Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 46
[ ] SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* ���������������� �������������������� ����������������������� �������������������������� ��������� ����������������������������� �������������������� ���������������������� ������������� Hafnarstræti 106, Akureyri, sími 462 4010 Ármúli 15, Reykjavík, 588 8050 • Grímsbæ v/Bústaðarveg S: 588 8488 Gott úrval af fallegum peysum. Nýkomið: Buxur, peysur, toppar. -20% afsláttur á öllum fatnaði til jóla. Enginn býður betur!! Dreifingaraðili Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Magaæfingar er auðveldlega hægt að gera heima hjá sér og þær þurfa ekki að taka langan tíma. Æfingarnar skila sér fljótlega í stinnari magavöðvum. og grennra mitti. Kadri Hint líkamsræktarþjálf- ari kennir námskeið í World Class sem ber heitið Nia. Nia stendur fyrir „Neuromuscular Integrative Action“ og er nýtt byltingarkennt æfingakerfi sem ræktar bæði líkama og huga. Kadri Hint er lærður danshöfund- ur og kemur frá Tallin í Eistlandi. Kadri hefur starfað á Íslandi við danskennslu og sett upp fjöl- margar sýningar á Broadway. Nú hefur Kadri snúið sér að því að kenna Nia og eru námskeiðin nýhafin. „Líkami okkar er ekki bara vöðvarnir,“ segir Kadri. „Líkaminn er líka taugakerfið, tilfinningarnar og hugurinn. Nia ræktar allar hliðar líkamans. Með Nia ertu ekki eingöngu að pumpa vöðva í þeim tilgangi að líta vel út heldur ertu að fá ánægju út úr hverri hreyfingu.“ Debbie og Carlos Rosas eru höf- undar Nia. Þau hafa komið fram í mörgum þekktum sjónvarps- og útvarpsþáttum og hefur æfinga- kerfið hlotið mikla athygli. Nia hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum, Norðurlönd- unum og meginlandi Evrópu og með hjálp Kadri hefur Nia-æðið náð upp á Íslandsstrendur. Í Nia er tekið það besta af því besta og blandað saman í nýtt æfingakerfi. Nia er þróaðasta tegundin af svo- kölluðu „Fusion fitness“. Æfinga- kerfið er það eina sinnar tegundar sem blandar saman því besta úr níu mismunandi æfingakerfum, sjálfsvarnar- og bardagaíþrótt- um, heilunaraðferðum, dans- íþróttum og andlegum hugar- og sjálflækningaaðferðum. „Hér er blandað saman því besta frá aust- ræna og vestræna heimunum,“ segir Kadri. „Þetta eru vandlega valdar hreyfingar sem hjálpa þér að komast í toppform ásamt því að næra andann og gerir þig ánægða með eigin líkama.“ Kadri segir það skipta hana miklu máli að hreyfing sé skemmtileg og áhugaverð. „Í hreyfingunni finnum við heilsuna. Við viljum koma okkur í form og ná líkam- legri og andlegri heilsu,“ segir Kadri. „Fólk sem er ekki í þjálfun getur byrjað að æfa Nia og byggt upp þol og hreysti eftir sínum eigin þörfum eftir því hvað lík- ami þeirra þarfnast. Fólk er ekki að reyna að halda í við þjálfarann heldur finnur hver og einn hvað hentar sér,“ segir Kadri. Nia-æfingakerfið sameinar styrk- leika vöðvanna og agaða dansleikni sem stuðlar að sjálfslækningu og heilun. Kadri segir nýjungina sem fylgir Nia vera þá að fólk læri að hlusta á líkama sinn og læri að nota bæði hið sjónræna og hið hljóðræna til að fá enn meira út úr æfingunum. „Til dæmis þegar við spörkum, við sjáum menn í austrænum bíómyndum sparka og gefa frá sér öskur. Ef við notum röddina á þennan máta þá erum við að gefa æfingunni meira gildi,“ segir Kadri. „Þetta er ekki bara losun um tilfinningar heldur ertu á sama tíma að anda frá, og þar með að anda rétt, og röddin þjálfar líka magavöðvana og veit- ir stuðning fyrir bakið um leið og sparkið er tekið.“ Kadri byrjaði að kenna Nia í World Class fyrir tveimur vikum og hún segir fólk enn vera pínu- lítið feimið að prófa þessa nýjung. „Þetta hentar öllum aldurshópum. Ég fékk eina fimmtuga konu í tíma til mín um daginn og hún var mjög ánægð.“ Þeir sem eru forvitnir um Nia ættu ekki að vera feimnir að kíkja til Kadri og geta verið vissir um að móttökurnar verða góðar. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Nia geta skoðað heimasíðuna http://nia-nia.com/ johannas@frettabladid.is Besta af því besta með Nia Kadri Hint kennir Nia líkamsrækt í World Class. Nia er svokallað Fusion fitness sem blandar saman mismunandi formum hreyfingar og ræktar bæði líkama og sál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.