Fréttablaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 77
MIÐVIKUDAGUR 3. maí 2006 21
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
8
7
2
Undanfarin sumur þegar lax- og
silungsveiðitímabil hafa staðið
sem hæst hefur mér oft verið
hugsað til þess hvort fiskar, til
dæmis lax séu álitin tilfinninga-
laus eða yfirleitt ekki álitin dýr.
Hvað segja dýraverndunarsam-
tök um það að fullorðið fólk verji
allt að klukkutíma í að pynta lax og
í lokin kyssa fiskinn og sleppa
honum síðan. Þegar ég var ungl-
ingur stundaði ég veiðar af kappi
en þá var markmiðið að landa fisk-
inum sem fyrst og drepa síðan á
sem fljótlegastan hátt og nýta
síðan til matar.
Mér finnst dýraverndunarsam-
tök sofa á verðinum í þessum
efnum. Það er ekki verjandi að
fullorðið fólk sé að pynta dýr sér
til ánægju (fólk kemur jafnvel
hingað til lands eingöngu til þess
að stunda þetta „sport“ jafnvel
efnafólk). Mér finnst að það eigi að
banna lax- og silungsveiðar með
einni undantekningu þó; að börn
og ungmenni fái að stunda tak-
markaðar veiðar sem taki sem
stystan tíma að landa aflanum og
engum fiski sleppt. Hvernig myndi
ykkur líða á eftir ef öngli væri
krækt í gegnum kinn, kjálka eða
tungu og síðan rifið út úr og þið
gætuð ekki leitað læknis eða ann-
arrar hjálpar á eftir. Hversu lengi
yrðu þau sár að gróa?
Ég er nokkuð viss um að þó
nokkur hluti laxa sem sleppt er að
lokinni píningu drepst fljótlega á
eftir kvalafullum dauðdaga. Það
hlýtur að vera til önnur og mann-
úðlegri afþreying til handa þess-
um mönnum. Nægir þeim ekki að
eiga og aka dýrum og breyttum
jeppum sínum eða þenja gólfkúlur.
Verða þeir að fá fullnægju grimmd-
arinnar við að pína saklaus dýr. Ég
hvet dýraverndunarsamtök til að
láta málið til sín taka.
Ill meðferð
á dýrum
UMRÆÐAN
JÓN JÓNSSON, FYRRVERANDI VAGN-
STJÓRI, SKRIFAR UM LAXVEIÐAR
Ég er nokkuð viss um að þó
nokkur hluti laxa sem sleppt
er að lokinni píningu drepst
fljótlega á eftir kvalafullum
dauðdaga.
Ágæt tíðindi berast nú af skoðana-
könnunum Gallup og Fréttablaðs-
ins. Frjálslyndir og óháðir í borg-
inni styrkja stöðu sína í
kosningabaráttunni. exBé listinn er
hins vegar kominn í mikil vand-
ræði. Eflaust vegna vitlausra hug-
mynda um flugvöll á Lönguskerjum
sem allir sjá við nánari skoðun og
umræður að er fráleit hugmynd.
Nú rifjast upp gömul en sönn
saga sem hefur glettilega skírskot-
un við þá stöðu sem nú er komin
upp: „Víkingaskipin lögðu inn á
Skerjafjörð laugardaginn 23. júní
og stefndu á Seyluna. Steig þá hirð-
stjóri á hest með sveit manna, og
reið flokkurinn fram og aftur með
langar stengur, sem smíðaðar höfðu
verið. Var það gert í því skyni, að
víkingum virtist þar sveit altygjaðra
manna. Víkingar tóku að skjóta úr
fallbyssum sínum, er þeir nálguð-
ust, og var þeim svarað með fall-
byssuskotum úr virkinu og af hirð-
stjóraskipinu á Seylunni. Véku þá
víkingar skipum sínum undan norð-
ur á fjörðinn, en við það tók stærra
skipið niðri, þar sem heita Löngu-
sker, og stóð fast. Lét hirðstjóri þá
hætta skothríðinni, því að honum
þótti ekki vogandi að egna vík-
ingana til bardaga, ef vera kynni, að
þeir létu sér strandið að kenningu
verða. Hófu þá víkingar að flytja
fanga og þungavarning úr hinu
strandaða skipi yfir á hitt, en
fleygðu því í sjóinn, er torveldast
var viðfangs. Tókst þeim loks eftir
hálfan annan sólarhring að ná skip-
inu af grynningunum og færðu skip
sín þá utar, þar sem þeir voru óhult-
ari. Þar selfluttu þeir fólk og varn-
ing á ný á milli skipanna, sigldu
síðan brott og létu í haf með feng
sinn.“
Svona greinir Öldin okkar 1601-
1700 frá því þegar sjóræningjar frá
Alsír hugðust gera strandhögg og
rán á Bessastöðum sumarið 1627.
Engin ferð til fjár, heldur strönduðu
þeir á rauðmagamiðum þeim sem
tæpum 400 árum síðar varð fyrir-
hugað flugvallarstæði exBé-listans.
Því miður sluppu víkingarnir úr
klemmunni, kannski ekki síst vegna
þess að Rósinkrans hirðstjóri á
Bessastöðum heyktist á því að láta
til skarar skríða og ráða niðurlög-
um ræningjanna á Lönguskerjum.
Þetta voru mikil mistök, því bófarn-
ir áttu eftir að gera strandhögg
víðar og valda miklum skaða. Nægir
að nefna Vestmannaeyjar í því sam-
bandi.
Nú hefur skúta exBé-listans
undir stjórn sjókafteins Björns Inga
Hrafnssonar steytt á Lönguskerj-
um eins og skip píratanna árið 1627.
Við í Frjálslynda flokknum siglum
hins vegar í góðum byr, enda erum
við miklu betri sjómenn en þeir sem
skipa áhöfnina á ólukkufleytu exBé-
listans. Sjókafteinn Hrafnsson og
áhöfn hans eru hvergi jafn séðir
sjófarendur og víkingarnir forðum
frá Algeirsborg, sem fóru strax í að
gera ráðstafanir til að losa skip sitt
og komust á brott. Þau hafa nefni-
lega hvergi gert tilraunir til að losa
sína lekabyttu. Frekar kappkostað
að auglýsa strand sitt með hátt-
stemmdum yfirlýsingum í öllum
fjölmiðlum og þannig fest skip sitt
kyrfilega á skerjunum. Þar mun
fleytan bera beinin. Þau munu ekki
komast á brott til að valda lands-
mönnum ómældu tjóni eins og ræn-
ingjarnir forðum. Nóg er það nú
samt.
Sjókafteinn Hrafnsson og strandið á Lönguskerjum
UMRÆÐAN
FLUGVÖLLUR Á
LÖNGUSKERJUM
MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
ALÞINGISMAÐUR
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4