Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 16

Fréttablaðið - 03.05.2006, Page 16
 3. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ GRAFIÐ EFTIR GULLI Unnið er á skurðgröfu í kjallara hússins við Hafnarstræti 1-3 b en inn í það er gengið frá Nausti, lítilli götu milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu. Grafið er hálfan metra ofan í jörðina til að hækka lofthæð hússins. Í því var spilasalurinn Gullnáman og því er vert að spyrja hvort gull leynist í kjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Manngæska „Ef upp koma alvarleg atvik, þegar fangi þarf á bráðri hjálp frá sálfræðingi að halda, þá reynum við alltaf að bregðast fljótt við því.“ ÞÓRARINN VIÐAR HJALTASON SÁLFRÆÐINGUR Á LITLA-HRAUNI UM SÁLFRÆÐIAÐSTOÐ FANGA. FRÉTTABLAÐIÐ. Missa og ekki missa „Það blasir einfaldlega við að Reykvíkingar og aðrir landsmenn munu missa flugvöllinn til Keflavíkur ef ekki er haldið fast á málum.“ ÓLAFUR F. MAGNÚSSON, FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM, UM REYKJAVÍKURFLUGVÖLL Í GREIN Í FRÉTTABLAÐINU. Fyrir fjórtán árum síðan kom pak- istanski dráttarvélasölumaðurinn Allah Noor Davi auga á hvítskeggj- aðan mann grafa Kóraninn, helga bók múslima, í grafreit nokkrum. Við þá sjón fékk Davi hugmynd: að útbúa neðanjarðarvölundarhús, þar sem fólk gæti lagt gamla Kórana til hinstu hvílu. Samkvæmt íslam má ekki bara henda ónýtum Kórönum, heldur verður annað hvort að grafa bæk- urnar í grafreitum eða fleygja þeim í ár eða hafið, að sögn Davi. Því þótti honum upplagt að útbúa grafreit fyrir bókina helgu og hófst þegar handa við verkið. Jarðgöng Davis, sem eru í Chiltan-fjöllunum, eiga engan sinn líka í Pakistan. Nú eru þau orðin nær tveggja kílómetra löng og samanstanda af 56 tengdum teppa- lögðum göngum þar sem ritning- unni er staflað í taupokum með- fram veggjunum. Allt að 200 gestir heimsækja göngin á degi hverjum og ekkert lát er á Kóranasendingum. Að sögn Davis koma um 10 vörubílar í hverjum mánuði hlaðn- ir trúarritinu og síðum úr dagblöð- um og tímaritum þar sem vitnað er í vers þess. Sendingarnar eru flokkaðar og bækur sem hægt er að endurnýta eru bundnar inn á ný og gefnar í moskur, skóla og til fátækra, en gamlir Kóranar, sumir allt að 300 ára, eru varðveittir undir gleri í göngunum. - smk KÓRANAHELLIR Milljónir síðna úr Kóraninum hafa verið lagðar til hinstu hvíldar í þessum helli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kóranar lagðir til hinstu hvílu FRÁ PATREKSFIRÐI Vestfirðingar í sjálfstyrkingu Vestfirðingar hafa lengi haft það orð á sér að vilja láta verkin tala og vera ekki með neitt múður. Ingrid Kuhlman, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, held- ur senn til Patreksfjarðar til að kenna fólki að koma fram af sjálfsöryggi en hún telur tímabært að vest- firskir harðjaxlar fari að ræða hlutina. Ingrid Kuhlman hefur oft farið vestur á firði til að kenna fólki að koma fram af sjálfsöryggi en hún segir ekki veita af slíkri þjálfun hér á landi þar sem lítið hafi verið lagt upp úr slíkri fræðslu í skólum á árum áður og því hafi fáir fengið tilsögn í því að standa frammi fyrir fólki og tjá sig. Þann 16. maí mun Patreksfirðingum gefast tækifæri til að fá leiðsögn í því frá Ingrid. „Bresk könnun hefur leitt það í ljós að 41 prósent aðspurðra bera mestan kvíðboga fyrir því að þurfa að standa frammi fyrir fólki og tala og það er engin ástæða til að ætla að þessu sé öðruvísi farið hér á landi,“ segir Ingrid. En þarf fólk í sjávarþorpi þar sem allir þekkja alla leiðsögn í því að koma fram? Hefur það ekki ævilanga reynslu í því? „Það er nú þannig að það getur verið miklu erfiðara að tala til hóps fólks sem maður þekkir vel. Hver kannast ekki við það að verða feiminn þegar hann er að tala til fólks og sér mömmu gömlu meðal áheyr- enda? Það er því engin minni þörf á þessu í minni samfélögum.