Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 82
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR58 Hádegisverðarfundur ÍSÍ H ád eg is ve rð ar fu nd ur Afreksíþróttir Föstudaginn 18. nóvember heldur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hádegisverðarfund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn hefst kl. 12:00 og mun standa til kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis. � Hvað þarf til að ná árangri í íþróttum. Rannsókn á afreksfólki í íþróttum – Viðar Halldórsson, lektor KHÍ � Afreksstefna ÍSÍ og sérsambanda – Kristinn J. Reimarsson, sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ Hægt er að kaupa hádegisverð hjá café easy sem staðsett er á jarðhæð Íþróttamiðstöðvarinnar Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is FÓTBOLTI Zlatan Ibrahimovic, leik- maður Juventus og sænska lands- liðsins, kveðst ekki trúa því sem hann sjái á myndbandi sem nú fer eins og stormsveipur um inter- netið þar sem brasilíski snilling- urinn Ronaldinho sést leika listir sínar á æfingu með Barcelona. Á myndbandinu sést Ronald- inho leika sér að halda boltanum á lofti í dágóða stund áður en hann tekur sér stöðu rétt utan vítateigs og þrumar boltanum viðstöðulaust í slána þaðan sem hann tekur aftur á móti boltanum án þess að hann snerti jörðina nokkru sinni. Þetta endurtekur hann þrívegis og held- ur síðan áfram að halda boltanum á lofti á „eðlilegan“ hátt. „Þetta er of gott til að vera satt. Ég get ekki trúað því að nokk- ur maður geti gert svona,“ sagði Ibrahimovic við sænska fjölmiðla í gær. Mikið hefur verið rætt um hvort myndbandið geti verið falsað og er ýmislegt sem bendir til þess, til dæmis þykir flæðið á boltanum þegar hann skoppar af slánni heldur óraunverulegt. Aðrir segja einfaldlega að ef Ron- aldinho geti þetta þá ætti hann að geta skorað úr hverri einustu aukaspyrnu eða fría skoti sem hann fær. Og þótt Ronaldinho sé líklega sá leikmaður í heiminum sem kemst hvað næst því á hann það samt til að klikka úr tiltölu- lega góðum skotfærum. „Ég hef séð þetta myndband og ég trúi því ekki. Þetta er falsað,“ segir Zlatan. Ronaldinho vísar fullyrðingum sænska sóknar- mannsins til föðurhúsana. „Þetta er ekta. Ég geri þetta oft á æfing- um,“ segir hann. Samherji Zlatans hjá Juventus, franski varnarmaðurinn Lilian Thuram, er hins vegar ósammála félaga sínum og segir mynd- bandið vera ófalsað. „Ronaldinho er snillingur með boltann og þetta er hlutur sem hann hefur einfald- lega æft. Ég held að Zlatan sé bara öfundsjúkur,“ segir Thuram. - vig Ótrúlegt myndband með brasilíska snillingnum Ronaldinho fer eins og eldur í sinu um internetið þessa dagana: Zlatan neitar að trúa því sem hann sér SNILLINGUR Ef satt er sýnir myndbandið glögglega hversu gríðarlegt vald Ronaldinho hefur yfir boltanum. ZLATAN Trúir ekki að Ronaldinho geti skotið í slána að vild af tuttugu metra færi. Hér sést hann í baráttu við Auðun Helgason í landsleik Íslands og Svíþjóðar fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen segist ekki vera á leið til Everton á nýjan leik, þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Gravesen hefur ekki verið í liði Real Madrid að undanförnu, en margir frábærir knattspyrnumenn eru á mála hjá félaginu. