Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 78
54 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
23
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
14 15 16 17 18 19 20
Fimmtudagur
NÓVEMBER
MIÐVIKUDAGUR 5. október 2005
� � LEIKIR
� 19.15 Þór Ak. og Fylkir mætast í
DHL-deild karla í handbolta á
Aukureyri.
� 19.15 Haukar og Pays Diaix
mætast í Evrópukeppni kvenna í
körfubolta á Ásvöllum.
� 19.15 Keflavík og BK Riga mætast
í Evrópukeppni karla í körfubolta í
Keflavík.
� � SJÓNVARP
� 07.00 Olíssport á Sýn. Sýnt fjórum
sinnum til 09.00 og svo aftur kl.
15.25.
� 15.55 Undankeppni HM 2006 á
Sýn. Leikur Tékklands og Noregs frá
því í gærkvöldi.
� 18.05 NFL-tilþrif á Sýn.
� 18.05 Fifth Gear á Sýn.
� 19.05 X-Games á Sýn.
� 20.00 Sýn 10 ára á Sýn.
Afmælisveisla í sjónvarpssal þar sem
margir bestu íþróttamenn landsins
koma í heimsókn.
� 21.15 Strákarnir í Celtic á Sýn.
Þáttur um íslensku leikmennina hjá
Celtic í Skotlandi, þá Theódór Elmar
Bjarnason og Kristján Henry
Finnbogason.
� 22.00 Olíssport á Sýn.
22-23 sport 16.11.2005 12:23 Page 3
FÓTBOLTI Það vakti athygli í síðustu
viku þegar greint var frá því að
Bolton hefði boðið sjö ára undra-
barni í fótbolta, hinum grískætt-
aða Ástrala Panos Armenakas, að
koma til sín og vera við æfingar
í nokkrar vikur á næstunni, en
Armenakas þykir búa yfir ótrú-
legri tækni og leikskilningi miðað
við aldur. Það er ekki aðeins Bolt-
on sem hefur áhuga á strák því að
yfirmenn unglingastarfs Barce-
lona halda ekki vatni yfir honum
og hafa boðið föður hans gull og
græna skóga fari svo að hann
bindi sig spænska stórveldinu til
framtíðar.
„Við sáum það eiginlega um
leið og hann snerti fótbolta í
fyrsta sinn, þá ekki orðinn eins
árs, að hann hefði óvenjulega
hæfileika. Þegar hann var sex
ára ákváðum við að gera DVD-
disk sem við sendum til nokkurra
félaga og þá fór boltinn að rúlla,“
segir faðir hans, John Armenak-
as, sem sér um öll þau mál sem
koma á borð sonar síns, enda er
Panos sjálfur rétt byrjaður að
læra að lesa.
Umrædd myndbandsupptaka
hefur verið í umferð á netinu
í nokkurn tíma og hefur það
verið til umræðu á nokkrum af
helstu spjallsíðum ástralskrar
knattspyrnu. Flestir netverj-
anna gapa yfir því sem þeir sjá á
myndbandinu, enda sýnir Panos
knatttækni sem þykir með ólík-
indum og efast einhverjir um að
upptakan sé ósvikin. „Ég hef séð
myndband af Maradona að leika
sér með bolta þegar hann var tíu
ára. Panos toppar hann,“ segir á
einum spjallþræðinum.
Faðirinn hefur legið undir
nokkurri gagnrýni fyrir að vera
strax byrjaður að huga að ferli
fyrir son sinn þar sem hann ætti að
geta hugsað um það eitt að þrosk-
ast og dafnast, svo ekki sé minnst
á að leika sér eðlilega og í friði,
eins og jafnaldrar hans í Ástral-
íu og víðar gera. „Að sjálfsögðu
ætti hann að fá að gera það og
hann gerir það. Hann verður ekk-
ert var við áhuga þessara félaga
heldur fær að stunda sinn skóla í
friði og fer síðan út að leika með
vinum sínum. En hann býr yfir
eiginleikum sem gera hann ein-
stakan og sem föður hans er mér
skylt að gera sem mest úr þessum
hæfileikum hans,“ segir John og
ver sig með kjafti og klóm.
John segir þar að auki að
möguleikar Panos til að rækta
hæfileika sína séu af skorn-
um skammti í Ástralíu þar sem
knattspyrnuhefðin sé lítil. „Ég
vil ekki þurfa að fara með son
minn til Evrópu í framtíðinni
en eins og staðan er í dag eru
allir bestu þjálfararnir þar.
Hér í Ástralíu er lítil sem engin
aðstaða fyrir undrabörn eins og
Panos.“
Hvað sem verður er ljóst að
Panos Armenakas er nafn sem
fótboltaáhugamenn ættu að
leggja á minnið, því eins og segir
á einum spjallþræðinum: „Eftir
fimmtíu ár verður þessi strákur
löngu orðinn goðsögn.“
vignir@frettabladid.is
Sjö ára undrabarni boðið
til Bolton og Barcelona
Ástralar hafa eignast sína stærstu framtíðarstjörnu í knattspyrnunni. Þrátt fyrir
ungan aldur eru stórlið Evrópu farin að bera víurnar í hann.
