Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 59

Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 59
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 35 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 13 3 1 1/ 20 05 Corolla Sedan á kostakjörum. Betri notaðir Corolla í toppformi. Betri notaðir Corolla Sedan eru bestu kaupin í nóvember og eru langt frá því að vera útkeyrðir. Sem fyrrverandi bílaleigubílar hafa þeir verið mikið dekraðir og undir stöðugu eftirliti. Ef þú vilt úthaldsmikinn bíl á hagstæðu verði fyrir veturinn þá er Corolla Sedan bíllinn fyrir þig. Verð frá 1.250.000 kr. Mánaðarleg greiðsla frá 18.486 kr.* * m.v. 10% útborgun og 75 mánaða bílasamning hjá Glitni. Gildir aðeins út nóvember. Opið laugardaga frá 12-16 www.toyota.is Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000 Brim hf., útgerðarfélagið Tjaldur og KG-fiskverkun hafa ákveðið að láta smíða fjögur ný línuveiðiskip. Áætlað er að þau verði tekin í notk- un á fyrri hluta árs 2007. Nú gera félögin samtals út fimm togskip og tvö línuveiðiskip. Kaupin eru liður í stefnumarkandi ákvörðun félaganna um að auka vægi línu- veiða í rekstrinum og minnka að sama skapi hlut togveiðiskipa. Að því er fram kemur á heimasíðu Brims koma áherslubreytingarn- ar til af tvennu. Félögin leggja enn meiri áherslu en áður á gæði hráefnisins og ferskleika vörunn- ar og útgerð línuveiðiskipa er hag- kvæmt rekstrarform. ■ Kaupa fjögur línuveiðiskip Einkahlutafélagið Norvest hefur keypt hálfa milljón hluta í KB banka. Hlutur félagsins er orðinn 2,39 prósent af hlutafé bankans. Eigandi Norvest er Straum- borg sem er í eigu Jón Helga Guð- mundssonar, stjórnarformanns Norvikur, sem er oftast kenndur við BYKO. Kaupverðið er um 300 millj- ónir króna. Brynja Halldórsdótt- ir, stjórnarmaður í bankanum, er tengd félaginu en hún situr í vara- stjórn þess. ■ Jón Helgi kaupir í KB banka „Við erum bara rétt að byrja,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, í gær þegar hann kynnti kaupin á írska verð- bréfafyrirtækinu Merrion Capital fyrir starfsmönnum fjármálafyr- irtækja á Íslandi. Frekari kaup bankans á erlendum fyrirtækjum eru boðuð. Halldór J. Kristjánsson, sem einnig er bankastjóri Landsbank- ans, sagði í samtali við Fréttablað- ið að stefnt væri að því að kaupa banka í Evrópu meðal annars með það að markmiði að tryggja betur tekjuflæðið. Lágmarka ætti alla áhættu um leið og umsvif Lands- bankans ykjust. Tekjur verðbréfa- fyrirtækja gætu verið sveiflu- kenndar, en Landsbankinn hefur keypt þrjú slík erlend fyrirtæki það sem af er þessu ári. Halldór tók þó fram að þeir væru ekkert sérstaklega að horfa á írska markaðinn í þessu sam- hengi heldur Evrópu alla. Írskir fjölmiðlar gerðu kaup Landsbankans á Merrion að umtalsefni á fréttasíðum í gær. Í Irish Independent var greint frá því að Landsbankinn hefði fyrr á þessu ári verið í viðræðum við National Australia bank um hugs- anleg kaup á National Irish Bank og Northern Bank. Haft er eftir Halldóri að Landsbankinn hefði skoðað þetta af alvöru. Í Irish Time kemur fram að sjö stjórnendur í Merrion fái að lágmarki 31 milljón evra fyrir að selja hlut sinn í félaginu til Landsbankans. Það eru um 2,2 milljarðar íslenskra króna. Í Irish Independent segir að John Con- roy, forstjóri og einn af stofnend- um Merrion, eigi á milli 10 og 15 prósent í félaginu. - bg Landsbankinn rétt að byrja Stjórnendur Landsbankans hafa verið að skoða kaup á banka á Írlandi. Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason fyrir utan skrifstofur Merrion Capital í Dyfl- inni á Írlandi í fyrradag. Tap SÍF á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins nam 3.276 þús- undum evra sem er minna tap en spáð var. Það samsvarar að halli hafi verið upp á 240 milljónir króna. Meðaltalsspá greiningar- aðila hljóðaði upp á 4.070 þúsunda evra tap. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 2.345 milljónum evra sem eru um 170 milljónir króna og var framlegðarhlutfall- ið um tvö prósent. Sölutekjur SÍF voru um 116 milljónir evra og hafa aldrei verið meiri. Rekstur SÍF hefur verið þungur frá því að afurðaverð á norskum laxi rauk upp í vor vegna verndar- tolla Evrópusambandsins sem nú hafa verið afnumdir. Verðið hefur hins vegar ekki gengið til baka og hráefnisverð var 30-40 prósentum hærra í ágúst og september en meðalverð síðustu ára. Áfram tap FORSVARSMENN SÍF Áfram var tap hjá félaginu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.