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segist hafa mikinn áhuga á því að fá Grave- sen til félagsins ef það er möguleiki. „Ef ég fæ tækifæri til þess að fá Gravesen aftur til Everton mun ég nýta það. Hann er frábær leikmaður sem stóð sig vel þegar var hér síð- ast og ég er viss um að hann á eftir að standa sig vel hjá Real Madrid þegar hann fær tækifæri í liðinu á nýjan leik. En vitanlega veitir okkur ekki af liðstyrk þessa dagana,“ sagði Moyes við fjölmiðla í gær. Gravesen hefur verið einn af allra bestu leik- mönnum danska landsliðsins og var einn af bestu leikmönnum Everton fyrri hluta tímabilsins í fyrra, áður en hann fór til Real Madrid um ára- mótin. - mh Gravesen segist ekki á förum frá Real Madrid: Fer ekki til Everton FÓTBOLTI Hollenska knattspyrnu- goðsögnin Ruud Gullit segist halda að franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry muni yfirgefa her- búðir Arsenal eftir þessa leiktíð. „Mér finnst eins og Henry sé að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að færa sig um set. Hann hefur verið þögull um stöðu sína hjá Ars- enal. Það eru fáir leikmenn jafn góðir og Henry og þegar hann er í stuði, eins og hann var gegn Sparta Prag fyrir skömmu, þá er hann óstöðvandi. Hann hlýtur að vilja reyna sig í einhverri annarri deild þar sem hann á litla möguleika til þess að vinna Meistaradeild Evr- ópu með ungu liði Arsenal.“ Henry hefur átt í viðræðum við forráðamenn Arsenal um nýjan samning við félagið, en hann hyggst ekki að endurskoða stöðu sína fyrr en að þessu tímabili loknu. - mh Gullit segir Henry á förum: Ætti að prófa aðra deild THOMAS GRAVESEN Gravesen hefur ekki verið í liði Real Madrid að undanförnu. THIERRY HENRY Henry er að íhuga hvort hann eigi að vera áfram hjá Arsenal að þessu tímabili loknu. HANDBOLTI Fyrsti stórleikur ársins í handboltanum fór fram í Laug- ardalshöll í gær þegar Valur tók á móti Fram. Fyrir fram var búist við jafnri og spennandi viðureign og sú varð raunin. Fram leiddi lengstum en missti dampinn á síð- ustu tíu mínútunum og Valur fagn- aði sætum sigri, 27-24. Jafnt var með liðunum lengst- um í fyrri hálfleik en Valsmenn gátu þakkað markverði sínum, Pálmar Péturssyni, og hinum magnaða Fannari Friðgeirssyni að vera inni í leiknum þegar blás- ið var til leikhlés. Á meðan sókn- arleikur Vals var tilviljanakennd- ur og kraftlaus léku sóknarmenn Fram við hvern sinn fingur en tókst ekki að yfirstíga síðustu hindrunina sem var Pálmar en hann varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðin héldust í hendur fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiks en þó hafði Fram frumkvæðið allt þar til tíu mínútur lifðu leiks. Þá tóku Valsmenn völdin og með gríð- arlegri baráttu og samstilltu átaki keyrðu þeir yfir Safamýrarpilta sem virtust verða bensínlausir og hreinlega ekki þola taugastríðið. Valsmenn mega vel við una en þeir sýndu að það er allt hægt með óþrjótandi baráttu og frábærri markvörslu. Liðsandinn var frá- bær og leikmenn liðsins misstu aldrei trúna. Pálmar var stórkost- legur, Fannar hélt sóknarleiknum á floti lengi og framlag Baldvins undir lokin vó þungt. Framarar geta sjálfum sér um kennt. Liðið hafði leikinn í hönd- um sér en brást á lokakaflanum þegar leikmenn misstu einbeit- inguna og fóru að reyna sjálfir í stað þess að spila áfram sem lið. Slök markvarsla í fyrri hálfleik hafði líka sitt að segja. Guðmund- ur Guðmundsson, þjálfari Fram, var fjúkandi ósáttur við dómar- ana í leikslok. „Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks henda þeir okkur af velli fimm sinnum fyrir litlar sem engar sakir og það var ein- fadlega of mikið,“ sagði Guð- mundur þungur á brún en hann hefur ekki góða reynslu af þeim Gísla Hlyni Jóhannssyni og Haf- steini Ingibergssyni í vetur. „Þeir dæmdu líka á móti KA og það var sami pakkinn og í dag. Þeir eru að dæma þvílíkt í hag með heimalið- inu. Það er óþolandi.