Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 2
2 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR ������� �������������� ���������� �������������� ����������������������������������� � � ���������������������������������� ����������������������������� � � ��������������������������� ����� �� � � � � � ���������� ��� � � � � � � � � ��� � ���� ������������������������������������������������������ ������������������������������������������������� � � � ������������������������������� ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� EFNAHAGSMÁL Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, segir að iðnaðar- mönnum finnist óréttlæti felast í samkomulaginu sem verkalýðs- hreyfingin náði við stjórnvöld og atvinnurekendur innan Forsend- unefndarinnar. Samkomulagið byggist á því að leiðrétta laun það sem af er samningstímanum og út næsta ár og er þessu meðal annars safnað saman í eingreiðslu upp á 26 þúsund krónur. Guð- mundur bendir á að útborgunin í desember ráðist af því hversu lengi starfsmaðurinn hefur unnið á viðkomandi vinnustað. „Þetta gerum við athugasemd- ir við. Margir iðnaðarmenn hafa skipt um vinnustað á þessu ári og margir þeirra fá bara hluta af eingreiðslunni. Við teljum að allt að þrjátíu prósent iðnaðarmanna fái lítið sem ekkert út úr þessu, sérstaklega í byggingageiranum því að margir þeirra hafa flutt sig á milli vinnustaða á árinu. Að öðru leyti erum við sáttir við þetta samkomulag,“ segir Guð- mundur. Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélagsins á Húsavík, segist vera ánægður með aðkomu stjórnvalda að mál- inu, bæði atvinnuleysisbætur og örorkubyrðina, aukið framlag til starfsmenntunar og tímabær lög um starfsmannaleigur. Aðalsteinn segist hins vegar vera „bullandi óánægður“ með launahækkun upp á 0,65 prósent í ársbyrjun 2007 og telur framlag atvinnurekenda „til háborinnar skammar“. Þegar við sömdum um kostnaðarauka sömd- um við um 15,7 prósent en aðrir fóru upp í allt að þrjátíu prósent. 20 til 22 prósent hefði verið sann- gjarnt fyrir okkur,“ segir hann. „Ég held að þetta samkomu- lag sé eitthvað sem allir hljóta að vera glaðir yfir því að það tryggir áframhaldandi frið á vinnumark- aði. Menn geta mótmælt því en það hefur enga efnislega þýðingu. Þetta þýðir aukinn kostnað fyrir fyrirtækin en ég geri ekki ráð fyrir að það breyti miklu. Ef þetta samkomulag hefur einhver áhrif á verðbólguna þá er það til lækk- unar. Ég held að það sé ein af þeim forsendum sem þarf til að hér ríki viðunandi stöðugleiki á næstu tveimur árum,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Greiningardeild Landsbankans. Forystumenn félaga innan Starfsgreinasambandsins hittust á miðstjórnarfundi í gær og hitt- ast aftur í dag. Búast má við að niðurstaða Forsendunefndarinnar komi til umræðu á þeim fundum. ghs@frettabladid.is Ósáttir við að fá ekki eingreiðsluna Forystumenn iðnaðarmanna eru óánægðir með samkomulag ASÍ og SA. Formað- ur Rafiðnaðarsambandsins telur að aðeins þriðjungur iðnaðarmanna fái eitthvað af eingreiðslunni. Aðalsteinn Baldursson á Húsavík er „bullandi óánægður“. ÁNÆGJA OG ÓÁNÆGJA Forystumenn iðnaðarmanna hafa lýst yfir óánægju sinni með framlag atvinnurekenda eftir samkomulagið innan Forsendunefndarinnar en eru ánægðir með framlag ríkisins. Hér sjást þeir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HRYÐJUVERK Hópi Ísraela sem dvaldi á Radisson SAS hótelinu í Amman, höfuðborg Jórdan- íu, virðist hafa verið forðað út af hótelinu skömmu áður en sprengja sprakk þar fyrir viku. Alls létust 57 manns í árásum á þrjú hótel í borginni að kvöldi 9. nóvember. Þetta kom fram í ísraelska blaðinu Haaretz á dögunum en af einhverjum ástæðum var fréttin dregin til baka nokkru síðar. Sam- kvæmt fréttinni barst hópnum aðvörun frá jórdönskum leyniþjón- ustumönnum og var mönnunum fylgt yfir landamærin til Ísraels. Amos N. Guiora, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna í Ísrael, staðfesti fregn Haaretz í samtali við blaðamann Los Ang- eles Times. „Þetta þýðir að mjög áreiðanlegar vísbendingar hafa legið fyrir um hvað var í aðsigi. Nú þarf hins vegar að svara þeirri spurningu hvers vegna aðrir sem voru í byggingunni voru ekki aðvaraðir líka.