Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 64
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR40 menning@frettabladid.is Rumon Gamba, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hófst fyrir rúmlega tveimur árum handa við að stjórna flutningi hljómsveitarinnar á öllum sinfóníum rússneska tónskáldsins Dmitrí Sjostakovitsj. Alls samdi Sjostakovitsj fimmtán sinfóníur um ævina, en í kvöld er komið að því að Sinfóníuhljómsveitin flytji þá átt- undu í röðinni á tónleikum sínum í Háskólabíói. Sjostakovitsj samdi hana sumarið 1943, þegar seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst, og þurfti ekki nema tvo mánuði til verksins. Hann sagðist geta dreg- ið heimspekilegt innihald hennar saman í þrjú orð: „Lífið er fallegt. Allt sem er dökkt og drungalegt mun hverfa, hið fagra mun sigra að lokum.“ Sinfónían var frumflutt í Moskvu í nóvember árið 1943, en var fljótlega sett á svarta listann í Sovétríkj- unum og fékkst ekki flutt aftur fyrr en árið 1956, að Stalín föllnum. Á dagskrá tónleikanna í kvöld er einnig verk eftir Benjamin Britten sem heitir Sinfonia de Requiem, eða Sálumessusinfónían, sem einnig var samin í skugga seinni heimsstyrjaldarinnar. Verkið þykir magnað og felur í sér kröftug andmæli gegn styrjöldum. Á undan tónleikunum í Háskólabíói býður Vina- félag Sinfóníunnar til tónleikakynningar í Sunnusal Hótel Sögu, og hefst sú samkoma klukkan 18.00. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur fjallar þar um bæði verkin, kynnir sögu þeirra og útskýrir valda þætti úr tónlistinni. Komið að þeirri áttundu Kl. 21.00 Hinn árlegi upplestur Hins íslenska glæpafélags verður haldinn á Grand Rokk í kvöld. Rithöfundarnir Árni Þórarinsson, Jón Hallur Stefáns- son, Reynir Traustason, Súsanna Svavarsdóttir, Viktor Arnar Ingólfs- son, Þráinn Bertelsson og Ævar Örn Jósepsson lesa þar upp úr nýút- komnum glæpasögum sínum. Seið- andi djasstónar leika um eyru gesta á undan upplestri, undir upplestri og að lestri loknum. Guðrún Helgadóttir rithöf- undur hlaut í gær Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem jafnan eru afhent ár hvert á degi íslenskrar tungu. „Ég vona bara að ég verðskuldi þetta,“ sagði Guðrún Helgadóttir um Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar sem hún hlaut í gær úr hendi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur menntamálaráðherra. Afhend- ingin fór fram á hátíðardagskrá í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-húsum í Reykjanesbæ. „Ég er afskaplega glöð og hreykin því það er ekki á hverjum degi sem maður fær viðurkenningu sem er tengd minningu Jónasar Hallgrímssonar. Guðrún er stundum spurð að því hvernig henni hafi tekist að sameina vinnu við skáldskap og stjórnmál, og segir að við því sé til einfalt svar: „Spyrjið þið Jónas Hallgrímsson, því það eigum við þó sameiginlegt að hafa fengist við hvort tveggja, þótt hann hafi verið öllu merkari stjórnmálamaður en ég.“ Guðrún segir að Jónas hafi sjálfkrafa orðið fyrirmynd henn- ar. Hann hljóti að vera fyrirmynd hvers rithöfundar sem skrifar á íslensku. „Íslensk tunga væri ekki söm án hans, það fer ekki á milli mála. Það er alveg dæmalaust að maður sem á aðeins tvö ár í að verða 200 ára skuli vera jafn ljóslifandi fyrir okkur í dag eins og hann hefur verið allan tímann. Hann er svo sannarlega enn á meðal vor.“ Í rökstuðningi ráðgjafarnefnd- ar, sem ráðherra hafði sér til full- tingis við úthlutun verðlaunanna, segir að Guðrún skrifi til barna „á þann hátt að þau finna að þau eiga sér málsvara enda nýtur sjón- arhorn barnsins sín einkar vel í bókum hennar“. Einnig segir að Guðrún hafi „einkar gott vald á íslenskri tungu og að þessu leyti gegna verk hennar mikilvægu uppeldishlutverki þegar kemur að því að efla málþroska barna, auðga orðaforða þeirra og gera þau meðvituð um mikilvægi ritaðs máls.