Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 41 Að vera eða fara - þarna er efinn! Íslenskur hátækniiðnaður: Sveinn Hannesson Hörður Arnarson Jón Ágúst Þorsteinsson Ingvar Kristinsson Sigmar Guðbjörnsson Vilmundur Jósefsson Samtök iðnaðarins efna til morgunverðarfundar til þess að ræða stöðu hátækniiðnaðar á Íslandi föstudaginn 18. nóvember frá kl. 8:30 til 10:00 á Hótel Nordica, sal i. Morgunverður í boði frá kl. 8:00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 591 0100 eða með tölvu- pósti á netfangið skraning@si.is eigi síðar en kl. 16:00 fimmtu- daginn 17. nóvember næstkomandi. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá: 8:30 9:45 Tilefni fundarins er að út er komin skýrslan Hátækniiðnaður, þróun og staða á Íslandi, staða og stefna á Norðurlöndum og Írlandi og ritið Hátækniiðnaður, framtíðarsýn og spá. Framtíð hátækniiðnaðar á Íslandi getur orðið mjög björt ef rétt er á spilum haldið. Það er mat Samtaka iðnaðarins. Hins vegar er engin trygging fyrir því að sú bjarta framtíð verði að veruleika. Hér skipta öllu máli þau starfsskilyrði sem hátæknifyrirtækjum eru búin í samanburði við erlenda keppinauta. Nú berast þær fréttir að íslenskum hátæknifyrirtækjum bjóðist gull og grænir skógar erlendis. Er það rétt og hvernig getum við brugðist við? Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku hf. og formaður Samtaka sprotafyrirtækja Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Landsteina Strengs hf. Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda ehf. Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins Framtíðarsýn og spá Samtaka iðnaðarins tálsýn eða veruleiki? Hvar vaxa íslensk fyrirtæki í framtíðinni? Tilboð frá útlöndum - áhugaverður kostur? Brotnar Þriðja stoðin? Ellefu ára barátta - hvað nú? Fyrirspurnir og umræður Hver er réttarstaða hjóna eða sambúðarfólks ef til skilnaðar kemur eða annað fellur frá? Anna Linda Bjarnadóttir hdl. heldur námskeið um þau efni síðdegis í dag í Háskólanum í Reykjavík. „Ég mun bera saman gildandi regl- ur um hjónaband annars vegar og óvígða sambúð hins vegar, kaup- mála, samábyrgð hjóna á sköttum hvors annars, slit hjúskapar og óvígðrar sambúðar, setu í óskiptu búi og félagslega aðstoð við andlát maka.“ Þannig lýsir Anna Linda helstu umræðuefnum á námskeið- inu Hjónaband eða óvígð sambúð sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík í dag frá 16.15 til 19.15. Hún kveðst hafa haldið námskeið um þetta efni í Laugarneskirkju fyrir tveimur árum og salurinn hafi troðfyllst. Það sýni að þörf sé á fræðslu. Anna Linda segir mik- inn mismun á stöðu fólks eftir því hvort um vígða eða óvígða sam- búð er að ræða, sérstaklega hvað varðar erfðarétt. „Alltof mörg pör í óvígðri sambúð sleppa því að gera erfðaskrár sín á milli en jafn- vel þótt báðir aðilar séu þinglýst- ir eigendur fasteigna þá er ekki gagnkvæmur erfðaréttur. Börnin eru lögerfingjar og fólk hefur lent í því að þurfa að borga börnunum sínum leigu. Fjölskyldumunstur eru líka orðin svo margbrotin og mikið um stjúpbörn í fjölskyld- um. Það flækir málin enn frekar,“ bendir hún á. Spurð hvort hún komi öllu þessu mikilvæga efni að á þremur tímum brosir hún brei- tt og svarar: „Ég ætla að tæpa á helstu atriðunum og kenna svo fólki að afla sér nánari upplýs- inga.“ Skráning á námskeiðið fer fram hjá Charlottu Karlsdóttur í síma 599-6258 eða á charlotta@ru.is Námskeið um erfðarétt og kaupmála Fáir hugsa um vandamál við hjú- skaparslit og dauðsföll meðan allt leikur í lyndi. Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Pétur Poppari eftir Kristján Hreins- son, óborganlega bók um einstakan karakter sem var samnefnari fyrir allt það flippaðasta sem rokksaga Íslands hefur að geyma. Mál og menn-ing hefur gefið út Reykja- víkurþríleik Einars Más Guðmunds- sonar, Riddara hringstigans, Vængjaslátt í þakrennum og Eftirmála regndropanna, í einni bók undir heitinu Goð- heimar bernskunnar. Þessar vinsælu skáldsögur komu út á Íslandi á árunum 1982 til 1986, hlutu frábærar móttökur og verðlaun og eru jafnan taldar hafa markað tímamót í íslenskri sagnagerð. Bækurnar komu á sínum tíma einnig út á öllum Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Englandi og voru dómar þar mjög lofsamlegir. A fmörkuð stund er mögnuð frásögn Ingólfs Margeirs- sonar, rithöfundar og blaðamanns, af alvarlegum veikindum og einstæðri baráttu úr faðmi dauðans til lífsins. Bóka- útgáfan Skrudda gefur út. E ldhuginn - Sagan um Jörund hunda- dagakonung og byltingu hans á Íslandi, nefnist ný söguleg skáld- saga eftir Ragnar Arnalds sem JPV útgáfa hefur sent frá sér. Bókin er fyrst og síðast saga óbilandi og kraftmikils draumóramanns sem lætur sér ekki segjast og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Auður Eir - Sólin kemur alltaf upp á ný, nefnist ævisaga Auðar Eir sem bókaútgáfan Veröld hefur sent frá sér. Edda Andrésdóttir ræðir við Auði Eir, sem hefur haft storminn í fangið um árabil. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.