Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 81
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 57 P & Ó internet.is/po FÓTBOLTI „Þetta eru kannski ein- hver viðbrigði fyrir leikmennina en þetta er það sem ég þekki af reynslu minni sem þjálfari síðustu ár. Þetta er álag sem vissulega jafnast á við það sem er í Noregi en það er ekki hægt að geyma sig á bak við það að þeir séu atvinnu- menn en við ekki. Það þarf þá bara að leggja aðeins meira á sig,“ segir Teitur Þórðarson, þjálfari KR, sem lætur sína menn æfa átta sinnum í viku - sem er álag sem hefur tæpast þekkst hér á landi á þessum árstíma. „Það er fullt af mönnum hérna sem dreymir um að komast út í atvinnumennskuna og ég ætla að hjálpa þeim til þess. Þetta er liður í því,“ segir Teitur. Leikmenn KR eiga frí um helgar en þurfa að vera mættir á lyftingaæfingu strax kl. 6.30 á mánudagsmorgnum. Morgunæf- ingar eru einnig á þriðjudögum og fimmtudögum en síðan eru bolta- æfingar síðdegis alla virka daga sem eru að lágmarki níutíu mín- útna langar í hvert skipti. Á þriðjudagsmorgnum bíður leikmannanna klukkustundar- langt útihlaup þar sem hlaupnir eru á bilinu 12-14 kílómetrar í hvert skipti en á fimmtudags- morgnum eru lyftingar, rétt eins og á mánudögum. Samkvæmt óvísindalegri könnun Fréttablaðsins er þetta helmingi meira æfingaálag en hjá öðrum félögum í efstu deild, en flest eru þau að æfa 4-5 sinnum í viku þar sem hlaup og fótbolti eru í fyrirrúmi. „Þetta var kannski erfitt í byrjun en þetta venst fljótt og mér finnst hugarfar leikmanna til fyrirmyndar,“ segir Teitur, sem áætlar að halda þessu álagi fram í miðjan febrúar, en þá er fyrirhugað að liðið fari í æfinga- ferð erlendis. Upp frá henni munu áherslurnar á æfingum síðan breytast. Bjarnólfur Lárusson, einn af leikmönnum KR, segir að slíkt æfingaálag sé af hinu góða og að leikmenn séu almennt mjög ánægðir með störf Teits. „Þetta er nú líklega mesta æfingaálag sem ég hef lent í hér á Íslandi en það er lítið mál að vakna aðeins fyrr þrisvar í viku,“ segir Bjarnólfur. „Teitur er gríð- arlega fær þjálfari sem ætlar að koma okkur í mjög gott ástand fyrir næsta tímabil og ef hann telur að þetta sé ein aðferðin til þess þá er það hið besta mál. Við leikmennirnir treystum honum fullkomnlega.“ vignir@frettabladid.is KR æfir átta sinnum í viku Teitur Þórðarson byrjar með látum í starfi sínu sem þjálfari KR og lætur læri- sveina sína æfa á við atvinnumannalið á Norðurlöndunum. HARÐSTJÓRI Teitur lætur lærisveina sína æfa mjög grimmt og ætlar sér að vera með það lið sem er í besta forminu á næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Steven Gerrard, hinn magnaði fyrirliði Liverpool, hefur greint frá því hvernig hann efað- ist um það í æsku hvort hann gæti nokkurn tímann orðið atvinnu- maður í knattspyrnu. Gerrard segist hafa verið seinþroska og smávaxnari en flestir jafnaldrar sínir og það hafi bitnað stórlega á sjálfstrausti hans. „Ég var alltaf lítill og hafði allt- af áhyggjur af því að ég hefði ekki líkamsburði til að ná sem lengst í boltanum. Ég átti mjög erfitt upp yngri flokkana, var mikið meidd- ur og þegar ég tók vaxtarkipp var ég alltaf að drepast í hnjánum og í bakinu. Það voru dagar sem ég fór heim, lagðist í rúmið og var við það að gefast upp,“ sagði Gerrard og bætti því við að það hefðu verið faðir hans og bróðir sem héldu honum við efnið. „Eldri bróðir minn vissi að ég hefði góða möguleika á að ná langt í fótbolta. Hann hvatti mig áfram.“ Þá kveðst Gerrard hafa verið slakur námsmaður. „Nám var aldrei mín sterkasta hlið svo að án fótbolta hefði ég líklega átt í erfiðleikum.“ - vig Steven Gerrard: Efaðist um eigin getu STEVEN GERRARD Einn besti leikmaður heims í dag efaðist um eigin getu fyrir rúmum áratug. FÓTBOLTI Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að koma Michaels Owen til Newcastle hafi reynst félaginu gríðarlega vel og telur hann að félagið og leikmaðurinn séu í raun sniðin hvort að öðru. „Owen var eftirsóttasti leik- maðurinn og Newcastle var liðið sem ætlaði að kaupa einhver stór nöfn. Newcastle vantaði marka- skorara, fékk Owen og vegna þess að hann kom náði félagið að sann- færa Luque um að koma líka,“ segir Mourinho. Jose Mourinho: Koma Owens gerði mikið Í STUÐI Michael Owen hefur verið duglegur að skora að undanförnu. FÓTBOLTI Franski miðjumaðurinn Lassana Diarra segir af og frá að hann sé ósáttur með lífið hjá Chelsea en hann kom til félagsins í sumar og hefur nánast engin tæki- færi fengið. Hinn tuttugu ára gamli Diarra þykir einn allra efnilegasti leikmaður Frakka en hann spilar í svipaðri stöðu og Patrick Vieira og Claude Makelele og hefur Diarra einmitt sagt að sá síðarnefndi sé hans helsta fyrirmynd. „Stjórinn hefur sagt mér að hann hafi mikla trú á mér og að ég eigi ekki að missa dampinn. Ég hef lagt mjög hart að mér síðan ég kom hingað og ætla einfaldlega að bíða eftir mínu tækifæri,“ segir Diarra. - vig Lassana Diarra hjá Chelsea: Ánægður að hafa komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.