Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 22
17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR22
Frásagnir ítalska ríkisútvarpsins af notk-
un bandarískra hersveita á hvítum fosfór í
sprengjuárásum í umsátrinu um írösku borgina
Falluja hafa vakið athygli og óhug.
Hvað er hvítur fosfór? Fosfór er frumefni sem
notað er við ýmiss konar efnaiðnað, til dæmis
áburðarframleiðslu og sprengefnagerð. Hvítur
fosfór er eitt þeirra forma sem fosfór tekur á sig
og er notkun hans nær eingöngu bundin við
hernað. Algengast er að hvítur fosfór sé notaður
til að framkalla þykkan reyk sem hermenn geta
falið sig í í átökum en efnið binst vatnsgufu í
andrúmsloftinu mjög auðveldlega og því er
skýið sem myndast hnausþykkt.
Hvers vegna er notkun efnisins svona
umdeild? Notkun hvíts fosfór til reykframleiðslu
er í sjálfu sér ekki svo skaðleg heldur þegar efnið
er notað í sprengjur. Enda þótt eldfimi efnisins
sé ekki eins mikil og napalms og skyldra efna
brennur það nánast af sjálfsdáðum og er brun-
inn sérstaklega þrálátur og erfiður viðureignar.
Hann étur sig í gegnum húðina á afar sársauka-
fullan hátt og lýkur brunanum ekki fyrr en súr-
efni er uppurið, til dæmis þegar komið er inn
að beini. Hvítur fosfór var notaður í þessu skyni
í báðum heimsstyrjöldunum og á tímum kalda
stríðsins var þessu rokgjarna efni margoft beitt.
Bandaríkjamenn notuðu fosfórsprengjur í ríkum
mæli í Víetnam og Saddam Hussein beitti þeim
gegn Kúrdum á níunda áratugnum.
Er notkun hvíts fosfórs bönnuð? Alþjóða-
sáttmálar banna ekki notkun hvíts fosfórs sér-
staklega. Hins vegar leggur alþjóðlegur vopna-
sáttmáli (CCW) frá árinu 1980 blátt bann við
notkun eldsprengja og annarra rokgjarna efna
gegn óbreyttum borgurum og í árásum á her-
lið sem er innan um borgara. Bandaríkin eru á
meðal aðildarríkja sáttmálans en þau hafa ekki
staðfest þann hluta sem fjallar um þessa tegund
vopna.
FBL GREINING: HVÍTUR FOSFÓR
Brunasárin éta sig inn að beini
Aðgangur að upplýsinga-
hraðbrautinni er viðfangs-
efni ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna sem nú fer fram
í Túnis. Í gær tókst Banda-
ríkjamönnum að tryggja
sér áframhaldandi yfirráð
yfir mikilvægasta stjórn-
tæki netsins, úthlutun léna,
eftir þrýsting nokkurra
ríkja um að SÞ færu með
þau völd.
Heimsfundur upplýsingasam-
félagsins (WSIS) hófst í Túnis í
gær en á ráðstefnunni sitja yfir
tíu þúsund fulltrúar, þar af fjöru-
tíu þjóðarleiðtogar. Viðfangsefni
hennar er að benda á leiðir til að
bæta aðgang fátækari ríkja að
internetinu en minnstu munaði
að deilur um yfirráð yfir netinu
yfirskyggðu þær umræður. Í gær
náðist aftur á móti samkomulag
um óbreytt ástand.
Þrátt fyrir vaxandi þrýsting
á undanförnum árum hefur
internetið, að minnsta kosti enn
sem komið er, fengið að vaxa
og dafna óhindrað. Frelsi hefur
einkennt netið öðru fremur í
stað reglugerða og tálmana
sem annars setja svip sinn á
samfélag þjóðanna í sívaxandi
mæli. Deilurnar í tengslum
við fund SÞ í Túnis snúast hins
vegar ekki um hvort koma eigi
upp einhvers konar netritstjórn
heldur hvernig útdeilingu léna
eigi að vera háttað og hverjir eigi
að fara með það vald.
Með lénin í hendi sér
Í dag er þetta hlutverka á hendi
bandarískrar stofnunar sem
nefnist því þjála nafni Internet
Corporation for Assigned
Names and Numbers, eða
ICANN. Hún hefur höfuðstöðvar
sínar í Kaliforníu og er stýrt
af málsmetandi mönnum úr
netsamfélaginu af ýmsum
þjóðernum. ICANN er ekki rekin
í hagnaðarskyni heldur sér hún,
í umboði Bandaríkjastjórnar,
um að útdeila IP-tölum og lénum
og halda skrá yfir þau, bæði
landslén á borð við is og dk og
alþjóðalén eins og com og org.
Þannig áformaði stofnunin til
skamms tíma við að setja klám-
efni netsins undir lénið xxx
en þeim fyrirætlunum hefur
reyndað verið frestað um sinn.
Enda þótt verkefni ICANN
séu einkum tæknilegs eðlis veita
þau stofnuninni umtalsverð völd.
