Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 26
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ LYKT Í FÖTUM ■ Hjördís Edda Broddadóttir, fram- kvæmdastjóri Leiðbeiningarstöðvar heimilanna, er hálfgerð alfræði- orðabók í góðum húsráðum. Hún miðlar hér húsráði sem tengist ólykt af þvotti, því mikið er spurt um það hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Sjálf hefur hún notað það oft og hefur góða reynslu af því. „Gott er að nota efni sem heitir Rodalon og er sótthreinsandi og eyðir lykt, en hefur engin áhrif á litina í flíkinni. Setjið vatn í stórt ílát og blandið Rodaloni saman við. Setjið illa lyktandi þvottinn út í og látið liggja góða stund. Setjið síðan beint í þvottavél og þvoið eins og venjulega. Rodalon fæst í flestum lyfjaverslunum.“ Ef hringt er í símanúmerið 118 er yfirleitt kona sem svarar með orðunum „Já, 118“. Í þessu símanúmeri er hægt að fá upplýsingar um síma- og faxnúmer, nöfn, netföng, heimasíður og heimilisföng skráðra símnotenda. Þegar símaskráin er ekki fyrir hendi getur verið hentugt að hringja í þetta númer sem auðvelt er að muna. Ef aðstæður krefjast síma- númera í útlöndum er svo hægt að hringja í 1811, þar sem allir þjónustufulltrúar tala ensku og norðurlandamál, auk þess sem þar er starfsfólk sem talar frönsku, þýsku, spænsku og ítölsku. Kostnaður við að hringja í 118 er misjafn eftir því hvort hringt sé úr farsíma, eða heimasíma. Þá er einnig dýrara að hringja á kvöldin. Upphafsverð er alltaf 47 krónur. Dagtaxti, frá klukkan 08.00 til 19.00, er 49,90 krónur á mínútuna úr heimasíma en 59,90 úr farsíma. Kvöldtaxti er 69,90 á mínútuna ef hringt er úr heimasíma, en 79,90 úr farsíma. Ef beðið er um áfram- tengingu kostar það þrjár krónur ef svarað er og það kostar níu krónur að fá símanúmer sent með smáskilaboðum. ■ Hvað kostar... að hringja í 118? Dýrast úr gemsa á kvöldin Allmargar verslanir við Laugaveg verðmerkja ekki vörur í gluggum sínum eins og lög kveða á um. Ástæð- urnar eru margvíslegar en fyrst og fremst að skipt sé svo oft um vörur í gluggum þessa dagana að það sé ekki heiglum hent. Talsvert vantar upp á að verslanir við Laugaveg í Reykjavík fari að settum reglum hvað varðar verð- merkingar í gluggum verslana. Kveða reglurnar skýrt á um að öllum söluaðilum sé skylt að verð- merkja allar vörur og þjónustu með söluverði. Á það ekki síst við um vörur í verslunargluggum en mikið vantar upp á að svo hafi verið á Laugaveginum við úttekt Fréttablaðsins. Starfsfólk og eigendur versl- ana bera því við að þessi árstími sé sérstaklega slæmur hvað þetta varðar. Margir eigendur skipti um og breyti útstillingum sínum oftar á þessum tíma og fram að jólum en annars er eðlilegt og það geti útskýrt af hverju verðmerkingum sé áfátt. Aðrir seljendur smávöru hvers konar bentu einnig á að ekki væri auðvelt að verðmerkja marg- ar slíkar vörur með góðu móti án þess að skyggja á vöruna sjálfa. Aðrir voru þó á því að verð- merkingar í gluggum væru aðeins enn einn hluti af sjálfsagðri þjón- ustu. Góð tilboð í gluggum fengi fólk frekar inn í verslunina en ella og svöluðu forvitni allra þeirra sem leið ættu um á lokunartíma. Fréttablaðið gerði svipaða könnun í Kringlunni fyrr í haust og reyndust verslanir þar að mestu hafa sitt á hreinu. Verið getur að verð og vörur breytist hraðar þegar líða fer að jólum og það hafi áhrif á samanburð þarna á milli. ■ Verðmerkingum á Laugavegi ábótavant Annir eru, sem aldrei fyrr, á bókasöfnum landsins þegar jólabókaflóðið hellist yfir með öllum þeim reka sem því fylgir. Nýjustu bækurnar eru keyptar inn um leið og þær koma út, en örfáir dagar líða þar til þær eru settar í útlán því skráning og frágangur taka sinn tíma. Bókþyrstir þurfa annaðhvort að stóla á heppnina eða sýna þraut- seigju til að komast yfir nýjustu bækurnar á næstu vikum því ekki er hægt að leggja inn pöntun á söfnunum. „Það verður ekki hægt að panta nýjustu bækurnar fyrr en eftir áramót,“ segir Erla Kristín Jónasdóttir, safnstjóri aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur. Þannig gefast öllum jafnir mögu- leikar á að sjá nýja bók á söfnun- um, annars gengju þær bara á milli þeirra sem hafa pant- að og væru aldrei inni. Erla Krist- ín segir þær bækur sem eru v i nsælasta r af nýmetinu vera í stöð- ugu útláni langt fram á nýtt ár. „Og sumar stoppa aldrei á söfnum eins og til dæmis Arnaldur. Gömlu bækurn- ar hans sjást varla.