Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 03.05.2006, Qupperneq 60
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 3. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Mikill kraftur og elja hefur einkennt framgöngu íslensks athafnafólks undanfarin ár. Upp úr 1990 hófu íslensk fyr- irtæki að hasla sér völl í æ ríkari mæli á erlendri grund. Fjármálastofnanir hér á landi hafi stutt dyggilega við bakið á þessum frumkvöðlum. Þær hafa jafnframt samhliða styrkt undirstöður eigin starfsemi með fjölgun starfstöðva erlendis, fjölgun tekjustofna með nýjum starfssviðum og með ráðningu hæfra starfsmanna. Mikil hækk- un á hlutabréfum íslenskra fyrir- tækja undanfarin ár endurspegl- ar þessa þróun. Allir landsmenn hafa notið góðs af þeim ávinn- ingi. Þar af leiðir að allir hafa hag af því að svo verði áfram. Það traust sem íslenskt viðskiptalíf nýtur erlendis er fjöregg þjóð- arinnar. Falli skuggi á það traust er það ekki einkamál fjármála- stofnana og athafnafólks. Málið varðar okkur öll. FLEIRI FJÖREGG Landsmenn eru hluthafar í íslenskum fyrirtækjum með bein- um hætti og í gegnum réttindi og eignir í lífeyrissjóðakerfinu. Einkar vel hefur tekist til við upp- byggingu lífeyriskerfisins með sjóðssöfnun. Þannig er hverjum og einum gert skylt að leggja fyrir jafnóðum til að mæta útgreiðsl- um þegar komið er á eftirlauna- aldur. Gegnumstreymiskerfi, sem er andstæða sjóðssöfnunar, hefur verið við lýði í mörgum af nágrannalöndum okkar um langt skeið. Það hefur leitt til þess að lífeyrissjóðakerfið þar er á brauðfótum. Við blasir ekk- ert nema þrot, þar sem fólk á vinnumarkaði þarf að standa undir greiðslum til stöðugt vaxandi hóps eftirlaunaþega. Heildareignir íslenskra lífeyris- sjóða voru tæplega 1200 millj- arðar króna um síðustu áramót. Enginn ætti því að þurfa að horfa öfundaraugum til annarra þjóða sem sumar hverjar búa einnig yfir digrum sjóðum. STIGIÐ Á TÆR Það ætti að vera öllum ljóst hverj- ir hafa farið fremstir í flokki í útrás íslenskra fyrirtækja sem aukið hefur velmegun hér á landi. Tal um að of geyst hafi verið farið og nú beri að hægja á ber vott um lítinn skilning á aðstæð- um. Nær væri að hvetja fólk til frekari afreka með hagstæðara skattumhverfi atvinnurekstrar til jafns við það sem best gerist annars staðar og leggja kapp á að skapa fleiri hálaunastörf hér á landi. Það dylst engum að íslenskt athafnafólk og fjármálastofnanir að baki þeim hafa á leið sinni stjakað við öðrum. Slíkt gerist líka á hlaupabrautinni. Ef kepp- andi er kominn heilum hring á undan og er við það að taka fram úr aftur er eðlilegt að keppinaut- urinn láti finna fyrir sér. Erlendar fjármálastofnanir og viðskiptaaðilar hafa misst spón úr aski sínum samhliða íslenskri útrás. Viðskiptavinir hafa fært sig um set, viðskiptasambönd hafa rofnað og fjárfestingatækifæri hafa farið forgörðum. Viðbrögð erlendra fjölmiðla, banka og greiningarfyrirtækja bera þess merki að mörgum svíður þetta sárt. Sumir hafa farið offari í sinni umfjöllun. Dapurlegra er þó að aðilar hér á landi hafa kosið að enduróma illa ígrundaðar yfir- lýsingar og órökstudda gagnrýni erlendra samkeppnisaðila. Framhjá því verður ekki litið að erlend matsfyrirtæki hafa nýverið réttilega bent á atriði sem betur mega fara. Þær ábend- ingar snúa að ríkisfjármálum og stjórn peningamála og banka- kerfinu og rekstri einstakra fjár- málastofnana. Það yrði að teljast yfirlætisháttur að taka slíkar athugasemdir ekki til rækilegrar skoðunar. UTAN LANDHELGI Styrkur íslenskra fjármálastofn- ana er meiri en áður og þekking og reynsla íslensks athafnafólks fer vaxandi. Staða ríkissjóðs er jafnframt ákaflega sterk. Unnið hefur verið ötullega að því und- anfarnar vikur að vekja enn frek- ari athygli á þessum staðreynd- um. Skynsemi og yfirvegun er besta