Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 24
Í Byrginu að Ljósafossi í Grímsnesi heyja menn baráttu upp á líf og dauða við fíknina. Guðmundur Jónsson forstöðumaður segir að um sextíu manns séu á biðlista eftir meðferð. Á tæpum tveim árum hafa 33 af þeim sem ekki komust til meðferðar horfið yfir móðuna miklu. Blaðamaður Fréttablaðsins tók nokkra baráttumenn tali. „Mitt líf var farið svolítið úr skorðum þegar ég kom hingað fyrir hálfu ári,“ segir Andri Þór Valgeirsson, sautján ára vistmað- ur. „Ég var farinn að nota fíkniefni daglega, aðallega að reykja hass og svo sterkara eins og e-töflur, kókaín og amfetamín um helg- ar eða bara þegar ég hafði efni á því. Þetta er náttúrlega allt mjög dýrt svo maður bara stal, braust inn og sveik. Svo ef ég gat komið mér í þær aðstæður að selja fíkni- efni þá gerði ég það. Það er svo- lítið vinsælt núna hjá strákum á mínum aldri að fá efni láunuð og reyna að selja og ef það gengur vel getur þetta haldið áfram en annars er maður í vondum málum. Annars eru menn fljótir að flækj- ast í þetta, ég veit um fjórtán og fimmtán ára krakka sem voru aðeins byrjaðir að drekka en fóru svo strax í að sprauta sig, það er orðið svolítið mikið um það.“ Stal hassi frá pabba ellefu ára Andri var greindur ofvirkur og með athyglisbrest en aðstæður hans voru einnig afar erfiðar heima fyrir. „Mamma mín og pabbi voru bæði í neyslu og ég þurfti þess vegna að flytja frá þeim þegar ég var níu ára. Þá fór ég til ömmu og afa en hann var sjómaður og var lítið heima og amma var fyllibytta þannig að þetta var allt í kringum mig frá því að ég var lítill. Ég var heldur ekki lengi að leið- ast út í þetta því ég var aðeins tíu ára þegar ég fór á mitt fyrsta fyll- erí sem reyndar endaði á spítala þar sem það þurfti að dæla upp úr mér og svo var mér haldið sofandi í sólarhring. Ellefu ára fer ég svo að stela hassi frá pabba mínum og þá hélt ég til með krökkum sem voru sextán eða sautján ára.“ Leið aldrei vel Langt er síðan Andri fann sterk- lega fyrir lönguninni til að snúa við blaðinu en baráttan er hörð þó vissulega sé róðurinn léttari eftir að honum bættist liðstyrkur frá almættinu. „Ég var búinn að fá nóg. Mér leið aldrei vel, alveg sama hversu mikið dóp maður átti eða með hverjum maður var eða hvað sem maður var að gera. Ég leitaði mér víða aðstoðar, ég fór inn á Vog og á geðdeild en alltaf féll maður aftur. Svo kom ég hingað í Byrgið og þá kemur trúin inn í spilið sem vissulega hjálpar. Svo fór ég í bæjarferð og hitti fólk sem ég var í raun ekki tilbúinn til að hitta og þá féll ég en ég er stað- inn upp aftur. Nú langar mig bara til að taka bílpróf, fara að læra og gera þessa hluti sem sautján ára strákar gera.“ Svona hraustur strákur þarf ekkert á örorku að halda Guðmundur Jónsson forstöðumað- ur segir að vissulega hafi verið minna um hörð efni hér á landi á árum áður en á móti kemur að fíklum buðust þá fá úrræði. Saga Magnúsar Einarssonar er gott dæmi um það. Fyrir átta árum sneri hann við blaðinu en þá var hann orðinn 48 ára. „Ég byrjaði að drekka tólf ára og var orðinn dagdrykkjumað- ur um sextán ára,“ segir Magn- ús. „Svo lendi ég í bílslysi þegar ég er sautján ára og braut þá þrjá hryggjarliði og hlaut önnur meiðsl. Ég kunni hins vegar ekk- ert á kerfið en ég fór loks og bað um örorkubætur en fékk snögga afgreiðslu: „Svona hraustur strákur þarf ekkert á örorku að halda,“ var mér svarað og þar með var málið búið,“ segir Magnús og hlær að öllu saman. Er ekkert að borða hérna? Eftir það hóst langur fíklaferill Magnúsar sem tók þó undarlegan endi. Guðmundur segir betur frá því: „Ég var búinn að fylgjast með Magga og spjallaði oft við hann til þess að láta hann vita af því að Byrgið væri úrræði sem byðist honum. Það var líka eitthvað við þennan mann sem heillaði mig, ég vissi að hann væri bófi en ég sá það fljótt að hann var heiðarlegur bófi,“ segir Guðmundur og brosir við. „Svo var það eitt kvöld að Maggi er á ónefndum bar og ég vissi af honum þar. Ég bað þjón- inn um að segja honum frá því að ég væri fyrir utan að bíða hans, sannfærður um að hann myndi koma. Svo kemur hann út, blind- fullur náttúrlega, og ég segi „Ertu til í að skrifa undir þriggja mán- aða samning við drottin?“ Hann svaraði „Nei, eitt ár.“ Síðan kom hann í Byrgið, svaf í þrjá sólar- hringa, kom svo til mín og sagði „Hva, er ekkert að borða hérna?