Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 58

Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 58
MARKAÐURINN 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR14 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hópur manna í Massachusetts í Bandaríkjunum, sem andsnúinn er Microsoft, hefur hrint í fram- kvæmd átaki sem á að stuðla að því að fá netverja til að hætta að nota Internet Explorer-vafrann frá Microsoft og fara að rápa um netið með Firefox- vafranum frá Mozilla. Átakið nefnist Explorer Destroyer. F o r s v a r s - menn hópsins segja marga hafa lengi langað til að skipta um vafra. Nú sé rétti tíminn til þess því þeir fái borgað fyrir ómakið. Hópurinn nýtir sér nýtt tól frá Google til þess arna, en hver sá sem fer á vefsvæði Google og sækir sér þaðan vafrann frá Firefox fær greiddan 1 banda- ríkjadal, jafnvirði rétt tæpra 75 króna. V e f s v æ ð i hópsins er www. e x p l o r e r - destroyer.com. - jab Átak gegn Microsoft MERKI FIREFOX Þeir sem vilja skipta um vafra fá 75 krónur fyrir ómakið. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Svo virðist sem vinsældir hryllingsmyndarinnar Silent Hill, sem byggir á samnefndum tölvuleik frá árinu 1999, hafi ýtt heldur betur við kvik- myndaframleiðendum í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi og skilaði 20,2 milljónum dala í kassann fyrstu sýningarhelgina. Um þessar mundir er verið að ræða um framhald kvikmyndarinnar. Sjö kvikmyndir, sem byggðar eru á tölvuleikj- um, eru nú í vinnslu og vonast menn eftir meiri aur í kassann þrátt fyrir að aðlögun tölvuleikja fyrir hvíta tjaldið hafi alla jafna ekki gefist vel. Myndirnar sem um ræðir eru DOA: Dead or Alive, sem frumsýnd verður í ágúst og á næsta ári verða frumsýndar myndirnar Halo, sem Peter Jacksson, leikstjóri þríleiksins um Hringadróttinssögu og risaapann King Kong framleiðir, og Spy Hunter. Þá er búist við að seint á næsta ári verði þriðja myndin frumsýnd, sem gerð er eftir tölvuleikjunum óhugnanlegu, Resident Evil. Sömuleiðis er í vinnslu gerð kvik- myndar sem byggir á tölvuleik sem fjallar um Lísu og ævintýri hennar eftir að hún sneri aftur frá Undralandi. Auk þessa er Paul W. S. Anderson, sem leikstýrði Resident Evil: Apocalypse, sagður vera að gera kvikmynd eftir leiknum Castlevania, sem fjallar um heila fjölskyldu af vampírubönum sem eltir uppi vampíruna Drakúla. Enn hefur ekkert verið gefið upp um væntanlegan frum- sýningardag en búist er við að myndin nái álíka vinsældum og Silent Hill. Þeir sem fylgst hafa með þróun tölvuleikja og kvikmyndaaðlögunar segja að tölvuleikjaunnend- ur bíði spenntir eftir kvikmyndum sem gerðar séu eftir tölvuleikjum og sé næsta öruggt að þær slái í gegn á meðal fólks á aldrinum 18 til 35 ára. Engin kvikmynd sem gerð hefur verið eftir tölvuleik hefur náð jafn miklum vinsældum og kvikmyndin Lara Croft: Tomb Raider, sem frum- sýnd var árið 2001 og skilaði 131 milljón banda- rískra dala í kassann. Kvikmyndagerðarmenn eru sagðir bíða spennt- ir eftir næstu kynslóð leikjatölva á borð við PlayStation 3 og fleiri gerðum en öll myndvinnsla er sögð verða mun betri en tölvuleikjaunnendur hafa fram til þessa átt að venjast. Paul W. S. Anderson, leikstjóri Castlevaniu, segir að þar sem leikirnir komi til með að líkjast kvikmyndum að gæðum þá verði kvikmyndagerð- armenn að koma til móts við nýja tækni með betri kvikmyndaaðlögun. Fleiri leikir í bíó Kvikmyndaframleiðendur telja að myndir sem byggja á tölvuleikjum verði vinsælar á næstu árum. ÚR TÖLVULEIKNUM DOOM 3 Samnefnd kvikmynd eftir þess- um vinsæla tölvuleik var frumsýnd á síðasta ári. Skólar í Bretlandi eiga í mesta basli með tölvukost sinn, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Becta, ríkisstofnunar sem hefur umsjón með tölvumálum breskra menntastofnana, sem kemur út í vikunni. Í skýrslunni kemur fram að þótt tölvum hafi stór- fjölgað í breskum skólum þá hafi lítið gerst síðustu árin og eru tölvur orðnar allt að þriggja ára gamlar í mörgum þeirra. Þá segir að nemendum hafi fjölgað meira en sem nemur fjölgun tölva í breskum skólum síðastliðin ár og og því séu marg- ir nemendur um hverja tölvu. Í breskum barnaskólum eru rúm- lega sex nemendur um hverja tölvu en í breskum gagnfræða- skólum deila 3,7 nemendur með sér einni tölvu. - jab Gamlar tölvur GAMLAR TÖLVUR Í INNKAUPAKERRU Yfirvöld í Bretlandi telja að of gamlar tölvur séu í mörgum breskum skólum. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 0 8 1 LÆGRI KOSTNAÐUR FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI FYRIRTÆKJAVILD GLITNIR KYNNIR FYRIRTÆKJAVILD Fyrirtækjavild samanstendur af bankaþjónustu Glitnis, fjármögnunar- þjónustu hjá Glitni Fjármögnun og tryggingaþjónustu hjá Sjóvá. Fyrirtækjavild eykur fríðindi þeirra fyrirtækja sem nýta sér heildarþjónustu bankans. Þjónustan skiptist í þrjú stig eftir umfangi viðskipta – Vild, Gullvild og Platínumvild. • Betri kjör • Betri þjónusta • Aukin fríðindi • Afsláttarkjör • Heildaryfirsýn yfir fjármálin í Fyrirtækjabankanum • Aukin þægindi með banka og tryggingar á sama stað Kynntu þér kosti Fyrirtækjavildar hjá fyrirtækjafulltrúum okkar í síma 440 4000 eða á glitnir.is. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.