Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 32
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Misstir þú af Sálinni í Köben? Þú sérð hana á YFIR 1.000 TÓNLISTARMYNDBÖND! FRÍTT Í 14 DAGA! Við hjá tónlist.is höfum aukið þjónustu okkar og opnum nú sjónvarpsstöð með tónlistarmyndböndum þar sem þú stjórnar dagskránni. Yfir 1.000 myndbönd og tónleikar með íslenskum og erlendum listamönnum. Fáðu prufuáskrift í 14 daga og þar með aðgang að 50.000 íslenskum lögum og yfir 1.000 tónlistarmyndböndum. TONLIST.IS Sífellt fleiri óhæfuverk Banda- ríkjahers hafa komið upp á yfir- borðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlut- verki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vestur- landa um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spuna- meistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekk- ert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Banda- ríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washing- ton Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnar- manns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mín- útur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverk- um af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjón- ustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreið- anlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkj- unum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bret- landi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnar- innar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherr- ann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Mál- staður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslend- inga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkis- stjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við banda- rísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt sam- þykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi. Fordæmum pyndingar Bush stjórnarinnar UMRÆÐAN PYNDINGAR HAUKUR LOGI KARLSSON Við getum ekki látið það óátal- ið að hluti af hernaðaraðgerð- um sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Leiðari Fréttablaðsins þann 10. nóvember endurómar fullyrðing- ar Hafró um að veitt hafi verið umfram ráðgjöf í 30 ár. Nokkurs konar uppsafnaður vandi stjórn- málamanna og gráðugra sjó- manna. Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók. Það eru mjög vafasöm fræði að hægt sé að geyma fisk um árabil í hafinu og láta hann vaxa. Vöxtur einstaklinga hlýt- ur að fara eftir fæðuframboði og fjölda einstaklinga sem eru í sam- keppni um fæðuna. Þetta er álíka og ef að einhver bóndi léti sér detta í hug að slá annað hvort ár og fá sama hey- feng og slægi hann árlega. Ekki er bóndanum heldur straffað ef hann slær tvisvar, sprettan árið eftir verður sú sama, ef ekki meiri, minni sina og grasið tekur fyrr við sér. Þá myndi bóndanum þykja fjar- stæðukennt að kenna afa sínum um lélega uppskeru, en gamli maðurinn var vanur að slá niður í rót. Það verður að skoða rök Hafró um umframveiði í þessu ljósi: Þeir kenna uppsafnaðri veiði umfram ráðleggingar, takið eftir umfram ráðleggingar, vera orsök minni þorskstofns nú. Í sjálfu sér er það alger líffræðileg della að rekja afrakstur Íslandsmiða nú út frá meintri umframveiði fyrir mörg- um áratugum síðan. Miklu nær væri að líta til þeirra skilyrða sem nú eru í lífríkinu og samspils fæðuframboðs vaxtar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að 1983 lögðu þeir til að dregið yrði úr afla, frá 300 þús- und tonnum í 200 þúsund tonn til þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins, en aflinn hafði þá minnkað úr 480 þúsund tonnum 1981 eftir að farið hafði verið að ráðleggingum Hafró um stækkun möskva til að auka nýtingu stofns- ins, leyfa fiskinum að vaxa eins og sagt var. Þegar ráðlegging um stækkun möskva hafði brugðist, vegna þess að fæðuframboðið stóð ekki undir aukinni friðun, fiskurinn léttist og féll úr hor, hljóðaði ráðgjöfin upp á frekari