Fréttablaðið - 03.05.2006, Síða 2
2 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR
VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN
Ólafur F. Magnússon,
læknir og borgarfulltrúi
1 sæti
„ Tryggjum að
Reykjavíkurflugvöllur
verði áfram í
Vatnsmýrinni.“
LÍFEYRISSJÓÐIR Íslendingar og Norð-
menn hafa ekki innleitt tilskipun
um lífeyrissjóði frá ESB þó að
frestur til þess hafi runnið út í lok
september. Norðmenn hafa óskað
eftir meiri tíma til að innleiða til-
skipunina. Tilskipunin snýr ekki
að sjóðum með skyldubundna
aðild.
Maríanna Jónasdóttir, skrif-
stofustjóri í fjármálaráðuneytinu,
segir að tilskipunin breyti litlu
fyrir Íslendinga þar sem hún snúi
fyrst og fremst að starfstengdum
lífeyrissjóðum þar sem atvinnu-
rekendur og launþegar hafi sjálf-
viljugir gert samninga um lífeyr-
istryggingar. - ghs
ESB-tilskipun um lífeyrissjóði:
Fresturinn
er útrunninn
Dæmdur fyrir ölvun og glæfra-
akstur Þrjátíu og fimm ára gamall
maður missir ökuréttindi sín í
fimm mánuði fyrir glæfraakstur.
Lögreglan handtók manninn eftir
að hafa mælt hann á 132 kílómetra
hraða. Maðurinn reyndist ölvaður.
Honum er gert að greiða 90 þús-
und krónur í sekt á næstu fjórum
vikum, ella sitja inni í átta daga.
HÉRAÐSDÓMUR
FUGLAFLENSA Niðurstöður úr rann-
sókn á rúmlega 100 sýnum úr
fuglahræjum og fuglasaur sem
send voru utan nýlega bárust síð-
degis í gær. Þau reyndust öll nei-
kvæð, að sögn Halldórs Runólfs-
sonar yfirdýralæknis.
Hátt á annað hundrað sýni hafa
verið send utan og hafa þau öll
reynst neikvæð. Spurður hvort
menn væru ekki orðnir bjartsýnir
á að fuglaflensan kæmi ekki hing-
að til lands kvað yfirdýralæknir
erfitt að fullyrða um slíkt. Hún
hefði ekki fundist í Bretlandi eða
Noregi og það væru góð tíðindi.
Vissulega yrðu menn vonbetri með
hverjum deginum sem liði, en of
snemmt væri að fullyrða neitt. -jss
Yfirdýralæknir um fuglaflensu:
Yfir hundrað
sýni neikvæð
STJÓRNMÁL Stjórnarandstæðingar
veittust hart að ríkisstjórninni á
þingi í gær fyrir skerðingu vaxta-
bóta enda kæmi hún heimilum og
ekki síst efnaminna fólki sérlega
illa með aukinni greiðslubyrði
samfara verðlagshækkunum.
Þetta kom fram í umræðum
um breytingar á tekjuskatti fyrir-
tækja sem fjármálaráðherra mælti
fyrir í gær, en það miðar að sveiflu-
jöfnun við útreikninga á tekju-
skatti af gengishagnaði.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að
vaxtalækkun banka á húsnæðis-
markaði gerði meira en að vega
upp það sem fjölskyldur töpuðu
með skerðingu vaxtabóta. „Auðvit-
að áttu þingmenn að vera vakandi
yfir því þegar fasteignaverð hækk-
aði svona mikið og hækka mörkin í
vaxtabótakerfinu gagnvart eign-
um.“
Atli Gíslason, vinstri grænum
sagði að almenningi bráðlægi á
leiðréttingu vegna sveiflna. Hækk-
un fasteignamats og verðhækkun
á fasteignum hefði leitt til skerð-
ingar á vaxtabótum sem lýsa mætti
sem tifandi tímasprengju.
Hann tók dæmi af einstakling-
um sem hann liðsinnti við skatt-
framtöl. Skerðingin yrði umtals-
verð þegar álagningarseðlar
bærust í sumar. „Það setur fjár-
hagsáætlanir þeirra og íbúðakaup
í uppnám,“ sagði Atli og spurði
hvers vegna ekki hefði verið séð
fyrir því að skerða ekki vaxtabæt-
urnar.
