Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 30
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR30 TAKTU NÆSTA SKREF ALLT A‹ LÁNS HLUTFALL 75%LÆGRILÁNTÖKU KOSTNA‹UR fiEKKING & fiJÓNUSTA Frjálsi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtækjum og einstaklingum til kaupa á atvinnuhúsnæ›i. Lánin eru ver›trygg› og geta numi› allt a› 75% af kaupver›i fasteignar. fiú velur hús- næ›i› sem hentar flér – okkar markmi› er a› veita framúrskarandi fljónustu á sann- gjörnum kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. fiú vinnur betur í eigin húsnæ›i! ATVINNUHÚSNÆ‹ISLÁN Á nýliðnu þingi Norðurlanda- ráðs voru samþykktar grund- vallarbreytingar á norrænu menningarsamstarfi. Ákveðið var að leggja niður á einu bretti miðstöðvar á sviði tónlistar, bók- mennta, sviðslista og myndlistar sem um árabil hafa gegnt marg- víslegum hlutverkum í norrænu menningarlífi. Þær hafa m.a. verið tengiliður norrænna lista- manna og samstarfsvettvangur þeirra, auk þess að halda utan um stóran hluta norræna sjóða- kerfisins. Þær hafa hver með sínum hætti verið nokkurs konar útverðir norræns menningar- samstarfs þar sem listamenn og fagmenn innan listheimsins geta treyst því að tungumál þeirra skiljist og jafnframt að unnið sé út frá þeim veruleika sem menn- ingin er sprottin úr. Ekki út frá tilskipunum að ofan heldur líf- rænu samspili menningar og samfélags á hverjum tíma. Vissulega hefur misvel tekist til í starfinu hingað til og margt sem þarfnast endurskipulagning- ar eigi miðstöðvarnar að standa undir nafni. En hugmyndin er góð og hreint engin tilviljun: Með því að stofna slíkar miðstöðvar og setja þær í hendur fagmanna úr viðkomandi listgreinum hvarf fyrirgreiðslupólitík nánast úr sögunni og hægt var að byggja upp samfellu í starfi óháð duttl- ungum ráðamanna. Þar með var sömuleiðis hægt að byggja upp marktækan gagnabanka og aðgengileg tengslanet, byggð á virkum samskiptum og þeim veruleika sem menningin er sam- ofin. Það hefði því verið ögrandi og jafnframt sjálfsagt verkefni fyrir Norrænu ráðherranefndina að endurskipuleggja þessar mið- stöðvar í þeim tilgangi að gera góða hugmynd ennþá betri. Nýta það sem vel var gert í samhengi við nýjar vinnuaðferðir og breytt viðhorf. Sýndarsamvinna Undirritaður hefur, ásamt fulltrúum norrænna listbanda- laga, fylgst með þessu ferli und- anfarna mánuði, eða allt frá því Per Voetman, talsmaður nefnd- arinnar sem skipuð var til að endurskoða norrænt menningar- samstarf, kallaði okkur til fund- ar við sig í Kaupmannahöfn í júní síðastliðnum. Áður hafði hann heimsótt Norðurlöndin öll, kynnt tillögur nefndarinnar og kallað eftir ábendingum fagaðila. Og það vantaði ekki ábendingarnar. Á fundinum í Menningarráðu- neytinu í Kaupmannahöfn var komið inn á ótal gagnrýniverða þætti í tillögunum. Ekki síst hvernig hið svokalla „armslengd- ar“ prinsipp, sem gengur út á að stjórnmálamenn séu ekki með puttana í faglegum úthlutunum, var þar þverbrotið. Í framhaldi af fundinum var skilað inn end- anlegri greinargerð sem undir- ritað var af tugum fagfélaga og regnhlífasamtaka listamanna á Norðurlöndunum, þar sem allt kapp var lagt á málefnalega gagnrýni og raunhæfar tillögur til úrbóta svo hér yrði ekki til enn eitt menningarslysið vegna vanhugsaðra aðgerða yfirvalda. Það er skemmst frá því að segja að þegar málið var lagt fyrir í sinni endanlegu mynd á þingi Norðurlandaráðs á dögun- um, hafði ekkert breyst frá upp- haflegum tillögum. Ekki hafði verið gerð ein einasta breyting byggð á ábendingum, gagnrýni og tillögum þeirra sem best til þekkja. Það hafði m.