“ Þeir Gísli og Hafsteinn voru vissulega ömurlegir í leiknum en þó hallaði jafnt á bæði lið lengst- um. Fáranleg spjaldagleði þeirra undir lok leiks var þó punkturinn yfir i-ið en framganga þeirra var með ólíkindum og þá sérstaklega Gísla. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var mun kátari en Guðmundur eins og búast mátti við. „Þetta var engin dómarask- andall. Langt frá því. Þeir dæmdu gegn okkur í fyrri og þeim í seinni. Þetta var hörkuleikur eins og þeir eiga að vera í toppbaráttunni. Það var sterkt að klára þetta á enda- sprettinum þar sem Framarar hafa verið góðir að klára jafna leiki.“ henry@frettabladid.is Pálmar sá um Framara Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson sá til þess að Valur hefði betur gegn Fram í Laugardalshöllinni í gær. Þjálfari Fram var ósáttur við dómgæsluna. FANNAR FRÁBÆR Hinn stórefnilegi Fannar Friðgeirsson átti frábæran leik í gær og bar uppi sóknarleik Vals lengi vel. Hann skorar hér eitt sjö marka sinna í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK DHL-deild karla: VALUR-FRAM 27-24 (12-13) Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 9/5, Fannar Frið- geirsson 7, Hjalti Pálmason 4, Kristján Karlsson 2, Þórir Júlíusson 2, Ingvar Árnason 2, Mohamamdi Loutoufi 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 25/1. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 4/1, Björg- vin Björgvinsson 3, Sigfús Sigfússon 3, Stefán Baldvin Stefánsson 3, Sverrir Björnsson 2, Þorri Björn Gunnarsson 2, Sergey Serenko 2, Jón Björg- vin Pétursson 2/1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 13, Magnús Erlendsson 1/1. ÍBV-KA 32-32 Ekki barst skýrsla frá Eyjum. HAUKAR-STJARNAN 28-28 Mörk Hauka: Árni Þór Sigtryggsson 9, Jón Karl Björnsson 5, Gísli Jón Þórisson 4, Freyr Brynjars- son 3, Andri Stefan 3, Halldór Ingólfsson 3, Sam- úel Ívar Árnason 1. Mörk Stjörnunnar: Tite Kalandadze 8, Kristján Kristjánsson 8, Patrekur Jóhannesson 4, Björn Friðriksson 2, Arnar Theodórsson 2, Björn Óli Guðmundsson 2, Gísli Björnsson 1, Þórólfur Niel- sen 1. STAÐA EFSTU LIÐA: VALUR 9 7 0 2 272-247 14 FRAM 10 6 2 2 263-252 14 ÍR 9 5 1 3 313-285 11 FYLKIR 10 5 1 4 264-246 11 HAUKAR 7 5 1 1 211-187 10 AFTURELD. 10 4 2 4 259-258 10 KA 10 4 3 3 269-269 11 ÞÓR AK. 10 3 3 4 277-282 9 STJARNAN 9 3 2 4 240-231 7 FH 10 3 1 6 278-280 7 SELFOSS 9 3 1 5 256-285 7 HK 9 3 1 5 254-261 7 ÍBV 10 3 1 6 292-334 7 VÍK/FJÖLN. 10 2 1 7 260-291 5 Umspil HM: ÁSTRALÍA-ÚRÚGVÆ 1-0 1-0 Marco Bresciano (35.). Ástralía vann í vítakeppni og fór áfram. TÉKKLAND-NOREGUR 1-0 1-0 T. Rosicky (35.) Tékkland komst áfram. TYRKLAND-SVISS 4-2 0-1 Frei, víti (2.), 1-1 Tuncai (25.), 2-1 Tuncai (38.), 3-1 Ates (52.),3-2 M. Streller (83.), 4-2 Tugay (89.). Sviss tryggði sér sæti á HM. SLÓVAKÍA-SPÁNN 1-1 1-0 Holosko (49.), 1-1 David Villa (70.). Spánn tryggði sér sæti á HM. BAREIN-TRÍNIDAD & TÓBAGÓ 0-1 Lawrence (49.). Trínidad komst áfram. Iceland Express-deild kvk: KEFLAVÍK-ÍS 74-66 ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.