Atli tilfærði dæmi af einstæðri
móður með tvö börn sem fengið
hefði fullar vaxtabætur, samtals
207 þúsund krónur árið 2005.
Skuldir og vaxtagjöld hennar nú
væru nánast þau sömu en fast-
eignamat hefði hækkað um 4,1
milljón króna milli ára. Við þetta
hefði, með einu pennastriki, verð á
eignum hennar hækkað með þeim
afleiðingum að hún fengi ekki
neinar bætur nú. Annað dæmi
hafði Atli af tæplega fimmtugum
manni sem fékk liðlega 150 þús-
und króna vaxtabætur í fyrra en
fengi engar í ár vegna hækkunar á
eignum.
„Hér er atvinnulífinu komið til
hjálpar sem er dæmigert fyrir rík-
isstjórnina. Hagstjórnin nær til
þess,“ sagði Atli.
Margir stjórnarandstæðingar
tóku í sama streng og töldu ekkert
síður auðvelt að koma til móts við
heimilin í landinu eins og fyrirtæk-
in líkt og gera ætti í frumvarpi fjár-
málaráðherra. johannh@frettabladid.is
Þúsundir heimila
missa vaxtabætur
Hækkun fasteignaverðs og fasteignamats þurrkar út tugi og hundruð þúsunda króna
vaxtabætur hjá þúsundum heimila. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, segir að þing-
ið hefði mátt vera á varðbergi. Stjórnarandstæðingar gagnrýna stjórnvöld hart.
ATLI GÍSLASON PÉTUR H. BLÖNDAL
HÆKKUN FASTEIGNAVERÐS Veruleg hækk-
un fasteignaverðs útilokar að óbreyttu
þúsundir einstaklinga frá vaxtabótum og
rýrir kjör sem því nemur.
DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli
Tryggva Lárussonar, sem hlaut
sex ára fangelsi fyrir þátt sinn í
innflutningi á tæplega átta kílóum
af amfetamíni í fyrra, hefst 18.
maí.
Tryggvi, sem hefur verið í
gæsluvarðhaldi í fimmtán mán-
uði, var ákærður að nýju þar sem
það þótti ekki afdráttarlaust í
dómi héraðsdóms að Tryggvi hefði
verið í Hollandi á þeim tíma sem
fíkniefnin voru keypt þar.
Tryggvi hefur haldið því fram
að hann hafi verið á Hróarskeldu-
hátíðinni í Danmörku á þeim tíma
sem fíkniefnin voru keypt í Hol-
landi. - mh
Réttarhöld í Dettifossmálinu:
Ákærður á ný
Bush hittir ekki Stoltenberg
Hvíta húsið hefur sent forsætisráðherra
Noregs, Jens Stoltenberg, tilkynningu
þess efnis að forsetinn sé of upptekinn
næstu mánuðina til að hitta forsæt-
isráðherrann. Telja norskir ráðamenn
líklegra að ástæðan liggi í ákvörðun
Stoltenbergs um að draga norska
hermenn heim frá Írak, frekar en annríki
Bandaríkjaforseta.
NOREGUR
SKIPULAGSMÁL Svæði það sem
hestamannafélagið Gustur hefur
nú undir hesthúsabyggð sína mun
fara undir verslunar- og þjón-
ustuhúsnæði, að sögn Gunnars I.
Birgissonar, bæjarstjóra í Kópa-
vogi.
„Það er að hefjast vinna við
drög að skipulagi á þessu svæði,“
segir Gunnar. „Við verðum að
hafa það á hreinu til að geta
reiknað dæmið rétt út. Við vitum
ekki ennþá hversu mikið rúmast
af byggð á því, en það verður all-
tént það mikið að það kemur rétt
út úr dæminu fyrir Kópavogs-
bæ.“
Spurður um hver staðan væri
á eignarhaldi lóða sem á stæðu
hús er „uppkaupsmenn“ hefðu
keypt á sínum tíma segir Gunnar
að Gustur hefði gert samkomu-
lag við „uppkaupsmennina“ um
að neyta forkaupsréttar á þeim
40 prósentum húsa í hverfinu
sem þeir hefðu keypt. Forráða-
menn félagsins hefðu síðan leit-
að til bæjarins um samvinnu í
þessu máli.
