Fréttablaðið - 17.11.2005, Side 37

Fréttablaðið - 17.11.2005, Side 37
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 CHANEL DAGAR Í HYGEU VERSLUNUM 17. TIL 19. NÓVEMBER Gréta Boða - Heiðar Jónsson og Hrafnhildur kynna það nýjasta • CHANCE Edp - nýtt Eau de Parfume • Micro Solutions - 3 nýjir andlitskúrar • Ultra Correction Lip - nýtt varakrem • Satin Smoothing Creme Compact - nýtt kökumeik með satin áferð • Satin Smoothing Creme Concealer - nýr satinmjúkur hyljari Kringlan • 533 4533 Smáralind • 554 3960 Laugavegi • 511 4533 Loksins, loksins! Fötin frá Stellu McCartney voru til sölu hjá H og M á fimmtudag og líklega mörg tískufríkin búin að bíða lengi. Þetta er nokkuð sem er í takt við tímann og er kallað „Masstige“ sem kemur úr mass (fjöldi) og stige í préstige (háklassi). Þessi merkjavara smell- ur því eins og flís við rass við tískuna. Unga fólkið í dag er mikið fyrir að blanda saman fínum merkjum og ódýrum varningi frá Zöru, H og M og fleirum. Til dæmis ódýrum gallabuxum eða toppum sem eru svo notuð með fínum beltum eða skóm frá tískuhúsunum. Alla síðustu viku var starfsfólk H og M að koma fyrir gluggaút- stillingum í búðunum og þannig var sköpuð eftirvænting. Viðskipta- vinirnir gerðu ekki annað en að spyrja hvort þeir gætu keypt Stella McCartney-vörurnar fyrirfram sem auðvitað var ekki hægt. Það var svo eins og við manninn mælt, biðraðir fyrir utan H og M búðirnar á fimmtudagsmorgun en það voru aðeins fjögur hundruð af hinum fimmtánhundruð H og M búðum í heiminum sem fengu Stellu-vör- urnar. Það tók ekki langan tíma að tæma búðirnar og mátti sjá í búð- argluggum hjá H og M skrifað stórum stöfum „Stelluvörurnar upp- seldar“. En þó að Stella McCartney sé þekktari fyrir að hanna heldur „þæga“ tísku og illar tungur hafi stundum sagt að hún hafi komist langt á frægð föður síns Pauls þá var auglýsingaherferð H og M fyrir tískulínu Stellu tengd hneyksli. Eftir að kókanínneysla fyrirsætunn- ar Kate Moss komst í hámæli var hún rekin frá H og M. Á síðasta augnabliki þurfti að endurhanna herferðina og hin nýja stjarna og uppáhald margra hönnuða, hin ítalska Mariacarla Boscono, fengin sem nýtt andlit H og M. En það er ekki H og M sem á þessa hugmynd að fá frægan hönn- uð til að hanna tískulínu. Fyrir tíu árum þegar smóking Yves Saint Laurent var á toppnum framleiddi hann fyrstur tískukónga smóking sem seldur var í pöntunarlista Redoute (svipað og Kays eða Quelle sem þið þekkið á Íslandi) á vægu verði og seldist hann upp á smátíma. Nú er það Jean Paul Gaultier sem mun hanna fyrir Redoute pöntun- arlistann. Japanski hönnuðurinn Yamamoto hefur í nokkur ár hann- að íþróttaskó fyrir Adidas þar sem Stella McCartney hefur reyndar sömuleiðis hannað íþróttaföt. Fyrir ári var það Karl Lagerfeld sem hannaði fyrir H og M. Þá voru víða raðir fyrir framan H og M búð- irnar og fötin voru rifin út á nokkrum tímum svo lá við slagsmálum. Velta H og M hækkaði um 24 prósent þegar tískulína Lagerfelds kom í búðirnar. Sumar fíkurnar voru síðan jafnvel seldar á internetinu á uppsprengdu verði, ófáanlegar í búðum. ■ Stella hjá H og M Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.