Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 6
6 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR af Sanpellegrino saumlausum undirfatna›i og toppum í Fjar›arkaupum. 20% AFSLÁTTUR KYNN ING á morg un, k l. 14- 18. KJÖRKASSINN Er fjárhagsstaða Reykjavíkur- borgar góð? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga íslensk stjórnvöld að banna lendingar fangaflugvéla CIA hér á landi? Segðu skoðun þína á Vísi.is VINNUMARKAÐUR Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra telur allar líkur á því að lögbundnar takmark- anir á flæði fólks í atvinnuleit frá nýjum ríkjum innan Evrópusam- bandsins verði ekki endurnýjaðar næsta vor. Mörg Evrópuríki tóku upp slíkar takmarkanir til aðlögun- ar þegar ríkjum Austur-Evrópu fjölgaði í Evrópusambandinu. Nýleg skýrsla Norrænu ráð- herranefndarinnar bendir meðal annars til þess að takmarkan- irnar hafi stuðlað að flutningi á vinnuafli milli landa í skjóli starfsmannaleiga. „Ég hef skilið aðila vinnumark- aðarins þannig að það þjóni ekki tilgangi við þessar aðstæður að framlengja þessar reglur sem settar voru á sínum tíma. Ætlunin er að taka á þessum málum með sambærilegum hætti hvort sem um er að ræða eldri ríki Evrópu- sambandsins eða nýrri aðildar- lönd eins og Pólland og Eystra- saltslöndin. Það eru allar líkur á því að þetta verði fellt úr gildi en við gerum það ekki nema í sam- ráði við aðila vinnumarkaðarins,“ segir forsætisráðherra. - jh Forsætisráðherra telur að hömlum verði létt af fólki í atvinnuleit: Takmarkanir felldar úr gildi HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTIS- RÁÐHERRA Fólk frá öllu Evrópusam- bandinu verður með sömu réttindi. VÍMUEFNI Neysla hvers kyns vímu- efna eykst umtalsvert um tvítugs- aldur samkvæmt nýrri úttekt sem Rannsóknir og greining hafa unnið fyrir Lýðheilsustofnun og birt var í vikunni. Sýnir hún að ungmenni eru við- kvæmust fyrir á tímabilinu eftir grunnskóla og fyrir framhalds- skóla og aukið aðhald á þeim tíma- punkti frá foreldrum og vinum getur haft úrslitaáhrif. Í skýrslunni, sem var mjög ítar- leg og náði til rúmlega ellefu þús- und ungmenna í framhaldsskól- um landsins, kemur fram að þrátt fyrir mikinn áróður stjórnvalda og stofnana gegn reykingum ung- menna síðastliðin ár hefur orðið lítil breyting á reykingum síðustu árin. Frá síðasta ári grunnskóla og að fyrsta ári í framhaldsskóla aukast reykingar sama aldurs- hóps um rúmlega þrjú prósent og um tvítugt reykja yfir þrjátíu prósent allra framhaldsskólanem- enda sígarettur daglega. Inga Dóra Sigfúsdóttir, doktor í félagsfræði og einn aðstandenda skýrslunnar, segir upp úr standa hversu viðkvæmt skeið tímabilið milli grunn- og framhaldsskóla sé. Það geti haft úrslitaáhrif á hvort ungmenni leiðist út í vímu- efnanotkun eður ei. - aöe Skýrsla Rannsókna og greiningar um fíkniefnaneyslu ungmenna: Foreldrar hafa úrslitaáhrif MIÐBÆRINN Á LAUGARDAGSKVÖLDI Fimmtán prósent ungmenna undir sextán ára aldri reykir að staðaldri. Fjórum árum síðar er hlutfallið komið yfir þrjátíu prósent. UMMÆLI Jón Ólafsson athafna- maður hefur beðið Skúla Egg- ert Þórðarson skattrannsóknar- stjóra velvirðingar á ummælum sínum. Jón sagði skattrannsóknar- stjóra hafa verið ölvaðan þegar hann sagði frá því í gleðskap að embættinu hefðu verið boðnar tvær tuttugu milljóna króna fjárveitingar sérstaklega ætl- aðar til þess að rannsaka starf- semi Jóns Ólafssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í yfirlýsingu segir Jón að ölvun komi málinu ekkert við og biður hlutaðeigandi velvirð- ingar. - saj Jón Ólafsson biðst afsökunar: Ölvun kemur málinu ekki við BAUGSMÁL Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur sagt sig frá öllum ákæruliðum Baugs- málsins og er það sem stendur allt í höndum Sigurðar T. Magnússon- ar, setts ríkissaksóknara. Álitamál um æðsta ákæruvald yfir þeim átta ákærum sem ekki hefur verið vísað frá dómi voru reifuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í stað Jóns H.B. Snorrasonar, saksóknara hjá embætti ríkislög- reglustjóra, sótti Sigurður málið í fyrsta sinn. Sigurður taldi ekkert hafa gerst sem spillti hæfi hans sjálfs til að fara með málið. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, mótmælti því að Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari hefði í raun sagt sig formlega frá þeim átta ákærum sem enn væru fyrir dómstólum. Bogi hefði einvörðungu tekið til athugunar ákærurnar 32 sem vísað var frá dómi. Leiddi Gestur líkur að því að umboð og valdheimildir Sig- urðar næðu ekki til ákæranna átta og skipan hans stangaðist á við lög. Verjendur gerðu ekki kröfu um frávísun en bíða úrskurðar dóms- ins líkt og saksóknari. Að þessu loknu krafðist Gest- ur þess að dómurinn úrskurðaði að Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hefði verið vanhæfur til þess að setja sérstakan sak- sóknara yfir ákærunum átta. Því til áréttingar lagði hann fram ummæli ráðherrans, einkum af heimasíðu hans, „bjorn.is“. Taldi hann ummæli Björns afar and- snúin Baugi. „Hann er bullandi, bullandi vanhæfur,“ sagði Gestur. Hann líkti háttsemi ráðherrans einnig við einelti og vísaði meðal annars til ummæla Björns um að réttarkerfið „hefði ekki sagt sitt síðasta orð“, eftir að Hæstiréttur vísaði frá dómi 32 ákærum í mál- inu. Sigurður T. Magnússon sagði að sem stjórnmálamaður hefði Björn tjáningarfrelsi út fyrir dómsmálaráðuneytið og væri raunar fyrirferðamikill í stjórn- málaumræðu. Hann virti engu að síður þrígreiningu valdsins. Þess utan taldi Sigurður ekki augljóst að hann væri sjálfur vanhæfur til að fara með málið þótt ráðherr- ann hefði hugsanlega verið það við skipun saksóknara. johannh@frettabladid.is Ríkislögreglustjóri hættur í Baugsmáli Jón H.B.Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, hefur sagt sig frá þeim hluta Baugsmálsins sem enn er fyrir dómi. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur úrskurðar um hæfi dómsmálaráðherra á næstu dögum. SAKSÓKNARI OG VERJANDI Sigurður T. Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, ræðir við Gest Jónsson, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í dómssalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.