Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 13
M F Í K
Undirrituð samtök vilja með sameiginlegri yfirlýsingu þessari vekja athygli ríkisstjórnar, sveitarstjórna,
stofnana, fyrirtækja og almennings á mikilvægi og sérstöðu vatns fyrir land, þjóð og lífríki. Þótt
enginn vatnsskortur sé á Íslandi þá er staðan önnur víðast hvar í heiminum. Gnótt vatns gefur því ekki
tilefni til skeytingarleysis af okkar hálfu. Þvert á móti ber okkur að færa lagaumgjörð um vatn í þann
búning að hún tryggi rétta forgangsröðun varðandi vatnsvernd og nýtingu og geti verið öðrum
þjóðum til fyrirmyndar. Hugsa verður til framtíðar og hafa almannahagsmuni og náttúruvernd að
leiðarljósi.
Vatn er takmörkuð auðlind og almannagæði sem er undirstaða alls lífs og heilbrigðis. Vatn er
frábrugðið öðrum efnum að því leyti að það finnst náttúrulega í föstu, fljótandi og loftkenndu formi
og er aldrei kyrrt á einum stað eða einu eignarlandi heldur á stöðugri hringrás um heiminn.
Undirrituð samtök telja að aðgangur að vatni sé grundvallarmannréttindi, eins og kveðið er á um í
samþykktum Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Sérhver maður á því rétt á aðgengi að
hreinu drykkjarvatni og vatni til hreinlætis og heimilishalds.
Líta ber á vatn sem félagsleg, menningarleg og vistfræðileg gæði sem ekki má fara með eins og hverja
aðra verslunarvöru.
Nýting vatns skal vera sjálfbær og aðgengi að því tryggt með lögum fyrir núlifandi kynslóð og kyn-
slóðir framtíðarinnar. Það er skylda stjórnvalda að tryggja þegnum sínum þennan rétt án mismununar.
Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja verndun vatns sem náttúruverðmæta sem og að tryggja
hollustu og dreifingu vatns til allra þjóðfélagsþegna með fjárfestingu í mannvirkjum og mengunar-
vörnum. Vatnsveitur verði því reknar á félagslegum grunni, taki mið af almannahagsmunum og tryggi
rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til drykkjar og hreinlætis á viðráðanlegu verði. Það er
jafnframt hlutverk stjórnvalda að tryggja að við nýtingu vatns verði öðrum náttúruverðmætum ekki spillt.
Stjórnvöldum ber að tryggja almenningi aðgengi að öllum upplýsingum er varða verndun og nýtingu
vatns og stuðla að aukinni virkni almennings og meðvitund um mikilvægi vatns, náttúru og réttrar
umgengni við landið.
Vegna mikilvægis vatns fyrir íslenska þjóð og lífríki landsins telja undirrituð samtök nauðsynlegt að
fest verði í stjórnarskrá Íslands ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda og almennings hvað varðar
réttindi, verndun og nýtingu vatns. Lög og reglugerðir um nýtingu vatns taki því mið af ákvæðum sem
viðurkenna rétt einstaklinga til vatns sem og lögum er varða verndun vatns og náttúru.
Til að tryggja skilvirka verndun og nýtingu vatns ber stjórnvöldum að skipuleggja stjórnsýslu þannig
að eðlilegt jafnvægi sé á milli þessara þátta og réttar einstaklinga til aðgengis að vatni.
WWW.BSRB.IS/VATNFYRIRALLA
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
4
4
4
8
FRAMKVÆMDIR „Hún kann sig kirkj-
an og tekur ofan fyrir fólkinu,“
segir Páll Ágústsson, formaður
sóknarnefndar, en turn Bíldudals-
kirkju var tekinn niður í síðustu
viku.
Ástæðan er sú að timbrið í
turninum er farið að fúna og verð-
ur að endursmíða hann að mestu
leyti. Stefnt er að því að þeim við-
gerðum ljúki fyrir áramót. „En
þetta er aðeins byrjunin því það á
að taka alla kirkjuna í gegn bæði
utanhúss og innan svo hún skarti
sínu fegursta á aldarafmæli sínu
sem er á næsta ári,“ segir Páll.