“ Sumir þeirra sem ekki hafa þolinmæði til að bíða eftir nýj- ustu bókunum hafa komið sér upp öðrum siðum og eru ári á eftir í lestrinum. „Ég veit að margir kíkja eftir bókunum frá því í fyrra, nú eru þær á lausu,“ segir Erla Kristín. ■ Margir spara sér aurinn og bíða þess að nýjustu bækurnar komi á bókasöfnin: Stoppa stutt á söfnunum „Bestu kaupin sem ég geri reglulega er þegar ég kaupi kryddsíld af Lionsklúbbn- um á Hofsósi. Þetta er einhver bragðbesta síld sem ég hef smakkað og ég kaupi hana í stórum fötum,“ segir Gísli Einars- son, blaðamaður á Skessuhorni og umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Út og suður í Ríkissjónvarpinu. „En ef ég á að nefna bestu kaup sem ég hef gert fram að þessu á lífsleiðinni þá held ég að ég verði að segja að það sé húsið mitt í Borgarnesi. Þetta er efri hæð í 100 ára gömlu húsi sem var símstöð hér á árum áður og talið er að fyrsti símstreng- urinn hafi verið lagður úr því og í pretssetrið á Borg á Mýrum. Ég festi kaup á þessu húsi fyrir fimm árum og fékk það á góðu verði, það hlýtur að hafa tvöfaldast í verði síðan þá,“ segir Gísli. „Vissulega hef ég lagt ýmislegt í húsið síðan ég keypti það eins og gengur og gerist þegar maður kaupir fullorðin hús.“ Þegar Gísli er spurður hver séu verstu kaupin sem hann hafi gert stendur ekki á svarinu. „Ég hef gert mörg mjög vond kaup. Verstu kaupin gerði ég samt þegar var tvítugur. Þá keypti ég mér frekar dýran bíl, Ford Sierra. Þetta var kraftmikill og flottur bíll en það kom eiginlega allt fyrir hann. Ég þurfti að skipta tvisvar um vél og klessti hann tvisvar. Þessi bíll kostaði mig aleiguna á sínum tíma og þó að ég hafi náð að selja hann fyrir rest þá fékk ég ekki nema brot af því sem hann kostaði mig. NEYTANDINN: GÍSLI EINARSSON BLAÐAMAÐUR Á SKESSUHORNI Kryddsíldin og húsið í Borgarnesi Neytendastofa hefur vísað frá kæru Harðviðar ehf. á hendur Sifjar ehf. vegna notkunar þess síðarnefnda á léninu hardvidur.is. Var kæran lögð fram þar sem fyrirtækið Harðviður taldi sig eiga tilkall til lénsins á grundvelli þess að það heiti væri nátengt tilgangi félagsins. Á þessi rök féllst Neytendastofa ekki þar sem Sif ehf. stundar sams konar innflutning og sölu og Harðviður ehf. ■ Verslun og þjónusta Neytendastofa vísar kæru frá Neytendastofa hefur bannað frekari sölu á morgunkorninu Malt-O-Meal þar sem innflutningsaðila hefur ekki tekist að sanna fullyrðingar þær er fram koma í auglýsingum og á umbúðum vörunnar. Varan er auglýst sem betri og ódýrari en sambærilegar vörur aðrar og settar fram aðrar fullyrðingar sem engin gögn styðja og því um brot á lögum um óréttmæta viðskiptahætti að ræða. ■ Verslun og þjónusta Sala á Malt-O-Meal stöðvuð VINNUFATABÚÐIN Engar vörur verðmerktar í gluggum en Hildur Símonardóttir, annar eigenda verslunarinnar, sagði það eingöngu af því að nýbúið væri að breyta útstillingum og eftir væri að verð- merkja. Alla jafna væri það gert. HJÁLMAR TORFASON GULLSMIÐUR Vörur eru merktar en ekki þannig að viðskipta- vinir sjái. Að sögn starfsmanns reyndist það ómögulegt. Vörurnar væru svo smáar að þær hyrfu bak við verðmerking- arnar og frá því hefði verið horfið. ALLT Í BLÓMA Engar merkingar. Eigandi staðarins sagði fremur vilja sýna fallega útstill- ingu og í raun væri ekki mögulegt að verðmerkja svo vel færi. DIMMALIMM Allar vörur í gluggum verðmerktar og sagði Þóra Björg Ágústs- dóttir sem þar starfar að það hefði verið regla hjá versluninni frá upphafi að hafa slíkt því það væri ekkert annað en aukin þjónusta við viðskiptavininn. GLERAUGNASALAN Allt verðmerkt og svo hefur verið í 20 ár meðan Helene Pálsdóttir hefur starfað þar. Um smávöru er að ræða en verðmerkingar snyrtilega fram settar og skyggja ekki á vöruna. Ve rð í kr ón um 21 1 14 2 14 5 20 3 11 9 2001 2003 2004 2002 2005 Heimild: Hagstofa Íslands ÚTGJÖLDIN > Verð á kíló á perum í ágúst Miðað við verðlag á öllu landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.