Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 58
17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR34
Umsjón: nánar á visir.is
Kögun hagnaðist um 211 milljónir
á þriðja ársfjórðungi sem er langt
umfram spár viðskiptabankanna
sem reiknuðu með 84 milljóna
króna hagnaði. Hagnaður á þriðja
ársfjórðungi, sem er að jafnaði
slakastur á árinu, er hærri en á
bæði þeim fyrsta og öðrum. Frá
áramótum hefur samstæðan hagn-
ast um 434 milljónir.
Að hluta til skýrist afkoman af
því að fjármagnsliðir eru jákvæð-
ir vegna mikillar gengisstyrking-
ar krónunnar. Þeir voru jákvæðir
um tæpar fjörutíu milljónir króna
á þriðja ársfjórðungi en neikvæð-
ir um samtals 265 milljónir á fyrri
hluta ársins.
Rekstrarhagnaður án afskrifta
(EBITDA) lækkar milli annars og
þriðja fjórðungs. Framlegðarhlut-
fallið er um 7,9 prósent sem er
svipað og á fyrri hluta ársins.
Sem fyrr skilar hugbúnaðar-
hlutinn mestum hluta hagnaðar-
ins, og er vel umfram áætlanir
stjórnendanna, en vélbúnaðarhlut-
inn er undir áætlunum þótt hann
skili ekki tapi. Enn eru töluverðir
erfiðleikar í rekstri samstæðunn-
ar á Norðurlöndum, einkum í Sví-
þjóð þar sem 55 milljóna króna tap
varð á rekstri félagsins fyrstu níu
mánuði ársins. ■
Íslenska fyrirtækið Industria
ehf. hefur gert samning um upp-
byggingu á stafrænu dreifikerfi á
Írlandi.
Industria hefur gert samning
við Magnet Networks um að byg-
gja upp dreifikerfi fyrir síma og
sjónvarp og netsamskipti sem
byggist á nýrri tækni. Samningur-
inn er metinn á um 3,6 milljarða
króna eða um 50 milljónir evra
eftir því sem fram kemur í frétt á
heimasíðu Industria.
Magnet Networks er dóttur-
félag CVC á Íslandi ehf., félags í
eigu Kenneths Petersonar, fyrrum
forstjóra Norðuráls en Industria
er meðal annars í eigu Guðjóns
Más Guðjónssonar. Báðir komu
þeir að starfsemi Íslandssíma. - hb
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 4.986 +3,83% Fjöldi viðskipta: 784
Velta: 33.685 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
ACTAVIS 45,30 +1,30% ... Bakkavör 45,40 +0,70% ... FL Group
15,10 +2,00% ... Flaga 4,25 +1,20% ... HB Grandi 9,30 -0,50%
... Íslandsbanki 15,90 +1,30% ... Jarðboranir 22,60 +2,30% ...
KB banki 650,00 +8,30% ... Kögun 55,20 +0,00% ... Landsbank-
inn 24,00 +2,10% ... Marel 64,00 +0,00% ... SÍF 4,22 -2,50% ...
Straumur-Burðarás 15,60 +0,70% ... Össur 99,50 +0,50%
MESTA HÆKKUN
KB banki 8,33%
Atorka 7,21%
Jarðboranir 2,26%
MESTA LÆKKUN
SÍF -2,54%
Dagsbrún -0,59%
HB Grandi -0,54%
> Markaðspunktar
Jarðboranir hafa gert samning
við ítalska fyrirtækið Drillmec
S.p.A. um kaup á bor af félaginu.
Heildarkaupverð borsins er um
800 milljónir íslenskra króna og
ætla forsvarsmenn Jarðborana að
hann verði kominn til landsins í
maí 2006.
Jóhannes Kristinsson hefur tekið
sæti í stjórn sænska lággjalda-
flugfélagsins FlyMe. Félagið er
meðal annars í eigu Fons og
Burðaráss.
Hlutur Novators, fjárfestingarfé-
lags Björgólfs Thors Björgólfsson-
ar, í finnska fjarskiptafyrirtækinu
Elisa er nú um 10,1 prósent. Elisa
er næststærsta fjarskiptafyrirtæki
Finnlands.
GUNNLAUGUR SIGMUNDSSON Forstjóri
Kögunar.
Kögun umfram
væntingar
HAGNAÐUR á þriðja ársfjórðungi
millj. kr.
Hagnaður 211
Spá Íslandsbanka 119
Spá KB banka 76
Spá Landsbankans 56
Meðaltalsspá 84
GUÐJÓN MÁR GUÐJÓNSSON
Industria semur á Írlandi
Mogginn skúbbaður
Frétt Markaðarins um fyrirhugaðar breytingar á
hluthafahópi Árvakurs vakti ekki mikla athygli í gær.
