Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 80
56 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Það virðist ekki kunna góðri lukku að stýra að fara í MTV-þáttinn Cribs, en í þeim þætti sýnir frægt fólk heimili sín. Í tvígang hafa útbrunnar knatt- spyrnustjörnur sem komu fram í þættinum verið rændar. Fyrst var það Ian Walker, fyrr- um landsliðsmarkvörður Eng- lands, og síðastliðinn föstudag var komið að Suður-Afríkumanninum Mark Fish, sem lék með Charlton og Bolton. Báðir eiga það sameig- inlegt að brotist var inn hjá þeim innan við tveimur vikum eftir að þeir komu fram í Cribs. „Konan mín var í herbergi strákanna okkar en ég einn í hjónarúminu því ég átti að fara í flug snemma um morguninn. Allt í einu stekkur einhver á bakið á mér og segir að mér sé hollast að hlýða sér. Síðan tróð hann sokk í munninn á mér og batt á mér hendurnar,“ sagði Fish, sem á tvo stráka. „Ég sagði hvar verðmætin væru að finna, þeir tóku þau og létu sig hverfa. Þetta var skelfileg lífsreynsla.“ - hbg Vinsælt að brjótast inn hjá útbrunnum knattspyrnumönnum: Brotist inn hjá Fish og Walker MARK FISH Hættur í boltanum en vinnur fyrir knattspyrnusamband Suður-Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ástralía mun taka þátt í HM í fyrsta skipti síðan 1974 eftir að liðið tryggði sér farseðilinn til Þýskalands eftir sigur á Úrúg- væ í umspili. Úrúgvæ vann fyrri leikinn á heimavelli, 1-0, og sömu tölur voru eftir níutíu mínútna leik hjá liðunum í Ástralíu í gær. Varð því að grípa til framlengingar og að lokum vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Mark Schwarzer, markvörð- ur Middlesbrough, varði tvær spyrnur frá leikmönnum Úrúgvæ og breytti engu fyrir Ástrala að Mark Viduka skyldi klúðra einni spyrnu. Það var að lokum John Aloisi sem skoraði úr vítinu sem skaut Áströlum til Þýskalands og ætlaði allt um koll að keyra í land- inu í kjölfarið. Þetta er aðeins í annað sinn sem Ástralir komast á HM en eins og áður sagði gerðist það fyrst árið 1974. - hbg Ástralía komst á HM í Þýskalandi: Lagði Úrúgvæ eftir vítaspyrnukeppni HETJA ÁSTRALA John Aloisi skoraði úr vít- inu sem kom Ástralíu á HM næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hin ótrúlega byrjun smá- liðsins Osasuna í spænsku úrvals- deildinni, sú besta hjá félaginu í níutíu ára sögu þess, hefur vakið óskipta athygli knattspyrnu- áhugamanna um alla Evrópu. Osa- suna trónir nú á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Barcelona og þremur á undan Real Madrid, og er ekkert að gefa eftir eins og fjölmiðlar á Spáni hafa verið að bíða eftir enda virðist sem árang- ur liðsins í ár eigi ekkert skylt við heppni. Osasuna, sem var spáð falli áður en tímabilið hófst, hefur lík- lega átt erfiðustu leikjatörnina af öllum liðum það sem af er og hefur liðið lagt að velli Celta, Villarreal, Sevilla og Deportivo sem raða sér í 4.-7. sæti deildarinnar í dag. Liðið tapaði fyrir Barcelona en í síðustu umferð vann liðið útisigur á Real Sociedad, í fyrsta skipti í sögunni. „Þetta er besta liðið sem við höfum mætt í ár,“ sagði Jose María Amorrortu, þjálfari Socied- ad, eftir leikinn. „Osasuna leyfði okkur ekki að spila okkar leik. Við áttum aldrei möguleika,“ bætti hann við. Ljóst er að hinn mexíkóski þjálfari Osasuna, Javier Aguirre, hefur unnið þrekvirki með liðið í ár. Sjálfur segir hann að vel- gengni liðsins felist í ferskleika og góðu formi leikmanna liðsins, sem fæst með því skiptikerfi sem Aguirre hefur stuðst við í haust. Osasuna hefur aldrei stillt upp sama liðinu tvo leiki í röð, aðeins tveir leikmenn hafa spilað 700 mínútur í fyrstu 11 leikjunum og að meðaltali hefur Aguirre gert sex breytingar á sínu liði eftir hvern leik. Meira að segja hafa markmenn liðsins verið að skipta leikjunum á milli sín. „Með þessu móti er enginn byrjunarmaður í liðinu, en jafnframt enginn vara- maður heldur,“ segir Cesar Cru- chaga, einn leikmanna liðsins. Helsta stjarna liðsins, ef stjörnu má kalla, er serbneski framherjinn Savo Milosevic. Hann hefur komið víða við á sínum ferli en kveðst aldrei hafa upplifað aðra eins samstöðu og hjá Osasuna. „Viljinn er ótrúleg- ur hér. Leikmenn líta á sig sem bardagamenn. Við gefumst aldrei upp,“ segir hann. Á meðan leikmenn liðsins hafa verið að setja markið hærra í kjöl- far árangurins í ár er Aguirre sjálfur með fæturna á jörðinni. Leikmenn stefna á Evrópusæti en þjálfarinn stefnir fyrst og fremst á að forðast fall. „Við þurfum átján stig til viðbótar til að vera öruggir. Byrjum á að ná þeim stigafjölda - sjáum svo til með framhaldið,“ segir hann. vignir@frettabladid.is Stöðugar breytingar eru lykillinn að árangri Spútniklið spænsku úrvalsdeildarinnar í ár, Osasuna, er ekkert að gefa eftir og hefur sett stefnuna á Evrópusæti. Lykillinn að hinu góða gengi er stöðugar mannabreytingar, að sögn þjálfara liðsins. JAVIER AGUIRRE Engu máli skiptir hvernig lið hans stóð sig í síðasta leik, alltaf mun hann gera 4-6 breytingar á liðinu fyrir næsta leik - til að halda leikmönnum fersk- um og óþreyttum. Eftir fyrstu sex leikina á tímabilinu höfðu allir í leikmannahópi liðsins komið við sögu í deildinni. FRÉTTBLAÐIÐ/AFP BESTIR Leikmenn Osasuna hafa haft ærna ástæðu til þess að fagna í ár, enda trónir liðið á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu ellefu leiki tímabilsins. FÓTBOLTI Jose Mourinho, hinn mál- glaði knattspyrnustjóri Chelsea, kveðst hvorki skilja upp né niður í þeim ávana sem Rafael Benit- ez hafi tileinkað sér að kaupa leikmenn á allra síðustu stundu. Benitez reyndi allt hvað hann gat til að fá Michael Owen til Liver- pool á síðustu dögum leikmann- amarkaðarins í haust og segir Mourinho að svona örvænting sé aldrei til góðs. „Ég skil ekki hvernig hægt er að vaða í svona örvæntingarfull kaup. Liverpool er nær alltaf á síðustu stundu með að ganga frá samningum við sína leikmenn og það bitnar á liðinu,“ segir Mour- inho, sem um leið gerir sér grein fyrir því að hann sjálfur sé í sérstakri stöðu hjá Chelsea. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að fjárhagslegur styrkur Chel- sea kemur félaginu í forgang hjá flestum leikmönnum,“ segir Mour- inho. - vig Jose Mourinho um Liverpool: Þetta er bara örvænting RAFAEL BENITEZ Örvæntingarfullur kaupa- héðinn að mati Jose Mourinho.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.