Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Æðstu stjórnendur þriggja bílaframleiðenda í Bandaríkjunum munu funda með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, 18. maí næstkomandi og ræða við hann um orku- og lífeyrissjóðsmál og um að fara að nota bensínblöndu til að draga úr eftir- spurn eftir hefðbundnu eldsneyti. Að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times er um að ræða stjórnendur hjá General Motors, Ford og Chrysler Group. Bílaframleiðendurnir eru sagðir hafa lengi leitað eftir því að ræða við for- setann vegna óhagstæðrar stöðu þeirra á heima- markaði. Fyrirtækin öll hafa tapað umtalsverðri markaðshlutdeild í Bandaríkjunum og skilað tapi í kjölfar harðnandi samkeppni við erlenda bílafram- leiðendur, ekki hvað síst frá Japan. Á meðal þess sem staðið hefur í bílaframleiðendunum eru auknar lífeyrissjóðsskuldbindingar, sem leggjast þungt á fyrirtækin og hafa skilað sér í dýrari bílum. Segja þeir að japanskir bílaframleiðendur glími ekki við sama vanda og því séu japanskir bílar ódýrari. Þá hyggjast bílaframleiðendurnir ræða við forsetann um notkun etanólblandaðs eldsneytis, sem kallast E85, en það er talið minnka þörf Bandaríkjamanna fyrir hefðbundið eldsneyti. Ford og General Motors hafa framleitt bíla með vélum fyrir eldsneytisblönduna og Chrysler greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði í hyggju að hefja framleiðslu á slíkum bílum. Hins vegar eru engar reglugerðir til í Bandaríkjunum um verðlagningu á slíku eldsneyti auk þess sem engar bensínsstöðvar selja slíkan orkugjafa. Vona bílaframleiðendurnir að með fundinum verði stigið skref í þá átt að fjölga bílum sem ganga fyrir blöndu af etanóli og hefð- bundnu bensíni og muni niðurstaðan verða sú að eftirspurn eftir hefðbundnu eldsneyti minnki. Að sögn New York Times hefur forsvarsmönnum erlendra bílaframleiðenda, s.s. Toyota, ekki verið boðið til fundarins. Toyota er um þessar mundir að opna sjöttu verksmiðjuna í Bandaríkjunum og leit- ar eftir staðsetningu fyrir sjöundu verksmiðjuna. General Motors og Ford hafa á sama tíma neyðst til að draga saman seglin, loka verksmiðjum og segja upp fjölda starfsfólks. Bílaframleiðendur ræða við Bush Bandarískir bílaframleiðendur vilja minnka eftirspurn eftir hefðbundnu eldsneyti GEORGE BUSH Bandarískir bílaframleiðendur vilja ræða við forsetann um erfiðleika sína og upptöku eldsneytisblöndu. Hagnaður bandaríska hugbún- aðarrisans Microsoft Corp. jókst um 16 prósent á síðasta ársfjórðungi. Helsta ástæða aukningarinnar er meiri eftir- spurn fyrirtækja og einstaklinga eftir hugbúnaði fyrirtækisins. Í afkomuspá fyrirtækisins kemur hins vegar fram að hagnaður fyrirtækisins hafi verið minni en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Í kjölfarið lækkaði gengi hluta- bréfa í fyrirtækinu um sex pró- sent á fjármálamörkuðum á Wall Street vegna þessa. Að sögn bandarískra fjár- málasérfræðinga er mikil þróun í gangi innan veggja fyrirtækis- ins og dregur það úr vexti fyr- irtækisins. Þá sé von á nokkru meiri vexti fyrirtækisins á næstu tveimur árum en fjöldi nýrra forrita frá Microsoft munu líta dagsins ljós á árinu. Þar á meðal er nýjasta stýrikerfið, Windows Vista. - jab Microsoft undir væntingum BILL GATES, STOFNANDI OG STJÓRN- ARFORMAÐUR MICROSOFT Hagnaður Microsoft var undir væntingum fjármálasér- fræðinga á síðasta ári. Klara Furse, forstjóri Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE), skrifaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, bréf í síðustu viku þar sem hún skamm- aði hann