Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 31 BRÉF TIL BLAÐSINS " Ég bor›a All-Bran á hverjum degi og mér lí›ur betur." fiorleifur F. Magnússon. Prófa›u a› bor›a eina skál daglega af All-Bran Original í 10 daga og flú finnur muninn á heilsunni, flví varla er völ á hollara morgunkorni. All-Bran Original inniheldur 50% af rá›lög›um dagskammti af trefjum sem bæta meltingu og hla›a líkamann fullan af orku sem fleytir flér inn í daginn. Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúd- entakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heild- stæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menn- ingarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafn- framt komi það „þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo“. Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Sam- fylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfs- endingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heima- síðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þing- mennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína mennta- stefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hug- myndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúd- enta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskól- anum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfs- ins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ. Þegar stórt er spurt... UMRÆÐAN ALÞINGI OG HÁ- SKÓLI ÍSLANDS EVA BJARNADÓTTIR Eru stefnurnar málamiðlunar- súpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Athugasemd Undirritaður vill leiðrétta þær rangfærsl- ur sem hafðar eru eftir Ólínu Þorvarðar- dóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, í Fréttablaðinu 11. nóvember en hún segir að Ingibjörg Ingadóttir kennari hafi ekki tilkynnt um veikindi fyrr en fjór- um dögum eftir að veikindaleyfi hennar hófst. Hið rétta er að föstudaginn 23. september sl. fór trúnaðarmaður heim til skólameistara með læknisvottorðið og afhenti skólameistara það persónu- lega. Veikindaleyfi Ingibjargar hófst síðan mánudaginn 26. september. Tryggvi Sigtryggsson, trúnaðarmaður kennara í MÍ. Halldór nýr Hermann Það er kominn tími á að varnarliðið fari. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sagt síðustu daga að varnarliðið megi fara. Við séum ekki að biðja það að vera hér áfram, ef það vill fara. Hall- dór gerist nú nýr Hermann Jónasson sem áður leiddi Framsóknarflokkinn og hélt virðingu Íslands í þorskastríðinu. Hall- dór á að segja „herinn burt“. Þá verður Framsókn aftur með meira fylgi og stærri flokkur. Hingað á í þess stað að bjóða fræði- mönnum frá Bandaríkjunum á hverju ári til að ræða um stjórnarskrá Bandaríkj- anna og lýðræðisgrunn hennar. Anda hennar þarf að kynna og breiða út um heiminn allan Svo væri til bóta að stofna hér víkingastofnun sem boðaði trú og anda hins frjálsa manns í öðrum löndum. Leifur Eiríksson steig sem land- nemi og leiðtogi á land í Bandaríkjunum. Heiðra hann. Háttsettur bandarískur hermaður svaraði aðspurður höfundi þessarar greinar að hlutverk sitt í heiminum væri að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lýðræði hennar. Það væri hægt á víkinga- fundi á hverju sumri á Þingvöllum þar sem boðaður væri friður án vopna og fangabúða. Þingræði í raun. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmað- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.