Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 18
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Vonbrigði „Hann er eiginlega venju- legri en ég bjóst við.“ Trúbadorinn Þórir um kvikmynda- leikstjórann Quentin Tarantino í Fréttablaðinu. Hreinskilinn „...ég fann síðast til áfeng- isáhrifa 10. júní árið 1977.“ Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri í DV. Fyrir aldamótin 1900 hóf Þórunn Gísladóttir að nota grös til lækninga og bjarg- aði meðal annars lífi sonar síns með grasasmyrslum. Fjölmargir afkomendur hennar hafa síðan lagt stund á grasalækningar og fyrir vikið er ættboginn nefndur Grasaættin. Saga ættarinnar er nú komin út á bók. „Þetta var meira verk en ég bjóst við. Ættingjar mínir voru miklu fleiri en ég hafði hugmynd um,“ segir Franz Gíslason sem rit- stýrði verkinu, en Grasa-Þórunn var langamma hans. Ættin er angi út úr hinni kunnu Hlíðarætt og telur um ellefu hundruð manns. Sjálfur kann Franz lítið til verka þegar grasalækningar eru ann- ars vegar en fjöldi ættingja hans hefur tileinkað sér fræðin. Erling- ur grasalæknir, sonur Þórunnar og manns hennar Filippusar Stef- ánssonar, var þjóðkunnur sem og dóttir hans Ásta og síðar hennar börn. Franz segir aðra tíma í grasa- lækningunum nú en þegar lang- amma hans var að störfum; hún hafi að mestu verið sjálfmennt- uð en í dag sé fólk jafnvel með háskólapróf í fræðunum. „Hún bjó lengst af í héruðum þar sem engir læknar voru og ég veit að sem stelpu langaði hana að hjálpa öðrum. Þetta hefur því öðrum þræði komið til af því að það sárvantaði einhverja sem gátu bundið um beinbrot og grætt sár.“ Og Franz veit dæmi þess að Grasa-Þórunn hafi bjargað mannslífi. „Afi minn var að gera við bátsvél, sprenging varð og það kviknaði í honum. Afi fleygði sér í sjóinn en brann samt svo illa að læknirinn sagðist ekkert geta gert. Kerling varð þá bálvond, sagði að læknirinn ætti ekkert með að kveða upp dauðadóm yfir syni hennar og rak hann á dyr. Svo lagði hún son sinn í rúmið, færði hann úr öllu og bar á hann grasa- smyrsl sem hún hafði útbúið.“ Og ekki er að spyrja að mætti grasanna. „Eftir þetta stofnaði afi vélaverkstæði í Reykjavík og fluttist síðar til Seyðisfjarðar þar sem hann vann,“ segir Franz. Þriggja ára vinna er nú að baki og Grasaættin komin á prent, eins og sagt er. Æviatriði og myndir ellefu hundruð manna er í bók- inni auk þess sem saga Þórunnar og Filippusar og barna þeirra er sögð. GRASA-ÞÓRUNN GÍSLADÓTTIR OG FILIPPUS STEFÁNSSON Myndin er tekin úr bókinni um Grasaættina. FRANZ GÍSLASON, RITSTJÓRI NIÐJATALS GRASAÆTTARINNAR Um ellefu hundruð manns teljast til Grasaættarinnar, sem er kvísl út úr Hlíðarætt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Saga Grasaættarinnar GEISPAÐ Þessir bavíanar sem búa í dýragarðinum í Zürich í Sviss hjúfruðu sig hver að öðrum í gær enda kalt í veðri. Viðbúið er að þeir þurfi að sækja hita hver til annars næstu daga því svissneskir veðurfræðingar gera ráð fyrir að áfram verði kalt.