Hún gæti til dæmis ákveðið að
loka fyrir aðgang að tilteknum
landslénum en vitaskuld hefur
slíkt aldrei gerst. Þótt stofnunin
hafi fengið sinn skerf af gagnrýni
þykir hún samt almennt hafa
farið með völd sín af ábyrgð og
því hafa bandarísk stjórnvöld
leyft henni að starfa óáreittri.
Barist um netið
Sú staðreynd að Bandaríkjamenn
ráða yfir eina eiginlega stjórn-
tæki internetsins hefur sætt
talsverðri gagnrýni og hafa rík-
isstjórnir ýmissa landa bent á
að eðlilegra sé að slík völd séu í
höndum alþjóðasamtaka á borð
við SÞ eða annarrar óháðrar
stofnunar. Nú þegar starfsleyfi
ICANN sé við það að renna út sé
rétt að endurskoða þessi mál. Um
þetta hafa staðið linnulausar deil-
ur í tvö ár og í september bættist
Evrópusambandið í hóp gagnrýn-
endanna. Bandaríkjamenn hafa
aftur á móti staðið fast á þeirri
skoðun sinni að breytingar á fyr-
irkomulaginu myndu draga úr
tækniþróun og færa þeim ríkjum
sem berjast gegn tjáningarfrels-
inu ritskoðunarvopn í hendurnar.
Þessar áhyggjur Bandaríkja-
manna eru réttmætar. Þau ríki
sem andsnúnust eru áframhald-
andi bandarískri stjórn á netinu
eru lönd á borð við Íran og Kína
en þarlend stjórnvöld reyna
leynt og ljóst að koma í veg fyrir
óhindraða netnotkun hjá þegnum
sínum, auk þess að ritskoða aðra
miðla miskunnarlítið. Kínverj-
ar hafa, með hjálp fyrirtækja
eins og Google og Yahoo, lokað á
milljónir vefsíðna sem innihalda
efni sem þeim er ekki þóknan-
legt og yfirvöld í Teheran fylgj-
ast grannt með netnotkun sinna
þegna, allt í nafni íslam. Það
skýtur hins vegar skökku við að
mun auðveldara er að nálgast
klámsíður í Íran en heimasíður
þar sem ríkisstjórnin er gagn-
rýnd, að því er dagblaðið Indep-
endent hermir.
Sættir náðust
Í gær tókst loks að miðla málum
á þann veg að umboð ICANN
verður endurnýjað og því verður
stjórn netsins áfram um sinn í
höndum Bandaríkjamanna. Til
að róa óánægðu ríkin verður hins
vegar settur á fót alþjóðlegur
samráðsvettvangur þar sem ýmis
mál sem snúa að netinu verða til
umræðu, svo sem ruslpóstur,
vírusar og tölvuglæpir. Ályktanir
hans verða aftur á móti ekki
bindandi.
Þar með er fulltrúunum 10.000
á WSIS-fundinum ekkert til fyrir-
stöðu að einbeita sér að því sem
máli skiptir, að efla netnotkun
í þróunarlöndunum en eins og
sakir standa hefur aðeins brot af
íbúum þeirra aðgang að netinu.
Þinginu lýkur hins vegar í dag og
því ríður á að nota tímann vel.
Átök um framtíð internetsins
VAFRAÐ Á VEFNUM Ýmis ríki hafa gagnrýnt að stjórn netsins skuli vera í höndum Bandaríkjanna. Þau ríki sem haldið hafa fram hörðustu
gagnrýninni eru hins vegar þau sem helst beita þegna sína ritskoðun. NORDICPHOTOS/AFP
RÁÐSTEFNAN ÁVÖRPUÐ Zine El Abidine
Ben Ali, forseti Túnis, var á meðal þeirra
sem ávörpuðu gesti WSIS-ráðstefnunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRÉTTASKÝRING
SVEINN GUÐMARSSON
sveinng@frettabladid.is
Menntamálaráðherra lofaði auknu
fé til íslenskrar kvikmyndagerðar í
ræðu sinni er Edduverðlaunin voru
veitt á sunnudagskvöldið. Laufey
Guðjónsdóttir er forstöðumaður
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Hvernig viltu sjá útfærsluna á auknu
fé til íslenskrar kvikmyndagerðar?
Við þurfum að tryggja að féð
nýtist sem best inn í framleiðslu
kvikmynda. Leiknar myndir eru
kannski þær sem hafa setið lengst á
hakanum með að fá aukin framlög úr
kvikmyndasjóðnum.
Vissir þú að til stæði að auka
fjárframlög ríkisins til kvikmynda?
Ég vissi að búið væri að vinna
heilshugar að því.
Verður staðið við þetta loforð? Alveg
örugglega. Þorgerður Katrín færi ekki
að segja svona nema til að standa
við það.
Orðin munu
standa
LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR
Forstöðumaður
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
SPURT & SVARAÐ
KVIKMYNDAGERÐ
> Breytingar á afla
íslenskra skipa í
október milli áranna
2004 og 2005
Svona erum við
U
FS
I
K
A
R
FI
ÞO
R
SK
U
R
ÝS
A
fréttir og fróðleikur
-2.369
277
-3.133
-197
Allar tölur eru í tonnum
Heimild: Hagstofa Íslands