“ Adnan Badran, forsætisráð- herra Jórdaníu, greindi frá því í gær að kona sem sökuð er um að hafa átt aðild að tilræðunum hafi ekki verið handtekin í Amman heldur í bænum Salt í norðaust- urhluta landsins en þar hafði hún leitað ásjár ættingja. - shg VIKU SÍÐAR Jórdönsk kona veifar þjóðfánanum og mynd af Abdullah konungi í friðargöngu sem haldin var í Amman í gær. Vika er liðin frá tilræðunum mannskæðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vika liðin frá hryðjuverkaárásunum á hótelin í Amman: Ísraelar voru varaðir við árásunum SVEITARSTJÓRNARMÁL „Við ætlum okkur að ná meirihluta og telj- um það vera raunhæft mark- mið,“ segir Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn í Reykja- nesbæ hafa ákveðið að bjóða sam- eiginlega fram til bæjarstjórnar- kosninga í maí á næsta ári. Að sögn Eysteins er mikill mál- efnalegur samhljómur með flokk- unum tveimur. „Við höfum ákveð- ið að bjóða óflokksbundnum að ganga til liðs við þennan lista. Til- lagan var samþykkt samhljóða,“ segir Eysteinn. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að auglýsa eftir fólki á list- ann. Henni ber að skila niðurstöðu fyrir byrjun febrúar. Listinn þarf svo að hljóta blessun beggja flokk- anna áður en hann verður form- lega lagður fram. Meðal helstu stefnumála hins sameinaða lista verður uppbygg- ing atvinnulífs á svæðinu ásamt bættum hag barnafóks og eldri borgara. Einnig stefnir listinn að því að tekinn verði upp, í skrefum, gjaldfrjáls leikskóli í Reykjanes- bæ. „Málefnavinnan er hafin nú þegar og hugmyndin er að hún verði sem opnust og þannig sæki óflokksbundnir einnig til okkar,“ segir Eysteinn. - saj LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ Framsóknarflokkur og Samfylking í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til sveitarstjórnar í vor. Samfylking og Framsóknarflokkur í sameiginlegu framboði í Reykjanesbæ: Bjóða óflokksbundnum með EVRÓPUSAMBANDIÐ Sé öryggi ábótavant í flugvélum sem um Evrópu fljúga í framtíðinni verð- ur viðkomandi flugfélagi bann- að að fljúga til eða frá álfunni. Evrópuþingið samþykkti ályktun þess efnis í vikunni. Í ályktuninni var auk þess kveðið á um að settur yrði saman bannlisti yfir þau flugfélög sem þykja ekki standast allar kröf- ur um öryggi og öryggisbúnað í vélum sínum. Flugfélögum sem ekki virða þær reglur veri mein- að að fljúga í evrópskri lofthelgi og nöfn þeirra gerð opinber. Aðrar stofnanir ESB þurfa að fjalla um málið og því ekki sjálfgefið að málið nái fram að ganga. ■ Evrópusambandið ályktar: Svartur listi yfir flugfélög AKUREYRI Snjóframleiðsla hófst á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri í gærmorgun og stóð framleiðsla á skíðasnjó fram á kvöld. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir búnaðinn hafa reynst mjög vel og aðstæður til snjóframleiðslu hafi verið eins og best verði á kosið; logn og átta gráðu frost. „Við vorum að bæta við snjó þar sem lítill snjór var fyrir ef ske kynni að hláka brysti á en snjóframleiðslan markar kaflaskil fyrir skíða- og snjóbrettaunnendur á Akureyri,“ segir Guðmundur Karl. - kk Hlíðarfjall við Akureyri: Byrjaðir að framleiða snjó STAÐARHALDARINN Í HLÍÐARFJALLI Kostn- aður við snjóframleiðslukerfið nemur 107 milljónum króna. SPURNING DAGSINS Ragnar, á þetta mál eftir að sigla í gegn? „Ég á von á því að það geri það hægt og bítandi.“ Ragnar Aðalsteinsson ver trillusjómann sem var dæmdur fyrir brot á fiskveiðilöggjöf en hefur skotið máli sínu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. FINNLAND Gísli Ingi Gunnarsson var nú í vikunni dæmdur í tveggja ára og eins mánaðar fangelsi fyrir þjófnað, innflutning og sölu á eiturlyfjum í Finnlandi. Gísli var annar tveggja höfuð- paura sem stóðu í innflutningn- um. Þetta kom fram í finnska dagblaðinu Keskisuomalainen. Gísli var dæmdur fyrir rétti í borginni Jyväskylä í Mið-Finn- landi fyrir að hafa ásamt tveimur félögum sínum flutt hass og önnur fíkniefni til landsins frá Hollandi, samtals rúmlega fimm kíló, frá nóvember 2004 fram í mars 2005 og selt í Finnlandi. Gísli var jafnframt dæmdur til að greiða fimmtán þúsund evrur eða sem samsvarar ríflega einni milljón króna vegna þjófnaðar á vörum. Samkvæmt upplýsingum Kesk- isuomalainen afplánar Gísli nú í fangelsi í Finnlandi. - ghs Íslendingur í Finnlandi: Dæmdur fyrir fíkniefnasmygl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.