagðist enn fremur vera að sökkva sér niður í jólabækurnar. „Var að klára Rokland eftir Hall- grím Helgason og finnst hún tær snilld,“ segir Guðmundur en vill sem minnst tala um eigin skriftir. „Þetta er ekki glæpasaga en ætli ég verði ekki skella inn eins og einu morði til að hún seljist,“ segir skáldið og skellir upp úr. Guðmundur leynir ekki von- brigðum sínum með að Kvöldþátt- urinn skyldi vera blásinn af. „Ég hefði verið til í að stjórna þættin- um í fimm ár en hann var einmitt í þeim anda sem ég var spenntur fyrir,“ segir hann. Þátturinn hafi verið hispurslaus enda segist Guðmundur hafa lítinn áhuga á pólitískt rétthugsandi viðtölum. Guðmundur er enn fremur mjög ósáttur við þá óþolinmæði sem þættinum var sýnd. „Þeir hættu með þáttinn þegar hann var loks- ins að verða góður,“ útskýrir hann. „Það tekur síðan miklu lengri tíma en nokkra mánuði að festa svona þætti í sessi,“ bætir hann við. Þó að Guðmundur sé ósáttur með ákvörð- unina segist hann ekki geta annað en verið feginn að losna frá sjón- varpsstöðinni úr því sem komið var án þess að hann ætli sér að troða illsakir við ráðamenn stöðv- arinnar í framtíðinni.“ Ég er ekki að reyna að koma mönnum fyrir kattarnef með einhverjum vúdú- dúkkum,“ segir hann og hlær. Guðmundur segist nýta lausa tímann í smá naflaskoðun. „Síð- ustu ár ævi minnar hafa ekki verið eintóm velgengni. Þátturinn er kominn af dagskrá og síðasta bókin mín fékk einróma lélega dóma,“ segir Guðmundur og hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér. Spurður hvort það hafi komið honum á óvart að hann skyldi ekki vera tilnefndur til Edduverðlaun- anna segir hann svo hreint ekki vera. „Ég er hins vegar ánægður með sigur Ágústu Evu vinkonu minnar,“ bætir hann við. freyrgigja@frettabladid.is GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON: SENDIR SIRKUS TÓNINN Óþolinmæði drap Kvöldþáttinn á Sirkus GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Segir síðustu ár ævi sinnar ekki hafa verið eintóma velgeng- ni. Þátturinn sé kominn af dagskrá og síðasta bók hans hafi fengið einróma lélega dóma. HRÓSIÐ ... fær Jakob Frímann Magnússon og félagar í hljómsveitinni Rifs- berja sem eru að koma saman til að rjúfa 32 ára þögn. „Þetta er enn ein „okkur“-bókin og ég er á svipuðum slóðum og í Forð- ist okkur,“ segir Hugleikur Dags- son myndasöguhöfundur, en í dag kemur nýjasta bók hans, Bjargið okkur, út. Hér er á ferðinni nýtt efni að sögn Hugleiks, fyrir utan örfáar sögur sem hafa birst áður í DV. „Ég var ekki lengi að semja þessa bók, satt best að segja,“ segir hann. „Ég samdi margar sögurnar með- fram því sem ég var að undirbúa leikritið sem var gert eftir Forð- ist okkur.“ Það er óhætt að segja að margar af sögum Hugleiks séu á grensunni og viðkvæmar sálir gætu sopið hveljur yfir kolsvört- um gálgahúmornum. Hugleikur kveðst þó fráleitt rekinn áfram af þörf til að hneyksla. „Nei, og ég er alls ekki að reyna að toppa mig. Sá munur er helstur að sögurnar eru kannski orðnar súrrealískari og brandararnir langsóttari, en hvort mér takist betur upp en áður verða aðrir að dæma um en ég.“ Fyrstu vikuna verður aðeins hægt að nálgast Bjargið okkur í Nexus við Hverfisgötu, en eftir það í almennum bókaverslunum. „Pétur í Nexus hefur verið lang- duglegastur að selja bækurnar mínar og reynst mér vel og þegar hann bað mig um þetta sagði ég bara já.“ Ef lesendur leggja leið sína í Nexus á föstudag milli klukkan 15 og 18.30 geta þeir fengið aukaglaðning, því þá mun Hugleikur árita bækur sínar. „Ég hef áritað tvisvar áður þarna og það hefur alltaf gengið ágætlega. Það er fínt að árita í Nexus, maður getur bara slappað af og lesið myndasögur.“ Dyggustu lesendur Hugleiks eru oftar en ekki ungt fólk, en hann segist ekki reyna að höfða til eins hóps frekar en annars. „Fólk af öllum stærðum og gerð- um hefur komið að máli við mig og sagst vera dyggir lesendur.“ - bs Bjargið okkur út í dag HUGLEIKUR DAGSSON Fólk af öllum stærð- um og gerðum les bækur hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA FRÉTTIR AF FÓLKI Bandarísku kvikmyndaleikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth héldu af landi brott í gær eftir að hafa snætt hádegisverð í boði Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. Kapparnir yfirgáfu landið sælir og glaðir eftir vel heppnaða Íslandsheimsókn en þeir voru með allar ferðatöskur fullar af íslenskum kvik- myndum og íslensku skyri, en þeir ætla að halda víkingaveislu í stóra bíósalnum á heimili Tarantinos í Los Angeles í kvöld. Heimsókn Tarantinos er enn ein rósin í hnappagat Ísleifs B. Þórhalls- sonar hjá Iceland Film Festival sem hefur verið öðrum iðnari við að laða stórstjörnur til landsins. Tarantino er líkt og Eli Roth kolfallinn fyrir landi og þjóð og það má því búast við því að hann birtist hér aftur von bráðar. Meðal þess sem Tarantino komst yfir að gera á Íslandi, fyrir utan að djamma, var að fara í snjósleðaferð þar sem hann gaf ekkert eftir og flaug af sleð- anum auk þess sem Fjörugoðinn á Fjörukránni í Hafnarfirði vígði hann inn í víkingafélagsskap staðarins samkvæmt öllum reglum og hefðum. Rokkbandið Lights on the High-way er á leið í tónleikaferðalag til Bretlands en fyrstu tónleikana ytra held- ur sveitin í klúbbnum West 14 í London á fimmtudaginn. Sveitin þarf vitaskuld að hafa með sér gjaldeyri í ferðalagið og slær því upp þremur tónleikum um helgina og byrjar á Gauki á Stöng annað kvöld en heldur svo stuðinu áfram á Fjallabarnum í Breiðholti á föstudag og á Dillon á laugardag. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Ibrahim Al-Jaafari. 2 Ólafur Jóhann Ólafsson og Straumur-Burðarás. 3 Glasgow Rangers. SVÖR VIÐ SPURNINGUM Á SÍÐU 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.