fyrir að koma í veg fyrir að bandaríski fjárfestirinn William Browder geti sinnt starfi sínu í Rússlandi. Browder, sem hefur breskt vegabréf, stýrir einum stærsta hlutabréfasjóði Rússlands, Hermitage Capital Management, sem meðal annars er stór hlut- hafi í rússneska gasfyrirtækinu Gazprom. Hann var stöðvaður á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í nóvember síðastliðnum og meinað að koma inn í landið af öryggisástæðum. Honum hefur enn ekki verið hleypt inn í land- ið þrátt fyrir tilraunir ýmissa ráðamanna, svo sem Jacks Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Í afriti af bréfi Furse, sem breska fjármálablaðið Financial Times hefur komist yfir, segir að ef hindra eigi starf eins stærsta fjárfestis í Rússlandi þá séu það mjög neikvæð skilaboð og geti komið í veg fyrir að aðrir fjár- festar hugsi sig tvisvar um áður en þeir kaupa í rússneskum fyr- irtækjum. Stjórn LSE vildi hvorki játa því né neita hvort forstjóri Kauphallarinnar hefði sent bréf- ið til Pútíns. - jab Pútín skammaður WILLIAM BROWDER Browder stýrir einum stærsta hlutabréfasjóði Rússlands en hefur verið meinað að koma til landsins síðan í nóvember. Sala á lófatölvum hefur minnkað mikið og er spáð að salan muni halda áfram að dragast saman á næstunni. Samkvæmt upplýsingum samtakanna Handheld Qview, sem safna upplýsingum um sölu á lófatölvum, seldust 1,5 milljón- ir stykkja á fyrsta ársfjórðungi 2006. Það er 22,3 prósenta sam- dráttur frá sama tíma í fyrra. Á síðasta ári seldust 7,5 millj- ón lófatölvur en það er 16,7 pró- sentum minna en árið 2004. Samdrátturinn varð mestur á fyrsta ársfjórðungi 2006 hjá hátæknifyrirtækjunum Dell, sem hefur 11,4 prósenta markaðshlut- deild á lófatölvumarkaðnum, og Hewlett-Packard, sem hefur 26,2 prósenta markaðshlutdeild. Sala á lófatölvum dróst saman um 33,8 prósent hjá Dell en 30,3 prósent hjá Hewlett- Packard. Þriðji stóri framleiðandi lófatölva í heim- inum er Acer, sem hefur 6,5 prósenta markaðshlutdeild en sala á lófatölvum dróst saman um 10,8 prósent hjá fyrirtækinu á fyrsta ársfjórðungi. Eina fyrirtæk- ið sem horfði fram á betri tíð var hátæknifyrirtækið Mio, sem jók sölu á lófatölvum um 84,4 pró- sent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrirtækið hefur einung- is 3 prósenta hlutdeild á markaði með lófatölvur. Talið er að ástæðan fyrir sam- drætti í sölu á lófatölvum sé sú að farsímar eru orðnir full- komnari og geta orðið fram- kvæmt flest það sem hægt er að gera með lófatölv- um. - jab Minni sala á lófatölvum LÓFATÖLVA Sala á lófatölvum hefur dregist saman milli ára. Stjórn bandaríska fjármála- eftirlitsins, SEC, hefur lagt til breytingar á lögum um launa- kjör stjórnenda hjá fyrirtækj- um í Bandaríkjunum. Markmið breytinganna er að draga fram í dagsljósið kaupréttarákvæði, líf- eyrisgreiðslur, og önnur hlunn- indi stjórnenda fyrirtækjanna til að svipta hulunni af raun- verulegum launakjörum þeirra. Búist er við því að hluthafar fyr- irtækjanna verði ánægðir með breytingarnar sem vonast er til að verði að lögum á næsta ári. Mörg fyrirtæki hafa þegar gert launakjör stjórnendanna gegnsærri, en önnur fyrirtæki reyna enn hvað þau geta til að fela þau með flóknum bókhalds- klækjum, að mati SEC, sem hefur þrýst á fyrirtæki síðast- liðin 14 ár að fá skýrari upplýs- ingar um raunveruleg kjör og hlunnindi stjórnenda fyrirtækja í Bandaríkjunum. - jab Skýrari launakjör BANDARÍKJADOLLARAR Bandaríska fjármálaeftirlitið vill gera launakjör stjórn- enda hjá fyrirtækjum gegnsærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.