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á degi íslenskrar tungu, sem var í gær, sinntu prófessorar, dósentar, lektorar og aðjúnktar sínum vanabundnu störfum við kennslu stúdenta við háskóla landsins. Þegar sjónum er beint að íslenskunni horfa margir til þess sem betur mætti fara og staldra sumir við slettur úr erlendum málum. Ofangreind starfsheiti háskólakennara eru þeirrar tegundar. „Þessi orð eru tekin úr dönsku eins og svo margt annað í okkar skólahefð,“ segir Ari Páll Krist- insson, forstöðumaður Íslenskr- ar málstöðvar, og bætir við að gaman hefði verið ef málið hefði þróast með öðrum hætti. Hann telur ekki of seint að breyta þessu og taka upp alíslensk starfsheiti háskólakennara, enda sífellt verið að breyta lögum og reglum um háskóla og skilgreina störf manna upp á nýtt. „Ég sé ekki að það sé á neinn hátt útilokað að finna alíslensk orð,“ segir Ari Páll, sem jafnframt telur áhugavert að ráðast í slíkt verk. „Mér þætti hins vegar ennþá brýnna að allir íslenskir háskólar kepptust við að kenna allar mögulegar greinar á íslensku,“ segir hann en reyndin er allt önnur eins og kunnugt er, heilu og hálfu háskólanámskeiðin eru kennd á ensku. Starfsheiti kennara við íslenska háskóla eru tekin úr erlendum málum: Hægt að finna alíslensk orð Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. ÍSLENSKA ORÐABÓKIN UM KENNARAHEITIN: Aðjúnkt - aðstoðarkennari, aukakennari, fastur stundakennari. Lektor - lægsta gráða fastráðinna kennara. Dósent - háskólakennari af lægri gráðu en prófessor. Prófessor - Kennari við háskóla, gráðu ofar en dósent. „Ég hef það með ágætum þessa dagana og einbeiti mér að störfum mínum,“ segir Örn Clausen, hæstaréttarlögmaður og íþróttakappi á árum áður. Örn er einn af þeim Íslendingum sem gjarna vilja vinna eins lengi út ævina og heilsan leyfir og er hvergi á því að hætta strax þrátt fyrir að vera kominn vel á aldur eins og oft er talað um. Örn hefur um áraraðir unnið sem lögmaður og þykir vera með þeim allra fremstu í landinu. Hann hefur rekið sína eigin lögfræðistofu í langan tíma og nóg af verkefnum kemur inn á hans borð hvern dag. Vel þekkt eru einnig afrek hans frá fyrri tíð þegar hann var lengi vel einn fremsti íþróttamaður Íslendinga og þótt víðar væri leitað. „Ég hef ekkert í hyggju að minnka vinnu eða hætta og hef engar áætlanir um slíkt. Ég er enn við ágæta heilsu og meðan svo er mun ég þramma í vinnuna hvern dag og hef ennþá afar gaman af. Mér kemur ekki til hugar að eyða æviárunum annars staðar en hér á Íslandi og helst við vinnu. Það heillar mig ekkert að dvelja erlendis enda tel ég mig hafa upplifað og séð allt sem ég vil sjá. Hér vil ég vera og hvergi annars staðar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÖRN CLAUSEN HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Hef séð allt sem ég vil sjá Örn Clausen. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, bauð til móttöku að Bessastöðum í tilefni af því að í gær kom út Íslandsatlas. Sigurður Svavarsson, útgáfu- stjóri hjá Eddu, sem gefur bók- ina út, segir að í bókinni sé land- ið kortlagt frá ystu annesjum til hæstu tinda en 132 kort eru í bók- inni og 43 þúsund örnefni sem vísað er til í örnefnaskrá. Einn- ig segir Sigurður að svipbrigði landsins séu sýnd með stafrænni kortatækni svo lesandinn skynji hæð fjalla, dýpt dala og víðáttu öræfanna líkt og hann fljúgi þar yfir. Íslandsatlas kominn út: Líkt og að fljú- ga yfir landið ÉG ÓK EKKI YFIR Limlesti strætóbílstjóra og mætir dómara Á RAUÐU „Vítavert gáleysi,“ segir strætóbílstjórinn DV2x15 16.11.2005 20:23 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.