Gunnar segir enn fremur að
verið sé að skipuleggja nýtt
svæði fyrir Gust á Kjóavöllum.
Áætlað sé að ljúka því í sumar. Þá
sé hægt að byrja að byggja þar á
þessu ári, þannig að Gustsfélagar
flytji 2007-2008.
Áætlað sé að hefja bygginga-
framkvæmdir á núverandi svæði
um leið og hægt er. - jss
GUNNAR I. BIRGISSON
Bæjarstjórinn í Kópavogi með tillögu að
nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Hann segir
Gust fá landsvæði á Kjóavölllum og skipu-
lagning þess sé hafin.
Gustssvæðið verður nýtt undir verslunar- og þjónustuhúsnæði:
Vinna við skipulag að hefjast
LÖGREGLA Stúlka með tveggja mán-
aða ökuleyfi velti jeppa er hún
beygði af Suðurlandsbraut yfir á
Vesturlandsveg til vesturs í gær.
Fjórir jafnaldrar stúlkunnar
voru í bílnum en enginn slasaðist
alvarlega.
Stúlkan fékk skurð á handlegg
og hnykk á háls. Einn farþeganna
kenndi eymsla í hné og fékk hnykk
á háls. Hinir fengu skrámur. Gert
var að sárum þeirra á slysadeild.
Lögreglan í Reykjavík rann-
sakar orsök veltunnar, en allir
voru allsgáðir í bifreiðinni. - gag
Bílslys á Suðurlandsvegi:
Fimm sluppu
vel úr veltu
BIFREIÐIN VALT Sautján ára ökumaður og
jafnaldar hans sluppu vel þegar bifreiðin
valt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS?
Páll, eiga landsmenn að fá
afnot af afnotagjöldunum?
Þeir fá afnot af þeim á hverju kvöldi.
Hugsanlegt er að Ríkisútvarpinu verði gert
að endurgreiða hluta afnotagjalda ef Eftir-
litsstofnun EFTA kemst að þeirri niðurstöðu
að RÚV hafi þegið ólöglega ríkisaðstoð á
árunum 1997 til 2005. Páll Magnússon er
útvarpsstjóri.
KELDUR Sýni úr fuglahræjum og fuglasaur
bárust til landsins í gær.
OLÍUVERÐ Árni M. Mathiesen fjár-
málaráðherra lagði fram frum-
varp til breytinga á lögum um
olíugjald í gær þar sem lagt er til
að tímabundin lækkun olíugjalds
verði framlengd í hálft ár, eða til
31. desember 2006. „Ég held að
það sé ekki skynsamlegt fyrir
okkur að gera ráðstafanir sjálf til
að hækka verð á eldsneyti,“ segir
Árni en jafnframt að ekki séu for-
sendur til að skoða frekari lækk-
anir núna.
Samkvæmt lögum um olíugjald
frá 2004 skal olíugjald vera 45
krónur á hvern lítra. Á þessu
ákvæði laganna var gerð sú breyt-
ing í júlí 2005 að gjaldið var lækk-
að í 41 krónu í sex mánuði og voru
aðstæður á mörkuðum ástæðan.
Þessi lækkun var síðar framlengd
til 1. júlí 2006.
„Ef við horfum á tímabilið frá
því að olíugjaldið var sett á árið
2005 og til dagsins í dag þá hefur
rekstur á meðalstórum flutninga-
bíl hækkað um sjö krónur á hvern
ekinn kílómetra,“ segir Tryggvi
Þór Ágústsson, forstöðumaður
flutningasviðs Samtaka verslunar
og þjónustu.
Hann telur að slíkur bíll aki um
hundrað þúsund kílómetra á ári
svo aukinn kostnaður vegna olíu-
verðshækkana er sjö hundruð þús-
und krónur á hvern flutningabíl á
einu ári. Þessi kostnaður getur
hækkað um fjögur hundruð þús-
und krónur á ári á hvern bíl ef
tímabundin lækkun olíugjalds
væri ekki framlengd. - shá
Fjármálaráðherra lagði fram nýtt lagafrumvarp í gær:
Olíugjaldið mun ekki hækka
Á KEYRSLU Vegna eldsneytishækkana
er 700 þúsund krónum dýrara að keyra
flutningabíl 100 þúsund kílómetra í dag en
það var fyrir ári.