Morgunblaðið hafði seinni partinn ekki séð neina
ástæðu til að grennslast fyrir um málið enda voru
engar fréttir um málið á vefriti Morgunblaðsins.
Þykir það sæta nokkrum tíðindum að svo stór
viðskipti séu ekki ástæða til umfjöllunar á vefritinu
en þegar skortur er á upplýsingum, hefur það verið
látið nægja að vísa í aðra fjölmiðla. Annað
er um hljóðvarp Ríkisútvarpsins að
segja sem sagði frétt um málið en án
þess að ræða við fulltrúa Árvakurs og
án þess að vísa í aðra fjölmiðla. Margir
furðuðu sig á litlum áhuga á þessum
stórviðskiptum en aðrir sögðu
skýringarnar þær að vænta mætti
stærri tilkynningar í Morgunblað-
inu í dag.
Líflegir markaðir
Líflegt var á hlutabréfamarkaði innanlands í
gær en það er ekki á hverjum degi sem viðskipti í
einu og sama félaginu eiga sér stað fyrir rúma 20
milljarða sem raunin varð með bréf í KB banka í gær.
Verðbréfamiðlarar leituðu skýringa á viðskiptunum
og sitt sýndist hverjum. Einhverjir töldu að
tilkynning frá bankanum hefði óvart lekið út en aðrir
sögðu að Jón Helgi Guðmundsson
í Byko væri augljóslega að bæta
við sig hlut í bankanum. Engar
innherjatilkynningar höfðu borist
í Kauphöllina þegar markaðir
lokuðu og fylgjast
m i ð l a r a r n i r
spenntir með
markaðnum í
dag.
Peningaskápurinn
Atorka Group keypti í gær 12,4
prósenta hlut í Jarðborunum og á
eftir kaupin 56,25 prósenta hluta-
fé í félaginu. Atorka hyggst gera
öðrum hluthöfum í Jarðborunum
yfirtökutilboð og afskrá félagið úr
Kauphöllinni.
Viðskiptin með bréf í Jarðborun-
um fóru fram á genginu 25 og var
greitt fyrir hlutina með hlutabréf-
um í Atorku á genginu 6. Samhliða
viðskiptunum var tilkynnt um sölu
á eigin bréfum Atorku til að greiða
fyrir hluta af kaupunum á hlutnum
í Jarðborunum. Þau viðskipti fóru
fram á genginu 6 en Atorka keypti
eigin bréf á markaði daginn áður á
genginu 5,65 og nemur gengishagn-
aður af þeim viðskiptum rúmlega
10 milljónum króna á einum degi.
Rétt áður en viðskipti voru
stöðvuð með hlutabréf í Atorku og
Jarðborunum sópaði MP verðbréf
upp öll bréf sem til voru í báðum
félögum. Fjórtán viðskipti voru
gerð með bréf í Atorku kl. 12.11
fyrir 20,3 milljónir og fjögur við-
skipti með bréf í Jarðborunum kl.
12.12 fyrir 7,6 milljónir. Í öllum til-
fellum voru það MP verðbréf sem
keyptu bréfin. Lokað var svo fyrir
viðskipti með bréf í Atorku kl. 12.23
og í Jarðborunum kl. 12.24. Hækk-
uðu bréf í Atorku um 4,51prósent
frá opnun og í Jarðborunum um
1,81 prósent. Stjórnarformaður
MP verðbréfa er Margeir Péturs-
son sem var áður stjórnarformað-
ur Jarðborana. Hann er erlendis
og svaraði ekki skilaboðum Frétta-
blaðsins. Guðmundur Karl Guð-
mundsson, forstöðumaður hjá MP
fjárfestingarbanka, vildi ekki tjá
sig um málið við Fréttablaðið.
Þegar markaðir opnuðu svo
aftur hækkuðu bréf Atorku enn
og nam hækkunin 6,31 prósent frá
opnun markaða um morguninn.
Þórður Friðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Kauphallar Íslands,
segir að viðskiptin séu til athugun-
ar hjá Kauphöllinni. „Hlutir eins og
þessir fara eftir ákveðnu verklagi
og við skoðum þetta og leitum eftir
skýringum,“ segir hann.
Þá var tilkynnt að Magnús Jóns-
son, starfandi stjórnarformaður
Atorku, tæki við sem forstjóri
félagsins og viki tímabundið úr stj-
órn. Þorsteinn Vilhelmsson tekur
við sem starfandi stjórnarformað-
ur Atorku. - hb
Eignast meirhluta í
Jarðborunum
MP verðbréf sópuðu upp bréfum rétt fyrir tilkynningu og skoðar Kauphöllin
viðskiptin eins og ávallt þegar óvenjuleg breyting verður.
JARÐBORANIR KEYPTAR Atorka jók við hlut sinn í Jarðborunum og þar með myndaðist
yfirtökuskylda í félaginu.