UNDRABARN Panos Armenakas hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu Ástralíu og hafa
allir stærstu fjölmiðlarnir þar í landi fjallað um hæfileika hans og getu að undanförnu.
FÓTBOLTI Svo virðist sem þolin-
mæði stjórnenda enskra félags-
liða sé að verða meiri en áður. Það
eru um 100 dagar frá því tímabilið
hófst á Englandi og enn hefur eng-
inn stjóri fengið að fjúka í úrvals-
deildinni. Slíkt hefur ekki gerst í
tíu ár en á leiktíðinni 1996-97 liðu
86 dagar þar til fyrsti stjórinn
fékk að fjúka. Á síðustu tíu árum
hafa liðið minnst tíu dagar og mest
52 dagar þar til fyrsti stjórinn í
úrvalsdeildinni fékk að fjúka.
Leiktíðina 2001-02 voru Leic-
ester, Derby og Southampton
búin að skipta um stjóra á þessum
tímapunkti. Nýtt viðmið var síðan
sett í fyrra þegar Southampton
rak Paul Sturrock eftir aðeins
tíu daga af tímabilinu. Sir Bobby
Robson fékk að fjúka viku síðar.
Samtök framkvæmdastjóra
á Englandi hafa fagnað þessari
auknu þolinmæði félagsliðanna
sem kristallast í hegðun stjórnar
Birmingham í garð Steve Bruce,
stjóra liðsins.
Birmingham hefur byrjað leik-
tíðina afleitlega en stjórnarfor-
maðurinn neitar að reka Bruce.
„Það er frábært að sjá stuðning-
inn sem Bruce fær og hann á það
skilið eftir að hafa unnið frábært
starf hjá félaginu. Liðin verða að
sýna biðlund og það er engin tilvilj-
un að tveir sigursælustu stjórar
deildarinnar - Sir Alex Ferguson
og Arsene Wenger - hafa verið
lengst í starfi,“ sagði Frank Clark
hjá Samtökum framkvæmda-
stjóra. Engu að síður kemur alltaf
af því að einhver verður rekinn og
á töflunni sem fylgir fréttinni sést
hvaða stjórar eru líklegastir til að
missa starfið samkvæmt breskum
veðbönkum. - hbg
Þolinmæði enskra félagsliða farinn að aukast verulega með árunum:
Enginn rekinn á fyrstu 100 dögunum
TVEIR Í HÆTTU Graeme Souness og David O´Leary eiga báðir á hættu að missa vinnuna í
vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Hver verður rekinn fyrstur?
1. David O´Leary Aston Villa
2. Alain Perrin Portsmouth
3. Steve Bruce Birmingham
4. Mick McCarthy Sunderland
5. David Moyes Everton
6. Sir Alex Ferguson Man. Utd.
7. Bryan Robson WBA
8. Graeme Souness Newcastle
9. Chris Coleman Fulham
HANDBOLTI Í gær var dregið í átta
liða úrslit í SS-bikarkeppninni.
Karlarnir leika sína leiki 6. og 7.
desember en kvennaleikirnir fara
fram 17. og 18. janúar. Hjá körl-
unum vekur mesta athygli viður-
eign Fram og Fylkis í Safamýri en
stórleikur átta liða úrslitanna hjá
stelpunum er Hafnarfjarðarslag-
ur FH og Hauka.
SS-BIKAR KARLA:
HK-HAUKAR
ÞÓR-STJARNAN
FH-ÍBV
FRAM-FYLKIR
SS-BIKAR KVENNA:
VALUR-FRAM
FH-HAUKAR
HK-ÍBV
STJARNAN-GRÓTTA
SS-bikarkeppnin:
Fylkir sækir
Fram heim
AFTUR Í SAFAMÝRINA Ingólfur Axelsson
sækir sína gömlu félaga í Fram heim í átta
liða úrslitum SS-bikarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
ÍÞRÓTTIR Sjónvarpsstöðin Sýn fagn-
ar tíu ára afmæli. Sýn er fyrsta og
eina alhliða íþróttastöð Íslands og
margt skemmtilegt hefur gerst
í íþróttaheiminum á þessum tíu
árum. Í tilefni afmælisins verður
í kvöld sendur út veglegur afmæl-
isþáttur þar sem litið verður yfir
farinn veg.
