Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 33
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� URKÍ eða Ungmennadeild Rauða kross Íslands fagnar tuttugu ára afmæli sínu laugar- daginn 19. nóvember næstkom- andi. Þann dag verður starfsemi deildarinnar kynnt í Kringlunni og þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir til að fræðast um starfsemina. Hátíðin hefst klukkan 14 í Kringlunni. Þar verða helstu verkefni hreyfing- arinnar kynnt og önnur verkefni rifjuð upp með myndböndum. Einnig mun skyndihjálp- arhópurinn verða á staðnum til að sýna réttu handtökin. URKÍ verður í Kringlunni milli tvö og fimm. Söstrene Grene er þekkt dönsk verslunarkeðja sem rekur útibú um alla Danmörku. Annan desember verður opnuð 240 fermetra Söstrene Grene verslun á fyrstu hæð í Smáralind þar sem verða á boðstólum marg- vísleg búsáhöld, dúkar, föndur- vörur, spennandi matvörur og ýmislegt annað áhugavert. Jafnframt býður verslunin vandaðar vörulínur fyrir listamenn. Ísland er fyrsta landið utan Danmerkur þar sem Söstrene Grene opnar verslun og eflaust bíða margir spenntir eftir því að komast í þessar skemmtilegu vörur. Beyoncé, söngkonan sæta, kynnti nýja fatalínu sína, House of Dereon, síðasta þriðjudag. Vörumerkið er nefnt eftir ömmu söngkonunnar, Agnes Dereon, sem var saumakona sem sér- saumaði föt á valda viðskipta- vini. Það er hinsvegar móðir Beyoncé, Tina, sem hannar fötin en hún hefur séð um fataskápa dóttur sinnar árum saman. Söng- konan er mjög stolt af móður sinni og ömmu og segir þær báða hafa búið yfir hæfileikan- um að geta skapað ótrúlegar flíkur úr nánast engu. House of Deron mun framleiða hversdagsklæðnað, íþróttaföt og galla- buxur en líka loðfeldi, veski og skó. Hægt er að kíkja á hönnunina á heimasíðunni www. houseofdereon.com. LIGGUR Í LOFTINU [ HEILSA-TÍSKA-HEIMILI ] Kakan hennar mömmu var of lítil fyrir öll kertin svo við settum bara buxnastærðina hennar í staðinn! Reykjavík 10.03 13.13 16.22 Akureyri 10.03 12.57 15.51 Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 17. nóvem- ber 321. dagur ársins 2005. Leikmynda- og búningahönnuðurinn Elín Edda Árnadóttir klæðist oft svörtu þótt hún hafi líka gaman að litum. Hún er mikið fyrir framandlega skartgripi og fékk rússneska loðhúfu um daginn. Elín Edda Árnadóttir, leikmynda- og búningahönnuður, á mjög skemmtilega flík sem er henni kærkomin. „Þetta er hálfgerð- ur kimono sem tilheyrir belgíska hönnuðin- um Cora Kemperman. Flíkin er mjög jap- önsk og alveg í stíl við verkefnið sem ég er að fara í,“ segir Elín en hún er að fara í fjög- urra vikna ferð til Japans í lok nóvember. Einn litur er áberandi í klæðnaði Elín- ar. „Það fer ekkert á milli mála hjá vinum mínum og kunningjum að mér er tamt að vera í svörtu. Ég hef verið viðriðin ballett og leikhús frá því að ég var lítil stúlka og svartur má segja að sé dálítill leikhúslitur. Það þýðir samt ekki að ég sé litafælin, ég hef til dæmis gaman að rauðum, gylltum og hvítum,“ segir Elín en fleira er áberandi í klæðnaði hennar. „Ég hef rosalega gaman að fylgihlutum. Ég er ekki hefðbundin skartgripamanneskja heldur vel ég mér oft eitthvað svolítið framandlegt. Svo hef ég gaman af fallegum loðhúfum. Mér var til dæmis gefin rosalega flott, rússnesk loð- húfa um daginn,“ segir Elín sem kveðst vera frekar vanaföst og eiga fötin sín lengi. Blaðamaður er forvitinn um ferðalag Elínar til Japans. „Við köllum þetta Legend of Icelandic Music þar sem við munum fara með þjóðararfinn og bera á torg í fimmt- án japönskum borgum í tónlist og mynd,“ segir Elín. Verkefnið sem heitir Áróra Bór- ealis er samvinna fimmtán listamanna, meðal annars söngvara, hljóðfæraleikara og dansara. Elín mun hanna búningana í verkinu og segir hún þá hafa skírskotun í íslenska þjóðbúninginn. Forvitnir geta séð brot úr verkinu ásamt dansverkinu Von í Íslensku óperunni um helgina en þá verða bæði verkin frumflutt. mariathora@frettabladid.is Svartur er leikhúsliturinn Elín Edda í kimono sem er í stíl við Japansferð hennar í lok nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRÍLIN FYLGIHLUTIR Eru alveg ómissandi bls. 2 HÖNNUNARSÝNING Hús og híbýli í Höllinni bls. 8 NIA Það besta af því besta bls. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.