Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 44
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR10 Rithöfundar sameina sumir hverjir heimili og vinnustað. Viktor Arnar Ingólfsson glæpa- sagnahöfundur er einn þeirra. Hann hefur komið sér upp ágætri vinnuaðstöðu heima hjá sér. Þótt Viktor Arnar sé nýbúinn að senda frá sér bók þá lætur hann ekki deigan síga og er þegar byrjaður á annarri. Hann situr þó ekki við iðju sína alla daga heldur stendur oft upp á endann. „Mér finnst nauðsynlegt að standa að minnsta kosti hálfan daginn. Það er ekki hægt að sitja endalaust í svona vinnu. Maður fer alveg með bakið á því,“ segir hann. Eins og frægt var hafði Halldór Kiljan sama hátt á á sínum tíma og stóð við skriftirnar. Hugsanlega hefur hann einmitt verið að vernda bakið. Ekki vill Viktor Arnar bera sig saman við nóbelsskáldið og segir húsgagnið sem hann skrifar við ekki næstum eins veglegt og púltið á Gljúfrasteini. Það gerir þó sama gagn. „Eins og þið sjáið þá eru þetta nú bara furuhillur, ég keypti þær í Ikea,“ segir Viktor brosandi og sýnir herlegheitin. Hillurnar hans eru misdjúpar og þær grynnri notar hann undir möppur og ýmis vinnugögn en hallar einni af dýpri gerðinni þannig að hann geti staðið við hana. Hér stend ég oft við að lesa og skrifa niður ýmis atriði upp úr heimildum,“ segir hann. Nýja bókin hans Viktors Arnars nefnist Afturelding og nú taka við skemmtilegar vikur hjá honum við að lesa upp úr henni úti um borg og bý. Í kvöld verð- ur hann einmitt með upplestur á Grand Rokk á vegum hins íslenska glæpafélags. ■ Stendur við lestur og skriftir Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Sófalist, Síðumúla 20 (2. hæð) Sími 553 0444 www.sofalist.is sofalist@internet.is Fallegar yfirbreiðslur sem lífga upp á gamla sófa og vernda nýja. Viktor hefur tamið sér að standa hálfan daginn við vinnu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fátt er jólalegra en appelsínur og appelsínulykt kemur flest- um í jólaskap. Appelsínur geta verið mjög fal- legar til skreytinga. Það er klass- ískt að stinga negulnöglum í app- elsínur og skreyta heimilið með þeim. Appelsínur er líka hægt að nota sem kertastjaka. Ef skorið er ofan af þeim og kjötið tekið innan úr þeim er kominn tilval- inn kertastjaki fyrir sprittkerti. Það má líka skera út myndir og munstur í börkinn til þess að gera kertastjakann enn fallegri. Lyktin sem kemur af appelsínuberkinum þegar hann hitnar kemur öllum í hátíðarskap. Svo geta appelsín- ur líka bara verið mjög fallegar í skál. ■ Appelsínu- skraut Appelsínur geta verið mjög fallegt jóla- skraut. Lóðrétt veggfóður bætir töluverðu við lofthæðina. Lýsing getur bæði dregið fram fegurð herbergis og falið það sem síður má sjást. Með örlitlu hyggjuviti er hægt að gabba augað þannig að lítil rými geti virst mun stærri. Líttu bara í kringum þig heima hjá þér og veltu fyrir þér hvort þú vildir láta einhver rými virka stærri. Það er auðvitað eðlis- fræðilega ómögulegt að stækka herbergi án þess að brjóta niður veggi en það er hægt að láta það líta út fyrir að vera stærra en það er með því að gabba hugann og það gerist best með ýmsum sjón- rænum brellum. Byrjaðu á því að ganga inn í herbergið og finna út hver er miðpunkturinn, hvað er það fyrsta sem þú sérð þegar þú gengur inn? Viltu hafa miðpunktinn þar eða annars staðar? Gluggar geta látið lítil herbergi virka stærri. Settu áberandi hlut í gluggasylluna, til dæmis styttu eða blóm sem dregur athyglina að sér og lætur herbergið virka bjartara og stærra. Mynstur á veggjum, gluggatjöld- um eða gólfmottum geta látið herbergið virka stærra. Lárétt mynstur er betra en lóðrétt en hringir virka betur ef herbergið á að virka breiðara. Bjartir litir geta stækkað herbergi en dökkir litir láta það virka minna. Settu myndir á miðja veggi frekar en úti í endana eða í horn- in. Málaðu loft- og gólflista í sama lit og motturnar til að láta gólf- flötinn virðast stærri. Dragðu húsgögnin frá veggj- unum. Þá sést meira í gólfin og augun leita síður út í hornin og á veggina. Settu lampa á hernaðarlega mikilvæga staði til að draga fram góðu hliðarnar á herberginu og fela þær slæmu. ■ Augað blekkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.