Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 6

Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 6
6 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ��������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � LAGERSALA 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLU ! OPIÐ 11-19 FELLSMÚLA 28 (GAMLA WORLD CLASS HÚSINU) KJÖRKASSINN Óttastu frjálsa för verkafólks hingað til lands? já 63,2 nei 36,8 SPURNING DAGSINS Í DAG Eru hátíðarhöld vegna 1. maí tímaskekkja? Segðu þína skoðun á Vísir.is ALÞINGI Útilokað er að Alþingi ljúki 4. maí. Í dag eða á morgun skýrist vænt- anlega hvenær þingi verður frestað og hvort samkomu- lag næst milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ögmund- ur Jónasson, þingflokks- formaður vinstri-grænna, segir ekkert benda til þess að ríkisstjórnin vilji ná sam- komulagi. „Mjög þungskýjað og skyggni slæmt, útilokað að sjá út úr augum.“ Þannig lýsir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri-grænna, horfunum á Alþingi núna og segir ríkisstjórnina verða að gera upp við sig hvernig hún vilji hafa þinghaldið þar sem hún hafi hafnað öllu samkomulagi um lyktir þingsins. Í dag verður fundur með for- mönnum þingflokkanna og forseta þingsins og þá næst hugsanlega niðurstaða hvenær þingi lýkur fyrir sumarið. Á fundi í gær áttu sér stað viðræður um að gera hlé á laugardag og koma saman aftur eftir sveitarstjórnarkosningar. Landsbyggðarþingmenn þrýsta á að komast heim í kosningabarátt- una. „Ef þetta verður raunin þá veit maður ekki hvaða mál fara í gegn. Þá eru fimm vikur eftir og það er langur tími,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. „Pókerinn er í gangi og menn sitja með pókerfés,“ segir Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. „Miðað við þann fjölda þingmála sem eftir er má ætla að það eigi eftir að dragast því að ekki er búið að ná samkomu- lagi. Spurning er hvort tekið verði til óspilltra málanna eftir kosningar.“ Líklegt er að frumvarpið um RÚV nái í gegn fyrir helgi enda er það tilbúið í þriðju umræðu. Það mætir þó gríðarlegri andstöðu, sér- staklega meðal þingmanna vinstri-grænna. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, segir frumvarpið um RÚV fullklárað mál, „engin ástæða er til að ætla annað en að það klárist,“ segir hún. Nefndadagur er í dag og má búast við að bæði ágreiningsmál og samkomulagsmál komi úr nefnd- um. Margrét Frímannsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar- innar, telur ríkisstjórnina leggja áherslu á RÚV og frumvarp við- skiptaráðherra um Nýsköpunar- miðstöðina. Önnur stór mál, sem áhersla er á að afgreiða, eru fjölmiðlafrum- varpið, frumvarp um málefni sam- kynhneigðra, Flugmálastjórn, Landhelgisgæsluna og lax- og silungsveiði. ghs@frettabladid.is Mögulegt að Alþingi fundi eftir kosningar Útilokað er að Alþingi ljúki á morgun. Allt stefnir í að hlé verði gert á laugar- dag og þingmenn komi aftur saman eftir kosningar svo að landsbyggðarþing- menn komist í kosningabaráttuna. Samkomulag er ekki í loftinu. ÖGMUNDUR JÓNASSON HJÁLMAR ÁRNASON ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR STJÓRNMÁL „Mér finnst athyglis- vert að sama fólkið og talar um að stjórnsýslan verði að laga sig að breyttum aðstæðum setur sig svo upp á móti öllu þegar þar að kemur,“ segir Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra. Frumvarp hennar um að steypa Byggðastofnun, Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins og Iðn- tæknistofnun í eina sæng Nýsköp- unarmiðstöðvar, fer til enn einnar umræðu í iðnaðarnefnd Alþingis í dag. Samkvæmt heimildum verð- ur reynt að afgreiða það úr nefnd- inni sem er forsenda þess að frum- varpið verði að lögum á yfirstandandi þingi eins og Val- gerður gerir sér vonir um. Óvíst er hvort það næst enda hafa flestir sérfræðingar sem fyrir nefndina hafa komið lagst gegn því en Valgerður vill meina að misskilnings ríki hjá mörgum. „Það verður að horfa á heildar- hagsmunina í þessu. Frumvarpið á að einfalda stuðningskerfi við atvinnulífið frá því sem nú er og samræma betur atvinnuþróunar- starfsemi víða um landið. Þannig fæst fram ein stefna í þessum málum og það tel ég forsendu til að ná árangri í framtíðinni. - aöe Ráðherra segir misskilnings gæta vegna frumvarps um Nýsköpunarmiðstöð: Forsenda góðs árangurs ÞINGFUNDUR Formenn þingflokkanna og forseti þings koma saman til fundar í dag þar sem hugsanlega næst niðurstaða hvenær þinglok verða fyrir sumarið. KANNANIR „Athugasemdirnar hafa með það að gera að samkeppnis- aðilar og Gallup kynna tölur um áhorf á aðalfréttatíma NFS án þess að reikna út heildaráhorf á öllum stöðvum,“ segir Sverrir Agnarsson hjá 365 miðlum. Samkvæmt síðustu könnun IMG Gallup á sjónvarpsáhorfi landsmanna kemur fram að áhorf á aðalfréttatíma Nýju frétta- stöðvarinnar, NFS, hafi verið rúm 27 prósent að meðaltali yfir vik- una þegar reyndin er að saman- lagt áhorf mældist um 33,24 pró- sent. Segir Sverrir að sú prósenta sé fengin með því að leggja saman áhorf á alla miðla sem fréttatími NFS er sendur út á. „Rúmlega 27 prósenta áhorf mælist þegar aðeins er mælt áhorf á útsend- ingu Stöðvar 2 þegar reyndin er sú að fréttatíminn er einnig send- ur út á Sirkus og á stöð NFS. Raunverulegt áhorf er því sam- anlögð sú tala en ekki eingöngu áhorfið á fréttatímann á Stöð 2.“ Fréttir NFS eru í mikilli sókn samkvæmt þessum niðurstöðum en þess má geta að umrædd könn- un var gerð áður en NFS fékk aðgang að dreifikerfi Símans sem auka mun dreifingu stöðvarinnar verulega. Gert er ráð fyrir að 85 prósent heimila í landinu nái sendingum stöðvarinnar innan skamms tíma. - aöe NÝJA FRÉTTASTÖÐIN Útsending fréttatíma NFS næst á þremur stöðvum en mælingar fara aðeins fram á einni þeirra. Áhorf á fréttir NFS meira en kannanir gefa til kynna: Raunáhorf ríflega 33 prósent SLYS Sex tonna steypuplata féll á starfsmann Ístaks á Keflavíkur- flugvelli um kaffileytið í gær. Var í fyrstu talið að um mjög alvarlegt vinnuslys væri að ræða og var maðurinn fluttur í skyndi með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans er hreint með ólík- indum hve vel maðurinn slapp en hann var sendur heim að lokinni skoðun, með lítilsháttar mar og skrámur. Röð sérkennilegra atburða varð til þess að manninn sakaði lítið sem ekkert að sögn læknisins sem telur það hreint og klárt krafta- verk. - sdg Fékk sex tonn á sig og slapp: Kraftaverk að ekki fór verr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.