Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 12
12 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR VERÐBÓLGU MÓTMÆLT Ungliðar demó- krata í Serbíu mótmæla hér tuttugu prósenta árlegri verðbólgu. Verðbólgan í landinu er ein sú mesta í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Matthias Platzeck, forsætisráðherra (fylkisstjóri) austur-þýska sambandslands- ins Brandenborgar, var nær einróma kjörinn nýr formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, SPD, á flokksþingi á þriðjudag. Þar með eru Austur-Þjóðverjar komnir í formannsstól beggja stóru flokkanna í þýskum stjórn- málum, en þeir eru nú að hefja stjórnarsamstarf í annað sinn í sögu þýska sambandslýðveldis- ins. Platzeck fékk atkvæði 512 þingfulltrúa, tveir greiddu atkvæði gegn honum og einn sat hjá. „Ég mun gera allt til að endurgjalda þessa gríðarmiklu traustsyfirlýsingu,“ sagði Platz- eck í þakkarræðu sinni. Platzeck er 51 árs náttúru- fræðingur sem ólst upp í austur- þýska alþýðulýðveldinu, en þann bakgrunn á hann sameiginlegan með Angelu Merkel, formanni Kristilegra demókrata og verð- andi kanslara. Hann tekur við flokksformennskunni af Franz Müntefering, sem óvænt gaf ekki kost á sér lengur í emb- ættið. Platzeck verður áfram forsætisráðherra Brandenborg- ar en Müntefering verður vara- kanslari í sambandsríkisstjórn- inni. - aa Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn: Austur-Þjóðverji í formannsstólinn TEKUR VIÐ STÝRINU Matthias Platzeck sest undir stýri á rækilega merktum Trabant á flokks- þingi SPD í Karlsruhe. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Jafnaðarmenn komust í lykilstöðu í þremur af fjórum stærstu borgunum í Danmörku í sveitarstjórnarkosningunum í fyrradag. Í höfuðborginni fengu jafnað- armenn um 35 prósent atkvæða og er fastlega búist við að þeir myndi meirihluta með sósíal- istum og Radikale Venstre. Ritt Bjerregaard verður næsti borg- arstjóri, fyrst kvenna sem gegnir því starfi. Jafnaðarmenn töpuðu hins vegar völdum í Óðinsvéum en þar höfðu þeir setið á borgarstjórastóli í 68 ár. Forystumaður þeirra, Anker Boye, bauð Radikale Venstre borgarstjórastólinn ef þeir mynduðu meirihluta með þeim en allt kom fyrir ekki. Jafnaðarmenn eru ótvíræð- ir sigurvegarar kosninganna en fylgi þeirra jókst um tvö prósent yfir landið. Radikale Venstre eykur jafnframt fylgi sitt umtalsvert. Íhalds- flokkurinn tapar hins vegar fylgi sem nemur einu pró- senti og Venstre, flokkur Anders Fogh Rasmus- sen forsætis- ráðherra, dal- aði líka. Kosið var til 98 sveit- arstjórna og í fimm héraðs- stjórnir. Ríflega fjórar milljónir manna voru á kjör- skrá og greiddu um 70 prósent þeirra atkvæði. - ghs Ritt Bjerregaard orðin borgarstjóri í Kaupmannahöfn: Jafnaðarmenn sigurvegarar SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúaþing verður haldið í Lindaskóla í Kópavogi á laugardaginn kemur en þá gefst íbúum tækifæri til að tjá sig um það sem þeim ligg- ur á hjarta varðandi málefni bæjarins. „Þetta fer þannig fram að fundargestir skrifa á gulan miða það sem þeir vilja koma á fram- færi,“ segir Margrét Björns- dóttir, formaður umhverfisráðs. „Síðan er unnið úr hverjum ein- asta miða og þessar upplýsingar notaðar í okkar vinnu.“ Árið 2001 hélt Kópavogsbær íbúaþing fyrst allra bæjarfélaga og tókst afar vel til að sögn Margrétar. „Eins og þá leggjum við nú mikið upp úr því að heyra skoðanir unga fólksins og hefur sérstakur vinnuhópur verið skipaður í þeim tilgangi. Síðast komu margar góðar hugmyndir frá unga fólkinu; þau vildu til dæmis fá Smára- lindina og það varð úr en svo vildu þau líka ókeypis nammi en það er kannski ekki alltaf hægt að verða við öllu,“ segir Margrét kankvís. Hún vonast til þess að um fimm hundruð manns mæti í Lindaskóla til að láta skoðun sína í ljós enda eru mörg mál og stór í undirbúningi. - jse Íbúaþing verður haldið í Kópavogi á morgun: Krakkarnir vildu Smáralind KÓPAVOGUR Kópavogsbúar geta komið skoðunum sínum á framfæri við bæjaryfir- völd á fundinum á laugardag. Unga fólkið er ekki síður hvatt til að láta skoðun sína í ljós. ������������ ����� ������� ����� ����� ���� ���������������� ����� ��������������� ���� ����������� ���������������� ���� ���������������� ���� ���������������� ���� MÁLÞING Hugvísindaþing 2005 verður haldið í sjö kennslustofum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst klukkan hálfníu að morgni föstudags. Á þinginu verða fluttir um áttatíu fyrirlestrar á sviði hug- vísindanna, um guðfræði, mál- vísindi, tungumál, sagnfræði og heimspeki. Meðal annars verða fyrirlestrar um píslarsöguna og um stöðu þjóðkirkjunnar. Þá verð- ur fjallað um máltöku barna og talmein. Borin verða saman orða- tiltæki ólíkra tungumála, fjallað um karlmennskuna, fjölmiðla og margt fleira. Að þinginu standa hugvísinda- deild Háskólans, auk guðfræði- deildar, Hugvísindastofnunar og Guðfræðistofnunar. Dagskráin er á slóðinni www.hugvis.hi.is. - óká Heillandi heimur í HÍ: 80 fyrirlestrar á einum degi HJÁLPARSTARF Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur ákveðið að gefa andvirði fimmtán tjalda til hjálparstarfsins í Pakistan samtals að verðmæti 150 þúsund króna. Stjórnin brást þar með skjótt við neyðarkalli frá kvenskátum þar í landi sem óskuðu eftir liðsinni skáta allra landa. Sérstaklega var óskað eftir tjöldum fyrir fólk til að búa í. Vegna erfiðleika með flutn- ing og verðs á tjöldum hér á landi var ákveðið að senda þennan styrk til Pakistans tjalda í stað. Það kemur svo í hlut pakist- önsku kvenskátanna að ráðstafa fénu þar sem það kemur að mestu notum. - jse Bandalag íslenskra skáta: Senda styrk til Pakistan ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í KAUPMANNAHÖFN DEILUR Tryggvi Sigtryggsson, trún- aðarmaður kennara við Mennta- skólann á Ísafirði, er ósáttur við það að Ólína Þorvarðardóttir skólameistari skuli hafa óskað eftir útskýringum á því hvers vegna tilkynning um veikindafor- föll Ingibjargar Ingadóttur kenn- ara barst skólan- um seint. „Hið rétta er að þann 23. september fór ég heim til Ólínu með læknisvott- orð og afhenti henni það per- sónulega,“ segir Tryggvi og telur að starfsheiðri sínum vegið í við- talsboðun sem Ólína sendi Ingi- björgu fyrr í mánuðinum. - saj Trúnaðarmaður kennara MÍ: Tryggvi telur að sér vegið MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI Deilur milli kennara og skólastjóra dragast nú á langinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.