“ Menntamálaráðherra veitti í gær einnig tvær aðrar viðurkenn- ingar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Önnur er veitt Lestrar- menningu í Reykjanesbæ og hina fékk Bókaútgáfan Bjartur. ■ GUÐRÚN HELGADÓTTIR Menntamálaráðherra veitti henni í gær Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar 2005. Jafnframt hlutu Lestrarmenning í Reykjanesbæ og Bókaútgáfan Bjartur viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jónas lifir á meðal vor Ragnheiður Gröndal heldur í kvöld útgáfutónleika í Íslensku óperunni ásamt 12 manna hljóm- sveit í tilefni útgáfu geisladisks- ins After the Rain sem 12 Tónar gefa út. Þótt Ragnheiður Gröndal sé bara rúmlega tvítug að aldri hefur hún áður sent frá sér tvær sólóplötur og á síðasta ári var hún valin söngkona ársins. Plötur hennar hafa fallið í góðan jarðveg og selst gríðarlega vel enda frá- bær söngkona á ferðinni. After The Rain er fyrsta plata Ragnheiðar þar sem hún stígur fram á sjónarsviðið með sitt eigið efni, sín eigin lög og texta. Platan, sem tekin var upp í sumar, er per- sónuleg og falleg poppplata. Lagið It´s Your Turn hefur fengið frá- bærar viðtökur og mikla spilun á útvarpsstöðvum. Ásamt Ragnheiði koma fram á plötunni landsþekktir tónlist- armenn. Guðmundur Pétursson leikur á gítar, Kjartan Valde- marsson spilar á hljómborð og harmonikku, Róbert Þórhallsson sér um bassaleik, Einar Scheving leikur á trommur og sér um annan áslátt. Haukur Gröndal leikur á klarinett en hann sá einnig um útsetningar ásamt Ragnheiði. Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Íma Þöll Jónsdóttir spila á fiðl- ur, Móeiður Anna Sigurðardóttir leikur á víólu og Júlía Mogensen á selló. After The Rain var tekin upp í Sýrlandi Hafnarfirði og Reykja- vík sem og Áttunni af Adda 800, Óskari Páli Sveinssyni og Haffa tempó. Diskurinn var síðan hljóð- blandaður í Sýrlandi af Óskari Páli og tónjafnaður í Rainbow Studios í Noregi af Jan Erik Kongshaug. ■ RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Heldur útgáfutón- leika í Íslensku óperunni ásamt tólf manna hljómsveit. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Syngur í Óperunni Í kvöld er komið að hin- um árlega upplestri Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk. Sjö höfund- ar íslenskra glæpasagna lesa þar úr bókum sínum og segja frá eiturlyfjum, fjöldamorðum, raðmorðum, einkamorðum, prívatmorð- um og öðrum morðum og alls kyns fantaskap. „Þetta eru spennandi glæpa- sögujól,“ segir Kristinn Kristj- ánsson, foringi Hins íslenska glæpafélags, og víst er að vart tekur hann of stórt upp í sig með þessu því núna í ár koma út fleiri íslenskar glæpasögur en nokkru sinni fyrr. „Við vorum bjartsýn í byrjun, en þótt við værum bjartsýn þá vorum við ekki alveg svona bjart- sýn,“ segir Kristinn, sem stofn- aði Hið íslenska glæpafélag árið 1999 ásamt fleiri áhugamönnum um íslenskar glæpasögur. Fyrir aðeins sex árum voru örfáir höf- undar að stíga sín fyrstu skref í ritun glæpasagna, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og núna í ár koma út fleiri íslenskar glæpa- sögur en nokkru sinni fyrr. „Þetta hefur gengið betur en nokkurn gat dreymt um. Eftir að þetta byrjaði 1996 hefur þetta verið að vaxa jafnt og þétt. Mér skilst að í ár séu þetta níu eða tíu manns núna, ég hef bara ekki ennþá náð að telja.“ Höfundarnir sem lesa upp úr bókum sínum á Grand Rokk í kvöld eru Árni Þórarinsson, Jón Hallur Stefánsson, Reynir Traustason, Súsanna Svavars- dóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, Þráinn Bertelsson og Ævar Örn Jósepsson. Á undan upplestri munu seið- andi djasstónar leika um eyru gesta sem verða staddir á hinni margfrægu menningarbúllu. Einnig verður leikinn djass undir upplestri höfunda og hljómsveitin leikur áfram að lestri loknum til að undirstrika ógnvænlegt and- rúmsloft glæpanna. ■ VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON Hann er einn þeirra glæpasöguhöfunda sem lesa upp úr nýjum bókum sínum á árlegri uppskeru- hátíð Hins íslenska glæpafélags. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sögur af fantaskap ! > Ekki missa af ... ... tónleikum þeirra Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Agnars Más Magnússonar píanóleikara sem ferðast um landið á næstu dögum að kynna plötuna sína þar sem þau flytja sígild popplög í eigin djassútsetningum. ... tónleikum Benna Hemm Hemm í Þjóðleikhúskjallaran- um í kvöld. ... sýningum þeirra Jóns Laxdal, Kristins Hrafnsson- ar og Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur í Safni, Laugavegi 37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.