“ En er það öðruvísi að kenna Vestfirðingum en öðrum þessa tækni? „Vestfirðingar eru harð- duglegir og hafa löngum verið þekktir fyrir það að láta verkin tala og ekkert múður. Það er í sjálfu sér ágætt en sú staða kemur þó oft upp þar sem þörf er á því að ræða málin í stórum hópi eins og til dæmis á vinnustöðum. Það er því alveg tímabært að huga að því hvað maður hefur til brunns að bera þegar slíkar aðstæður koma upp,“ segir Ingrid. Námskeið hennar hafa yfirleitt verið vel sótt ,jafnvel í minni þorpum. „Ég hélt, til dæmis sjálfstyrkingarnám- skeið fyrir konur á Tálknafirði og þá komu hátt í 30 konur. Karlmenn virðast hins vegar ekki vera jafn spenntir fyrir sjálfstyrkingar- námskeiðunum. Þeim finnst þeir ekkert þurfa á þeim að halda.“ Þekkingarmiðlunin er í sam- vinnu við Fræðasetur Vestfjarða og er það þessu samstarfi að þakka hversu víða og títt námskeiðin hafa verið haldin á Vestfjörðum. jse@frettabladid.is INGRID KUHLMAN Fjölmarg- ir Vestfirðingar hafa fengið að súpa af þekkingar brunni Ingridar og nú fer hún til Patreksfjarðar í þarnæstu viku til að leiðsegja bæj- arbúum við það að koma fram af sjálfsöryggi. „Það er komið sumar og stutt í að maður byrji í golfinu. Ég var að koma frá Kanaríeyjum svo ég er vongóður að maður komi sterkur undan vetri,“ segir Baldur Brjánsson sem íslensk þjóð þekkir best í hlutverki töframannsins. Ekki segist hann nota töfra við golfið en hefur þó náð góðri forgjöf, fór lægst niður í 7,2 en er núna með 11,3. „Síðustu þrjú ár hafa verið frekar í daufara lagi en það á að setja trukk í þetta núna.“ Baldur fer töluvert til útlanda til að þjóna golfgyðjunni og þá gjarna í hópi góðra vina. Hann segir það ómissandi að lengja sumarið í báða enda með golfferðum og njóta síðan þess besta yfir sumarið heima á Íslandi. Baldur er dellukarl mikill og það er ekki síst þess vegna sem hann leiddist út í heim töfra og sjónhverfinga. „Ég held að ég hafi byrjað tólf ára, en þá bjó ég norður á Akureyri. Þá kom frændi minn frá Reykjavík og var besti töframaður í heimi að mínu mati. Ég varð alveg heillaður af þessum heimi og byrjaði að hrekkja pabba og mömmu. Ég lagðist svo í bækur til að læra meira og fór utan til að sjá aðra. Síðan leiddi eitt af öðru og maður fór að finna upp eigin brögð. Frægast varð þegar ég kveikti eldinn á þrjátíu metra færi.“ Spurður hvernig hann hafi farið að því segir Baldur að það leyndarmál fari með honum yfir móðuna miklu og blaðamaður skilur að spurningar hans um aðferðafræði töframannsins skila honum engu. Baldur á þrjá stráka, barna- börn, sem eru nýkomnir á æsingaaldurinn og er byrjaður að þjálfa þá í sjónhverfingum. Leyndar málunum er því greinilega haldið innan ættarinnar. Baldri er ekkert óviðkomandi því atvinna hans er allt það sem fellur til. Hann hlær þegar hann minnist á það að fólk spyrji hann gjarna hvort hann sé á bótum þegar hann getur ekki nefnt fastan vinnustað. Smíðar eru honum hugleiknar bæði sem atvinna og í tómstundum. Þar er efniviðurinn bæði viður og gull, því hann smíðar skartgripi þegar vel liggur á honum. „En það sem skiptir mestu er að ég er alltaf í sömu stærð af skóm,“ segir hann óræður og kveður hlæjandi. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BALDUR BRJÁNSSON LÍFSKÚNSTNER Alltaf í sömu stærð af skóm

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.