Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 72
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Hvort kom fyrst; söngurinn eða leiklistin? Söngkonan, en þó ekki opinber- lega. Það var ekki fyrr en ég var orðin leikkona að ég fór að syngja fyrir aðra, en hafði eftir burtfar- arpróf í píanóleik og stúdentspróf farið í frönsku í háskólanum og þá ákveðið að prófa söngnám líka, þaðan sem ég lauk burtfararprófi eftir átta stiga nám hjá Tónlistar- skólanum í Garðabæ. Vá! Þú ert fullnuma söngkona, píanisti og leikkona. Fékkstu mikla hvatningu til listnáms á bernskuárunum? Já, en reyndar höfðum við systkin- in mikinn áhuga á listum. Ég lagði einnig stund á ballett því mamma var ballerína. Ég valdi svo píanóið fram yfir á endanum. Sumir hefðu látið duga að vera sprenglærðir söngvarar og píanó- leikarar. Já, en áhugi minn á leiklist var brennandi. Sem barn var ég svo heppin að eiga frænku sem bauð mér mikið í leikhús og líka á full- orðinssýningar. Þó tók ég engan þátt í leiklistarlífinu í mennta- skóla enda föst við píanóæfingar fimm tíma á dag. En þegar ég sá auglýsingu frá Leiklistarskólan- um ákvað ég að sækja um meðan ég beið svars um frekara söngnám í útlöndum. Og eftir að ég komst inn var ekki aftur snúið. Þú hefur vart stoppað á sviðinu síðan. Hvað er skemmtilegast? Persónulega þykir mér mest ögr- andi að taka þátt í söngleikjum því þeir eru erfiðir og margt sem þarf að hugsa um í einu. Það er söngur, leikur og dans, og maður er aldrei jafn búinn á því og eftir söngleiki, sem mér finnst eftir- sóknarvert. Að koma af sviðinu í svitabaði. Þú ert auðvitað fræg fyrir að taka vel á því fyrir hlutverk og koma þér í undravert form á mettíma. Þá fer ég í ræktina út í eitt og tek mataræðið alvarlega, en dett öðru hvoru úr forminu líka. Það er gott að hafa svona gulrót og vita að eftir þrjá mánuði þarf maður að vera kominn í toppform, því þá er það leikur einn. Vildirðu svo eftir allt saman bara vera söngkona? Ég vil vera bæði. Ég gæti alls ekki lifað án söngsins, því í gegnum hann á ég auðveldast með að tjá mig og miðla tilfinningum. Þú stendur á tímamótum; ert nýgift og barnshafandi. Er platan hluti af þeirri sköpun? Það má kannski segja það, en þetta hefur verið draumur minn lengi. Það er hægt að draga lapp- irnar lengi og margir hvatt mig til að láta til skarar skríða. Nú var rétti tíminn; ég á rólegri daga og er ekki að æfa neitt á sviði vegna ófædda barnsins. Mér finnst ég rétt að byrja og langar að gefa út miklu fleiri. Hverjir eru Mannsöngvarnir? Diskurinn geymir uppáhaldslög sem sum hafa fylgt mér lengi. Það tók tíma að velja konsept því mig langar að gera þau svo mörg, en fljótlega sá ég að konseptið yrði lög eftir karlmenn og sem karlar hafa gert fræg. Þarna eru lög eftir Megas, Tom Waits, Nick Drake, Egil Ólafsson, Bizet og Lucio Dalla, en við tókum strax þann pól í hæð- ina að gera þau ekki nákvæmlega eins og fyrirmyndirnar, heldur ljá þeim okkar sérstaka stíl. Þar er komin skýringin á nafni disksins? Já, en Mannsöngvar er leikur að orðum. Mansöngvar með einu n- i eru ástarljóð og flest eru þessi um ástina og eiga sameiginlegt að vera einlæg og fjalla um ástina og þær tilfinningar sem fólk þarf að koma frá sér. Það passar vel við takt þíns eigin lífs þessa dagana. Já, lífið er yndislegt, en þó er ég þessi óþolinmóða týpa og eilítill vinnualki. Ég er vön að hafa mikið fyrir stafni og á því stundum dálít- ið erfitt, en reyni að njóta róleg- heitanna til fulls. Það er hreint ótrúlega gaman að vera til og líf mitt er líkast draumi, en þessari stöðu hefði ég ekki getað trúað fyrir tveimur árum. Hver er sá heppni og hvar fannstu hann? Hann heitir Þorsteinn Guðbjörns- son og kemur norðan frá Dalvík. Það var Björn Ingi Hilmarsson Ást við fyrstu sýn UNG, ÁSTFANGIN, BARNSHAFANDI OG MEÐ NÝJA SÓLÓPLÖTU Í FARTESKINU Mannsöngvar geyma uppáhaldslög hennar með íslenskum sem erlendum listamönnum. Hansa fylgir plötunni eftir með útgáfutónleikum síðar í mánuðinum. LJÓSMYND/GÚNDI TONLIST.IS Íslenskt JÁ TAKK Sendu SMS skeyti› BTC STV á númeri› 1900 Svara›u einni spurningu og flú gætir unni›. D3 Jónsi • Írafár • Nylon • Hei›a • Heitar Lummur • Jólaskraut Jónsi Ver› 995kr. Írafár Ver› 989kr. Nylon-Gó›ir hlutir Ver› 890kr. Hei›a-Hluti af mér Ver› 890kr. Heitar Lummur Ver› 989kr. Jólaskraut Ver› 890kr. Allir flessir titlar á undir 1.000kr á TÓNLIST.is Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Me› flví a› taka flátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeyti›. A›alvinningur er dregin úr öllum innsendum SMS skeytum 9. hver vinnur. SMS LEIKUR A›alvinningur SONY W800 + allar flessar geislaplötur +3.mána›ar áskrift á Tónlist.is Við stóran glervegg situr hún geislandi fögur með fagurmót- aða kúlu undir svartri peysunni. Nýgift og hamingjusöm. Full eftirvæntingar yfir janúarkomu frumburðar síns og stolt af sólóplötunni Mannsöngvum, sem kom út um síðustu helgi. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir settist undir glervegginn með söng- og leikkonunni Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.