aflasamdrátt. Allir vita hvernig komið er, afl- inn er um 200 þúsund tonn, nokk- uð sem þótti arfaslakt þegar lagt var af stað með ráðgjöfina. Nú, 23 árum seinna, er nýjasta og frum- legasta ráðgjöfin: Veiða minna því of mikið hefur verið veitt undan- farin 30 ár! Haldinn er fundur þar sem valdir erlendir valinkunnir sér- fræðingar eru látnir taka undir splunkunýja ráðgjöf sem er að veiða enn minna. Hvernig ætli fjárstofn og beitarlönd litu út hjá bónda sem hætti að slátra í nokk- ur ár? Ein röksemdin er sögð vera hnignun „þorskstofnsins sé ekki sér íslenskt fyrirbrigði því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra“. Hvernig væri að snúa rök- semdafærslunni við og segja: Alls staðar þar sem reynt hefur verið að byggja upp þorskstofna með því að draga úr veiðum er niðurstað- an á einn veg: Afli hefur minnkað og stofnarnir mælast miklu minni né en þegar lagt var af stað í upp- byggingu með friðun. Þetta á við um Norðursjóinn þar sem þorskafli er orðin sára- lítill, enda búið að farga flotanum, írska hafið þar sem afli hefur fall- ið úr 15 þúsund tonnum í 3 þúsund tonn eftir um 20 ára niðurskurð samkvæmt ráðgjöf Alþjóða Haf- rannsóknarráðið og allir þekkja Kanadadæmið þar sem miðunum var lokað eftir nokkurra ára til- raunir með því að stunda sams konar kjörveiði, allt að ráðum fiskifræðinga. Í lokin er rétt að nefna ástand þorskstofnsins í Barentshafi, en þar hefur það reglan að um ára- tuga skeið hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins og virðist sem að þorskstofninn þar gefi gríðarleg- an afla langt umfram væntingar og allar hrakspár. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Veitt of mikið fyrir 30 árum AF NETINU Stórmerkilegt Það er auðvitað stórmerkilegt að í yfir þúsund ár hefur íslenski heimilisköttur- inn undantekningarlítið farið frjáls ferða sinna inn og út úr híbýlum manna í góðu samkomulagi við heimilisfólk sitt. Hann hefur haft sína hentisemi en um leið bægt frá meindýrum á heimilum og útihúsum. Því til viðbótar er hann þeim sem það líkar ómetanlegur félagsskapur. Betri ábreiða á köldum vetrarkvöldum en malandi heimilisköttur er vandfundin. Vefþjóðviljinn á andriki.is Listin að selja sig Að mörgu þarf að huga þegar kemur að því að þróa með sér fagmannlega fram- komu, á vinnustað eða utan, en eitt af því almikilvægasta er að þykjast. Mæta á svæð- ið, sveittur og stressaður, en tala af öryggi og útgeislun og láta alla halda að þetta sé minnsta mál í heimi. Ná að sýna sinn heillandi innri mann og tala við hvern og einn í salnum eins og þetta séu einfaldlega samræður. Því að þetta er grundvallaratriði, hvort sem um er að ræða stjórnendur fyr- irtækja eða fólk að mæta í atvinnuviðtal og hefur aðeins nokkrar mínútur til þess að koma sér á framfæri og selja sig. Guðrún Inga Torfadóttir á tikin.is Amma í endurvinnsluna Þegar enginn sýnilegur munur er á per- sónulegum bréfum og markaðsefni, mun það leiða til þess að við lesum mark- aðsefnið eða hættum við einfaldlega að gleðjast þegar okkur eru send persónuleg bréf? Munu bréfin frá Ömmu fara beint í endurvinnsluna, eins og kemur af og til fyrir tölvupóst sem drukknað hefur í spamflóði? Og auglýsendur sérstaklega þurfa að spyrja sig: er ekki hætt við að svekktir neytendur beini viðskiptum sínum annað, einmitt vegna þess að tæknin virkar? Bjarni Rúnar Einarsson á hugsandi.is Risaeðlur upp á punt Birna Smith má trúa því að hún geti talað við stofnfrumurnar sínar og gert við DNA með heilun. En hún má ekki jafna þess- um fjarstæðukenndu hugmyndum við vísindalega viðurkenndar aðferðir sem styðjast við rannsóknir. Vonandi hefur hún ekki heilaþvegið almenning með vitleysunni. Þá gætum við alveg eins gefið skynsemina upp á bátinn og trúað því að guð hafi skapað heiminn í sinni mynd og að beinagrindur risaeðlanna séu ekki tákn um þróun lífs á jörðu heldur bara... svona upp á punt. Sverrir Ingi Gunnarsson á djoflaeyjan. com UMRÆÐAN HNIGNUN ÞORSKS- STOFNSINS SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.