vopnið í baráttunni. Karp við öfundarmenn er tímasóun. En það kann að vera við ramm- an reip að draga. Sá veruleiki sem við höfum upplifað undan- farnar vikur er hugsanlega að vissu marki kominn til að vera. Skortstaða norska olíusjóðsins í skuldabréfum íslenskra fjár- málafyrirtækja kann að valda mönnum heilabrotum. En hvaða lögsögu höfum við Íslendingar í því máli? Nákvæmlega enga. Líklegt má telja að slíkt endur- taki sig fremur en að mögulegt sé að útiloka slík viðskipti. Við þurf- um að laga okkur að breyttum aðstæðum. Því fyrr því betra. BLESSUÐ KRÓNAN Mikill viðskiptahalli hefur verið viðvarandi hér á landi um langt skeið og við slíkar aðstæður gefur gengi gjaldmiðilsins undan að lokum. Gengi krónunnar hefur að undanförnu lækkað umtals- vert. Sú þróun var fyrirsjáanleg en telja má líklegt að það stytt- ist í að jafnvægi verði náð. Við núverandi aðstæður fá hugmynd- ir um upptöku Evru byr undir báða vængi. Vangaveltur um að Ísland gangi í Evrópusambandið í skjóli fjölmargra undanþága eru væntanlega eins fjarri hinu sanna og hugsast getur – skilyrð- islaus aðild er mun raunhæfara vinnulíkan. Umrótið á fjármála- mörkuðum undanfarnar vikur verður ekki skrifað alfarið á krónuna. Rök má færa fyrir því að lágvaxtaumhverfi evrópska seðlabankans undanfarin ár hefði kynt enn frekar undir þá þenslu sem við verðum nú að horfast í augu við þrátt fyrir ítrekaðar stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. RÍKIÐ OG BANKI BANKANNA Færa má rök fyrir því að Seðlabankann hafi skort stuðn- ing þeirra sem stjórna ríkisfjár- málum í baráttu sinni við verð- bólguna. Sjálfsagt hefði bankinn átt að kveða fastar að orði í yfir- lýsingum sínum og aðgerðum og fyrr. En það er auðvelt að fella dóma. Mestu skiptir nú mat á framhaldinu og viðeigandi við- brögð. Rýmri aðgangur almenn- ings að lánsfé á betri kjörum en áður á vissulega sinn þátt í því að verðbólga hefur mælst of mikil um langt skeið. Stjórnvöld riðu á vaðið með verulegri hækk- un hámarkslána Íbúðalánasjóðs. Þau hafa nú ákveðið að rýmka enn útlánamörk og slaka á kröf- um um tryggingar. Núverandi fyrirkomulag á rekstri sjóðsins er ekki vænlegt til framtíðar. Á það hefur verið bent í skýrsl- um erlendra matsfyrirtækja. Mikilvægt er að ríkissjóður dragi úr afskiptum sínum af húsnæð- ismarkaðnum sem fyrst. Það er eðlilegt framhald og í fullu sam- ræmi við minnkandi ríkisafskipti af fjármálamarkaði. Hlutdeild sjóðsins á íbúðalánamarkaði er nú um 40% og fyrsti áratugur nýrrar aldar er nú þegar rúmlega hálfnaður. Enginn er annars bróðir í leik Gunnar Árnason Sérfræðingur efnahagsmála hjá SPV O R Ð Í B E L G Í dag verður kynnt í New York skýrsla sem Frederic Mishkin, prófessor við Colombiuháskóla í New York hefur unnið um íslenskt viðskipta og efnahagslíf. Skýrslan er unnin að beiðni hagsmunaaðila á Íslandi og er viðbragð við neikvæðri umræðu sem verið hefur um íslenskt viðskiptalíf bæði erlendis og hér heima. Niðurstaða þessa virta fræðimanns er ekki ljós þegar þetta er skrifað, en búast má við því að skýrslan muni vekja nokkra athygli og verða til þess fallin að umræðan færist í átt til meiri raunveruleika en verið hefur. Sú skoðun er byggð á þeirri sannfæringu að þrátt fyrir ójafnvægi í hagkerfinu sé í því mikill styrkur og fjármálakerfið standi traustum fótum. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs bank- anna styðja þá skoðun að áhætta þeirra af innlendum sveiflum sé mun minni en af hefur verið látið. Þannig var ávöxtun innlendra eigna bankanna fremur rýr á fyrsta ársfjórðungi. Hlutabréfamarkaður hækkaði mun minna en ofaldir fjárfestar eiga að venjast og gjaldmiðillinn rýrnaði veru- lega. Það er því ánægjulegt að sjá að öll fjármálafyrirtækin hafa skilað afkomu umfram spár greiningaráðila. Samanlagður hagnaður banka á fyrsta ársfjórðungi er tíu og hálfum milljarði umfram spár og hagnaður- inn yfir sextíu milljarðar. Mikill geng- ishagnaður einkennir uppgjör bank- anna sem fyrr, en í þetta skiptið eru það erlendar eignir sem gefa af sér. Uppgjörin sýna glöggt þá grundvallar- breytingu sem orðið hefur á skömmum tíma. Ekki þarf að leita langt aftur til þess að forsvarsmenn stærstu fyrir- tækja landsins ljómuðu af gleði vegna árshagnaðar sem nam einu prósenti af ársfjórðungshagnaði fjármálafyrir- tækjanna. Árangurinn nú mun hjálpa í erlendri umræðu um íslenskt viðskipta- og atvinnulíf. Líklegt er þó að bankarnir þurfi að sýna góðan rekstur á næstu mánuðum til að vinna sig í gegnum nei- kvæða umræðu síðustu mánaða. Skýrsla Mishkin‘s og ráðstefna Economist sem haldin verð- ur um miðjan maí eru mikilvæg innlegg í umræðuna. Hvort tveggja mun leiða til jarðbundnari og yfirvegaðri umræðu um viðskiptalífið. Það er mikil þörf á slíkri umræðu og gott að sjá að forystufólk íslensks viðskiptalífs hefur tekið umræðuna alvar- lega og lagst á árar til að upplýsa umheiminn um þann raunveru- leika sem býr að baki viðskiptaævintýri síðustu ára. Skýrsla, hringborð og uppgjör banka hjálpa til við að snúa umræðunni: Viðskiptalífið snýr vörn í sókn Hafliði Helgason Samanlagður hagnaður banka á fyrsta ársfjórð- ungi er tíu og hálfum milljarði umfram spár og hagnaðurinn yfir sextíu milljarðar. Mikill gengis- hagnaður ein- kennir uppgjör bankanna sem fyrr, en í þetta skiptið eru það erlendar eignir sem gefa af sér. Uppgjörin sýna glöggt þá grund- vallarbreytingu sem orðið hefur á skömmum tíma. Kannabis fyrir sjúka Economist | Breska vikuritið Economist gerir notk- un kannabisefna að umfjöllunarefni í nýjasta tölu- blaði sínu. Þar segir að ef kannabis myndi skyndi- lega finnast falið í fjallshlíð þá myndi það heyra til stórtíðinda í læknavís- i n d u n u m . Læknar og aðrir sér- fræðingar í heilbrigðisgeiranum myndu ausa lofi á hæfileika þess til að lina sársauka og þjáningar vegna ýmissa sjúkdóma, m.a. krabbameins. Staðreyndin sé hins vegar sú að heilbrigðisyfirvöld margra landa setja kannabisefni í flokk með hættulegum fíkniefnum. Þar fara bandarísk stjórnvöld fremst í flokki, að mati tímaritsins. Sannleikurinn er hins vegar sá að efnið hefur fylgt mannkyni í þúsundir ára og velti það fremur á stjórnvöldum en öðrum að viðurkenna það sem lyf svo sjúklingar víða um heim þurfi ekki að útvega sér það eftir krókaleið- um. Netbólan snýr aftur Fortune | Netbólan, sem sprakk með látum skömmu eftir síðustu aldamót með skelfilegum afleiðing- um, er komin aftur, að sögn bandaríska vikurits- ins Fortune. Í nýjasta tölublaði tímaritsins segir að her þeirra netfyrirtækja sem hafi litið dagsins ljós í netbólunni hafi horfið á braut og eftir standi tækninýjungar sem muni verða til næsta aldarfjórðunginn. Þá segir enn- fremur að fjárfestar ættu í raun að sjá hag sínum borgið með fjárfestingum í nýjum net- og tækni- fyrirtækjum. Nú sitji mun fleiri fyrir framan tölvurnar en áður auk þess sala á tækjum á borð við gsm-síma og iPod-spilara hafi margfaldast á milli ára. Litlar líkur eru taldar á sprengingu netbólunnar með jafn slæmum afleiðingum og um aldamótin og ættu fjárfestar að vera öruggari nú en áður dembi þeir sér í nethafið á ný, að sögn blaðsins. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. “Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.” Ester Ýr Jónsdóttir, kennari “Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.” Rut Skúladóttir, 20 ára nemi. Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. 3. vikna hraðnámskeið 13. júní Akureyri 3. vikna hraðnámkeið 17. maí Náðu árangri með okkur í sumar og skráðu þig á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans. Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.