Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 60

Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 60
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi, Reykhúsum 4c, Eyjafjarðarsveit, andaðist að morgni 11. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Munkaþverárkirkju- garði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Eiríkur Rafnsson Bryndís Snorradóttir Helgi Rafnsson Hjördís Magnúsdóttir Emilía Rafnsdóttir Gauja Rúnarsdóttir ömmubörn og systkini Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dagbjört Elíasdóttir Vogatungu 61, sem lést að heimili sínu þann 8. nóvember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Ágúst Bjarnason Margrét Sigmundsdóttir Sigrún Jónína Sigmundsdóttir Einar Sveinsson Sigmundur Örn Sigmundsson Dagbjört Erna Sigmundsdóttir Jóhann Grétarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Gunnars Sigurgeirssonar Austurvegi 5, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar. Sigurrós Benediktsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Ragnar Ragnarsson Sigurrós Ragnarsdóttir Gunnar Ólafur Ragnarsson www.steinsmidjan.is MERKISATBURÐIR 1869 Suez-skurðurinn er opnaður. 1913 Fyrstu íslensku fréttamynd- irnar birtast í Morgunblað- inu. 1938 Vikublaðið Vikan kemur út í fyrsta sinn. 1940 Akureyrarkirkja er vígð. 1983 Mikligarður, stærsta verslun Íslands, er opnuð í Reykja- vík. 1988 Linda Pétursdóttir er kosin Ungfrú heimur. 2003 Arnold Schwarzenegger er svarinn í embætti ríkisstjóra Kaliforníu. Á þessum degi árið 1839 var fyrsta ópera ítalska tónskáldsins Giuseppe Verdi, Oberto, conte di San Bonifacio, frumsýnd í La Scala óperunni í Mílanó. Verk- inu var vel tekið og Verdi var þá strax fenginn til að skrifa þrjár óperur til viðbótar fyrir La Scala. Þrjú ár liðu þó þar til næsta verk Verdis var flutt á fjölum óperunnar en það var Nabucco sem varð geysivinsælt. Fleiri óperur fylgdu í kjölfarið. Verk eins og Il Trovatore, La Traviata, Aída og Óþelló. Verdi fæddist árið 1813 í Parma. Faðir hans rak öldurhús en Verdi sýndi snemma mikla hæfileika á tónlistarsviðinu. Átján ára að aldri fékk hann styrk til að nema í Mílanó. Þó að hann fengi ekki inni í aðaltón- listarskólanum þar vegna hás aldurs lærði Verdi tónsmíðar í einkatímum. Síðustu verk Verdis voru óperurnar Óþelló sem hann lauk 73 ára aldri, og Falstaff sem frumsýnd var árið 1893 þegar Verdi var áttræður. Verdi lést í Mílanó árið 1901. ÞETTA GERÐIST > 17. NÓVEMBER 1839 Fyrsta ópera Verdis frumsýnd GIUSEPPE VERDI AFMÆLI JARÐARFARIR 13.00 Birgir Davíð Kornelíus- son verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni, Hátúni 2. 13.30 Edda Eiríksdóttir, frá Kristnesi, Reykhúsum 4c, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju en jarðsett verður í Munkaþverárkirkjugarði. AUGUSTE RODIN (1840-1917) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég finn ekkert upp, ég enduruppgötva.“ Auguste Rodin var franskur myndhöggvari. Hugsuðurinn er meðal frægustu verka hans. ANDLÁT Ágúst Guðbrandsson, frá Stígs- húsi, Stokkseyri, lést sunnudaginn 13. nóvember. Carla Pizarro Fernadez lést sunnudaginn 13. nóvember. Erlendur Guðni Erlendsson, frá Helgastöðum, Krummahólum 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 30. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Jónsdóttir Kolka er látin. Petra Mogensen, Miðleiti 5, lést laugardaginn 12. nóvember. Róbert Þór Ragnarsson, Hveralind 6, Kópavogi, lést mánudaginn 14. nóvember. Björn Davíðsson þróunarstjóri Snerpu á Ísafirði er 42 ára Anna Líndal myndlistarmaður er 48 ára Kristín Jóhannesdóttir kvikmynda- gerðarmaður er 57 ára. Um þessar mundir fagna Alfa-konur því að 30 ár eru liðin frá því að Delta Kappa Gamma samtökin hófu starf- semi á Íslandi. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg sam- tök sem stofnuð voru í Aust- in í Texas í Bandaríkjunum árið 1929 af tólf konum. Markmið þeirra var að bæta faglega menntun sína og annarra kvenna. Árið 1975 stofnuðu svo íslenskar konur Alfa deild sem heyrir undir samtökin í Austin. Nú starfa 35 konur í deildinni og hafa ellefu þeirra starfað frá upphafi. „Þetta er sem sagt alþjóð- legt félag kvenna í fræðslu- störfum,“ segir Herdís Egilsdóttir, meðstjórnandi í Alfa deild. „Og það sem er kannski sérstakt við þetta félag fram yfir önnur félög er að saman í hverri deild er reynt að hafa kennara frá öllum skólastigum, allt frá leikskóla og upp í háskóla. Konur geta þó ekki bara gengið inn því að það er valinn inn í félagið fulltrúi fyrir hvert stig og stærstu deildirnar eiga aldrei að vera stærri en svo að þær komist ekki fyrir í heima- húsi,“ útskýrir Herdís. Nú eru starfandi 140 þús- und konur í Delta Kappa Gamma deildum víðs vegar um heiminn. Svo eru hald- in Evrópuþing og jafnvel heimsþing þar sem kven- skörungarnir hittast. En hvernig láta þær svo til sín taka? „Til dæmis höfum við lesið þingsályktanatillögur um menntamál og komið með athugasemdir við þau atriði sem betur mega fara á framfæri við ráðherra, þingmenn og aðra sem málið varða,“ segir Herdís. „Svo höfum við skrifað nokkuð í blöðin um þessi málefni en það sem snýr að alþjóðlega starfinu, að þá veita samtök- in konum styrk víðs vegar um heim til framhaldsnáms. Sá styrkur kemur ekkert síður í hlut konu sem er ekki í félaginu. Okkur þykir vænt um þennan félagsskap og samneyti við þessar konur hefur reynst hverju okkar alveg ómetanlegt.“ Delta Kappa Gamma er heiti á þremur grískum stöf- um sem skammstafa nafnið „Konur í lykilhlutverkum“ sem er hið eiginlega heiti samtakanna. DELTA KAPPA GAMMA Á ÍSLANDI: 30 ÁRA Konur í lykilhlutverkum KONUR Í LYKILHLUTVERKUM Stjórnarmenn Alfa deildar halda upp á áfangann. Marta Guðjónsdóttir, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Herdís Egilsdóttir, Þóra Kristinsdóttir og Margrét G Schram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðný Bjarnadóttir ljós- móðir heldur fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgar- viðbrögð, í Fossvogskirkju í kvöld klukkan 20. Fyrir- lesturinn nefnist Barnið sem ég kynntist ekki, og fjallar um fósturmissi og andvanafæðingar. Að sögn Auðar Ingu Einarsdóttur, talsmanns Nýrrar dögun- ar, hefur lítið verið fjallað um þetta málefni á vegum samtakanna og tími til kominn að beina sjónum að sorginni sem fylgir því að missa fóstur eða fæða and- vana barn. Samtökin Ný dögun voru stofnuð 1987 og stóðu hjón- in Jóna Dóra Karlsdóttir og Guðmundur Árni Stef- ánsson, nú sendiherra, að stofnun þeirra ásamt fleira fólki. Í hverjum mánuði eru haldnir fyrirlestrar á vegum samtakanna um til- tekið efni sem tengist sorg- inni á einhvern hátt. Í næsta mánuði verður sjónum beint að sorginni í tengslum við jólahátíðina en einmitt þá knýr sorgin víða dyra enda sækja minn- ingarnar að á hátíð ljóss og friðar. Ný dögun – samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Fósturmissir og andvana fæðingar DUFTREITUR Í FOSSVOGSKIRKJUGARÐI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.