“ Samningurinn hefur svo verið framlengdur og nú eru átta ár liðin frá því drykkjan og dópið viku og drottinn kom. �� � � � � � ��������������� ������� ������������� ����� ����������������� ������������ �������������������������������� �� �������� ������ ����������� ����������� ����������� ������� ������� ������� ������������������� ������ ���������� � ������ ���������� ��� ������������� �� ������ ���� � „Hér á Íslandi getur maður sem er á götunni þraukað í sjö ár að meðal- tali,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins. „Ef hann er geðsjúkur eða geðveikur á hann hins vegar varla nokkurn séns á að komast af nema nokkur ár. Ég gerði úttekt á þessu ásamt Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi land- lækni, og Guðmundi Jónssyni og frá því 1992 höfum við reynt að fylgjast með hópi fólks sem á við einhver geðræn vandamál að stríða og er í neyslu. Af 61 manns hópi er aðeins 21 sem ég veit að er örugglega á lífi, átján eru líklegast látnir en ekkert er vitað um örlög 22 úr þessum hópi. Svona gætir þetta samfélag nú að bræðrum sínum sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða,“ segir Guðmundur þungur á brún. ■ Heimilislausir þrauka að meðaltali sjö ár á götunni: Örlög rúmlega tuttugu óþekkt GUÐMUNDUR JÓNSSON Forstöðumaður Byrgisins segir að af 61 manns hópi sem hann hafi fylgst með frá 1992 viti hann aðeins með vissu af 21 í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Á síðustu þremur árum hafa tveir heimilislausir sem sóttu á náðir Samhjálpar náð slíkum tökum á lífi sínu eftir búsetu þar að þeir eru nú komnir í eigið hús- næði. Eins hefur einn núverandi íbúi hafið skólagöngu á ný. Samhjálp rekur í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkur heimili fyrir heimilis- lausa að Miklubraut 20 og búa þar átta einstaklingar. Neysla áfengis og fíkniefna er ekki leyfð í húsinu en það er ekki skilyrði fyrir búsetu að íbúarnir séu ekki í neyslu. Þórir Haraldsson, umsjónarmaður heimilisins, segir að þörf sé á öðru slíku hús- næði því mikil eftirspurn sé eftir plássi. Heimili fyrir heimilislausa: Tveir í eigið húsnæði 24 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Á samningi hjá drottni í baráttunni við djöfulinn FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is ANDRI ÞÓR VALGEIRSSON OG GUÐMUNDUR JÓNSSON Það hefur gengið á ýmsu í lífi þessa unga manns en Andri vill nú fara að læra, taka bílpróf og gera þá hluti sem sautján ára strákar gera venjulega. Guðmundur stendur með honum þó á ýmsu hafi gengið frá því Andri kom í Byrgið. MYND/EGILL BJARNASON „Ég þakka Guði fyrir að hann hefur ekki farið út í neyslu, því þó hann sé ungur væri voðinn vís hefði ég ekki verið kominn í lag sjálfur,“ segir Hörður um son sinn Óðin Þór. Hann er fjórtán ára og býr með föður sínum í Byrginu. Hörður var þó ekki líklegur til að verða að fíkli þegar hann var ungur drengur sem stundaði allar mögu- legar íþróttir af miklu kappi. „Svo þegar ég varð fjórtán ára hætti ég alveg í öllu sporti og byrjaði að drekka. Svo þegar ég fór í fyrsta sinn upp á Litla-Hraun nítján ára gamall lærði ég á harðari efni og þar með hófst sú neysla.“ Hörður var heimilislaus í mörg ár og getur því útskýrt það hvernig flestir sem svo er fyrir komið geta orðið sér úti um húsaskjól. „Yfir- leitt er það þannig að nokkrir heim- ilislausir taka sig saman og verða sér úti um efni sem oftast er keypt fyrir eitthvert þýfi sem dílernum hugnast. Svo er því veifað í fíkil sem á íbúð eða hefur yfir slíku að ráða og þá er díllinn sá: „Við höldum þér uppi á efnum en þú leyfir okkar að vera.“ Svo er haldið margra daga geim þar sem hinir heimilislausu hrúgast á einhvern einn. Þetta eru þessi partí sem löggan er að stoppa en ég veit ekki hvort hún áttar sig á því að megnið af liðinu er heimil- islaust fólk. Svona gekk þetta fyrir sig hjá mér í mörg ár. Ég var einn af þeim sem voru á götunni en kom mér þó alltaf inn í hús og það er ein erfiðasta vinna sem ég hef tekið að mér, skal ég segja þér. Þetta er rosa púl því þú þarft alltaf að vera á tánum með alls konar reddingar. Enda var það ekki að ástæðulausu að ég var kallaður Höddi Karls - sem er líklegur til alls. En þar er alveg grátlegt hvað maður er búinn að eyða miklu í þetta. Þegar ég var giftur tókum við hjónin það saman hverju við eyddum í dópneyslu á mánuði. Á þeim tíma vorum við þó bara róleg og fannst sem við værum varla að gera neitt en þegar það var tekið saman kom í ljós að við eyddum tæpri hálfri milljón í neyslu og þetta var árið 1996. Guð sé lof að ég er kominn hingað og hef frelsast og öll þessi fortíð er á bak og burt.“ Púlvinna að vera heimilislaus Hörður Karlsson er alsæll í Byrginu. Eftir fjölmargar fangelsisdvalir og þungar raunir heimilislauss fíkils er hann nú umkringdur náttúrufegurðinni í Grímsnesi og því sem honum er kærast. FEÐGAR Á GÓÐU RÓLI Eftir að hafa gengið glapstigu meirihluta ævinnar er Hörður nú kominn á gott ról og býr nú í Byrginu með syni sínum Óðni Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.