ö.o. ekki verið tekið tillit til eins einasta orðs af því sem norrænir fag- menn höfðu um málið að segja. Í stað þess að byggja upp var ákveðið að leggja niður. Það var, líkt og margt annað um þessar mundir, gert í nafni skilvirkni og einföldunar. Einföldun er það svo sannarlega, því samkvæmt nýju fyrirkomulagi mun einn sameig- inlegur sjóður koma í stað allra miðstöðva og í hann munu lista- menn og menningarstofnanir geta sótt, hafandi fyllt út viðeig- andi eyðublöð. Úthlutanir verða í höndum stjórnmála- og emb- ættismanna í sýndarsamvinnu við fagmenn í listum sem nýttir verða til friðþægingar eftir hent- ugleikum. Allt sem heitir upplýs- ingamiðlun um norræna menn- ingu, gagnabankar, tengslanet og samstarfsvettvangur mun jafnframt heyra sögunni til og uppsafnaðri þekkingu gefið langt nef. Aftur til fortíðar Með hreinni og klárri vald- beitingu hafa stjórnmálamenn hér með tryggt sér beinan aðgang að öllu því fjármagni sem veitt verður til norrænna verkefna á sviði tónlistar, bókmennta, sviðs- lista og myndlistar um ókomna tíð. Í því felst hin raunverulega „hagræðing“. Í stað þess að láta fagfólk og einstaklinga með reynslu af listsköpun í samtím- anum um að vega og meta hvar fé nýtist best hverju sinni, hafa pól- itíkusar ákveðið að taka málin í sínar hendur og hverfa þannig, ásamt embættismönnum sínum, áratugi aftur í tímann. Til fyrir- komulags þar sem listamenn og listnjótendur búa við geðþótta- ákvarðanir einstaklinga sem virðast upplifa lista- og menn- ingarstarfsemi sem illa nauðsyn og í besta falli sem nothæft kok- teilboð í hinum eilífa kosninga- undirbúningi sem líf þeirra er. Sú aðferð sem hér er beitt til að tryggja valdhöfum „rétta“ útkomu, er á góðri leið með að yfirtaka alla stjórnsýslu. Stjórn- mála- og embættismenn taka æ oftar einhliða ákvarðanir í málum sem þeir hafa litla sem enga reynslu af en setja síðan á svið eitthvert sjónarspil sem kennt er við samráð. Listamenn hafa ítrekað fengið að kynnst þessum leikaraskap að undan- förnu og er skemmst að minn- ast forkastanlegra vinnubragða í kringum ráðstefnuhöllina sem kennd er við Tónlistarhús og nú síðast lokun Listdansskóla Íslands þar sem menn eru í báðum tilvikum að horfa upp á meingallaðar framkvæmdir. Þá fyrri litaða af sýndarsamráði við tónlistarmenn, þá seinni af yfirgangi ráðherra og síðan inn- antómum loforðum um samráð – eftir á. Smákóngar í ráðuneytum Blekkingarleikur stjórnmála- og embættismanna í nafni hins svokallaða lýðræðis sem heita á ríkjandi á Norðurlöndunum er orðinn ákaflega leiðgjarn svo ekki sé meira sagt. Það heyrir orðið til fágætra undantekninga að valdhafar telji sig í þjónustu þjóðar og hlusti eftir því sem þar er að finna, hvort sem er í formi málefnalegrar gagnrýni eða fag- legra ábendinga þeirra sem best þekkja til. Það er líkast því að sú bylting sem orðið hefur í valda- hlutföllum á sviði efnahagsmála á undanförnum árum hafi vegið svo að áhrifamætti stjórnmála- manna að þeir leiti nú allra mögulegra og ómögulegra leiða til að gera sig gildandi. Þetta nýjasta útspil; að opna fyrir bein afskipti yfirvalda af norrænni sköpun og liststarf- semi, ætti að gefa smákóngun- um innan ráðuneytanna auknar vonir. Vísast kominn tími fyrir þá að setja teinóttu fötin í hreins- un, því framundan eru ótal flug- eldasýningar og opnunarhátíðir stjórnskipaðra uppákoma sem menningardindlar stjórnsýslunn- ar geta baðað sig í sem persónu- legir velgjörðarmenn og hálfguð- ir. Rétt eins og þeir væru sjálfur hundraðkallinn Björgólfur í ham. Verði þeim að góðu. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Lige som den Bjorgolfur, altso! UMRÆÐAN NORRÆNT MENN- INGARSAMSTARF ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Í stað þess að láta fag- fólk og einstaklinga með reynslu af listsköpun í samtímanum um að vega og meta hvar fé nýtist best hverju sinni, hafa pólitíkusar ákveðið að taka málin í sínar hendur og hverfa þannig, ásamt embættismönnum sínum, áratugi aftur í tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.