Arnar Björnsson íþróttastjóri
mun taka á móti góðum gestum í
sjónvarpssal og hann mun renna
yfir eftirminnilegustu atriðin síð-
ustu tíu árin ásamt gestunum. ■
Tímamót hjá Sýn:
Fagnar tíu ára
afmæli
> Döpur byrjun
Golfkonan Ragnhildur Sigurðardóttir
byrjaði ekki vel á úrtökumótinu fyrir
evrópsku mótaröðina sem hófst á Spáni
í gær. Ragnhildur lék fyrsta hringinn á
áttatíu höggum, sjö höggum yfir pari.
Ragnhildur fékk engan fugl á hringnum
en nældi aftur á móti í fimm skolla og
einn tvöfaldan skolla. Ragnhildur er
einn 118 kylfinga sem leika tvo hringi í
forkeppni mótsins en 44 komast
áfram á lokastigið. Þá mætir
Ólöf María Jónsdóttir til
leiks en hún þurf-
ti ekki að fara í
forkeppn-
ina.
FÓTBOLTI Franz Beckenbauer, ein
helsta goðsögn þýskrar knatt-
spyrnu, segir að það yrði afturför
fyrir Michael Ballack að yfirgefa
Bayern München til að ganga til
liðs við AC Milan eða Manchester
United. Ballack er sem kunnugt
er samningslaus eftir tímabilið í
ár og þykir afar líklegur til að róa
á önnur mið.
„Þó ég vilji að hann verði áfram
hjá Bayern býst ég við því að hann
yfirgefi félagið,“ segir Becken-
bauer. „En ef hann fer er það eina
rétta í stöðunni hjá honum að fara
til Real Madrid. Það er eini stað-
urinn sem túlka má sem skref upp
á við. Með því að fara til Milan eða
Manchester United væri hann að
taka skref niður á við.“
- vig
Franz Beckenbauer:
Ballack ætti að
fara til Real
MICHAEL BALLACK Hefur hug á því að
reyna fyrir sér utan Þýskalands.
Það ræðst í kvöld hvort framhald verður
á þátttöku Keflvíkinga í Áskorenda-
keppni Evrópu í körfubolta þegar liðið
mætir BK Riga í Lettlandi í Sláturhúsinu
í Keflavík. Heimamenn þurfa á 20 stiga
sigri að halda, til að vinna upp 19 stiga
forskot Lettanna frá því í fyrri leiknum.
Sverrir Þór Sverrisson, bakvörður Kefla-
víkur, sagði við Fréttablaðið í gær að svo
stór sigur væri alls ekki ómögulegur en
að jafnframt þyrfti allt að ganga upp hjá
liðinu.
„Þetta er vel hægt en við þurfum
að eiga okkar besta dag, með troðfullt
hús á bak við okkur og hittnina í lagi. Ef
allt helst í hendur getur allt gerst,“ segir
Sverrir, en með liði Riga koma um 100
stuðningsmenn. Sá fjöldi er hins vegar
eitthvað sem ber ekki að óttast því að
sögn þeirra sem voru á staðnum í fyrri
leiknum hefði mátt heyra saumnál detta
í íþróttahöllinni á meðan leikurinn fór
fram - svo lítil var stemningin á áhorf-
endapöllunum.
„Það var engin stemning og ég
er sannfærður um að áhorfend-
urnir geti orðið okkar sjötti maður
í kvöld. Riga hefur mjög öflugan
miðherja sem náði fullt af sóknar-
fráköstum í fyrri hálfleiknum og
svo eru þeir með mjög góðan
bakvörð frá Bandaríkjun-
um sem stjórnar sókn-
arleiknum. Við þurfum
að stöðva þessa tvo
leikmenn.“
K v e n n a l i ð
Hauka verður
einnig í eldlínunni í Evrópukeppninni
í kvöld þegar það tekur á móti franska
liðinu Pays D´Aix, sem óhætt er að
fullyrða að sé líklega sterkasta
félagslið sem komið hefur
hingað til lands. Ljóst er að
Haukastúlkur munu eiga
við ramman reip að draga,
en þær töpuðu með 40
stigum ytra fyrir þessu topp-
liði riðilsins sem varð einmitt
Evrópumeistari árið 2003. Í Pays
D´Aix er að finna fjölda landsliðs-
kvenna og búast sérfræðingar við
því að liðið nái mjög langt í keppn-
inni í ár. Það er því um að gera fyrir þá
sem hafa áhuga á því að sjá kvennalið
í allra fremstu röð að skella sér á Ásvelli
í kvöld.
EVRÓPUKEPPNIN Í KÖRFUBOLTA: KARLALIÐ KEFLAVÍKUR OG KVENNALIÐ HAUKA VERÐA Í ELDLÍNUNNI Í KVÖLD
Getum vel unnið þá með 20 stiga mun
Áfall fyrir KA
Handknattleikslið KA varð fyrir enn einu
áfallinu þegar í ljós kom að skyttan
Ragnar Snær Njálsson verður frá keppni
í að minnsta kosti þrjár vikur en hann er
illa meiddur á hné. Séu meiðslin mjög
slæm gæti hann verið frá í 6-8 vikur.