Rögnvaldur Á. Ólafsson, sem oft
er nefndur fyrsti arkitektinn,
hannaði kirkjuna. - jse
Bíldudalskirkja:
Endurbætt og
tekur ofan
BÍLDUDALSKIRKJA Turninn er hér tekinn
niður og markar það upphafið á allsherjar
andlitslyftingu Bíldudalskirkju, sem á aldar-
afmæli á næsta ári. MYND/PÁLL ÁGÚSTSSON
DÝRALÍF „Ég er nú bara ósköp feg-
inn að hafa hana, það veitir ekkert
af smá hjálp við að halda músun-
um í skefjum,“ segir Guðbrandur
Sverrisson, bóndi á Bassastöðum á
Ströndum, en þar hefur brandugla
vanið komur sínar undanfarið.
„Hún er ekki komin með neitt
nafn ennþá en ég gæti nú kallað
hana nöfnu,“ segir Guðbrandur
um brandugluna.
Ekki er óalgengt að branduglur
sjáist á þessum slóðum og er þetta
ekki í fyrsta sinn sem slíkur fugl
heimsækir Bassastaði. - jse
Dýralíf á Ströndum:
Brandugla hjá
Guðbrandi
BRANDUGLA Á STAUR VIÐ BASSASTAÐI
Bóndinn brá sér út með sterkan ljóskastara
og náði þessari ágætu mynd af nöfnu sinni
um helgina. MYND/GUÐBRANDUR SVERRISSON
Lést eftir rafstuð Ungir menn
fengu rafstuð þegar þeir voru
að klifra upp á flutningavögnum
á lestarteinum í Gautaborg um
helgina og lést annar þeirra.
Báðir fengu mennirnir sextán
þúsund volta straum í sig en öðr-
um þeirra tókst að halda sér uppi
á þaki vagnsins, hinn féll niður á
teinana.
SVÍÞJÓÐ
DÚFNAFÓÐRUN Í KÍEV Þessi vel búni
útigangsmaður var greinilega aflögufær
við dúfurnar á torgi í miðborg úkraínsku
höfuðborgarinnar Kíev í gær. AP
ALMANNAVARNIR Haldin verður
æfing við viðbrögðum við alvar-
legu slysi um borð í ferju á Seyðis-
firði næstkomandi laugardag.
Líkt verður eftir því að ferjan
Sky Princess sé lögst að brygg-
ju og afferming að hefjast þegar
sprenging verður í gaseldavél í
húsbíl á bílaþilfari. Látið verður
sem eldur blossi upp og breiðist
hratt út.
„Farþegar fyllast skelfingu og
reyna að ryðjast frá borði, marg-
ir troðast undir auk þess sem all-
margir sem á bílaþilfarinu voru
eru slasaðir og í mikilli hættu
vegna elds og reyks,“ segir í til-
kynningu Ríkislögreglustjóra.
Að æfingunni standa almanna-
varnanefnd Seyðisfjarðar og
viðbragðsaðilar á Austurlandi,
slökkvilið, lögregla, björgunar-
sveitir, Heilbrigðisstofnun Austur-
lands, hafnaryfirvöld og Rauða-
krossdeildir. Þá sjá um hana
Landhelgisgæslan og almanna-
varnadeild Ríkislögreglustjóra og
að undirbúningi kemur samráðs-
nefnd.
„Undanfarin misseri hefur
verið unnið að gerð viðbragðs-
áætlunar vegna atburða af þessu
tagi á Seyðisfirði eða á hafinu þar
nálægt. Ætlunin er að láta reyna á
virkni áætlunarinnar með þessari
æfingu,“ segir í tilkynningu. - óká
Æft fyrir alvarlegt slys og eldsvoða um borð í ferju í Seyðisfjarðarhöfn:
Skelfdir farþegar flýja eld um helgina
Á ÆFINGU Í HAUST Myndin er tekin á sameiginlegri æfingu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis-
ins og Landhelgisgæslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM