Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 79

Fréttablaðið - 03.05.2006, Side 79
MIÐVIKUDAGUR 3. maí 2006 23 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.433 - 2,54% Fjöldi viðskipta: 680 Velta: 6.638 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 59,70 -1,32% ... Alfesca 3,88 -0,51%... Atorka 5,85 -2,50% ... Bakkavör 49,20 +0,20% ... Dagsbrún 5,48 -2,84% ... FL Group 18,60 -4,12% ... Flaga 3,72 -1,33% ... Glitnir 17,00 +0,00% ... KB banki 726,00 -4,47% ... Kögun 74,00 -0,67% ... Landsbank- inn 21,30 -3,18% ... Marel 72,20 -0,96% ... Mosaic Fashions 17,90 -0,56% ... Straumur-Burðarás 16,70 -1,18% ... Össur 106,50 -2,74% MESTA HÆKKUN Bakkavör 0,20% MESTA LÆKKUN KB banki 4,47% FL Group 4,12% Landsbanki 3,18% Umsjón: nánar á visir.is Undirliggjandi sjó›ur KB Sparifjár er Skammtímasjó›ur KB banka. Markmi› sjó›sins er a› ná gó›ri ávöxtun og áhættudreifingu me› fjárfestingum í blöndu›u safni ver›bréfa. Skammtímasjó›ur telst vera næst áhættuminnsti sjó›ur KB banka. Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003 um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti útbo›sl‡singar sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbsjodir.is. E N N E M M / S ÍA / N M 2 15 4 6 KB Sparifé er fyrir flá sem vilja s‡na fyrirhyggju í fjármálum me› flví a› leggja fyrir me› reglubundnum hætti og njóta öruggrar ávöxtunar og ver›tryggingar. • Jöfn og gó› ávöxtun. • Inneignin er óbundin og alltaf laus til útborgunar. • fiú getur breytt upphæ›inni flegar flér hentar. • fiú ákve›ur hversu miki› flú vilt spara í einu (lágmark 5.000 kr.). • A› mestu ver›trygg›ur sparna›ur. fia› er au›velt a› byrja a› spara. Komdu í næsta útibú KB banka, hringdu í rá›gjafa í síma 444 7000 e›a far›u á kbbanki.is. KB SPARIFÉ FYRIR N†JAN DAG OG N† TÆKIFÆRI Tölvufyrirtækið Apple Computers hefur endurnýjað samninga við fjóra stærstu plötuframleiðendur í heimi um að selja á föstu verði tónlist á netinu. Á fréttavef Breska ríkisút- varpsins (BBC) er frá því greint að samningurinn sé við fyrirtækin Universal, Warn- er Music, EMI og Sony BMG, en hann gerir Apple kleift að selja í iTunes nettónlist- arversluninni hvert lag á 79 pens í Bretlandi, eða 99 sent í Bandaríkj- unum. Verðið jafngildir um 100 krónum fyrir hvert lag. Plötufyrirtækin hafa viljað inn- heimta hærra verð fyrir nýja tón- list, en Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur sakað þau um græðgi og nú fengið sínu framgengt um sama verð fyrir öll lög. - óká Apple semur um tónlistina Eimskip hefur skrifað undir samn- ing um smíði á tveimur frystiskip- um fyrir 260 milljónir norskra króna sem jafngildir 3.120 millj- ónum íslenskra króna. Eiga nýju skipin að leysa eldri skip félagsins af hólmi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að með nýjum frystiskipaflota geti Eimskip boðið upp á enn fjölbreyttari flutn- inga á borð við hitastýrða flutn- inga á kjöti, grænmeti, ávöxtum og fleiri vörum á alþjóðavísu. Frystiskiptin verða byggð af Myklebust Verft AS í Noregi og verða þau afhent í júlí og nóvem- ber árið 2007. Skipin verða í eigu Eimskips og í rekstri hjá dótturfélagi þess, Eimskip-CTG. Samið um frystiskipasmíð Flotinn endurnýjaður Eimskip hefur skrifað undir samning um smíði á tveimur nýjum frystiskipum. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vitnaði í ræðu sinni á frídegi verkalýðs- ins á mánudag, til erindis Hreið- ars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings banka, sem hann hélt á ráðstefnu Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja (SBV) í síðustu viku. Hreiðar velti því m.a. upp hvort verðtrygging lána væri orsakavaldur óstöðugleikans hér á landi og ýjaði að því hvort tíma- bært væri að afnema hana. Kristján sagði verðtrygginguna einu tryggingu fólks fyrir raun- ávöxtun lífeyris síns. Allt tal um afnám verðtryggingarinnar væri árás á launafólk og þjónaði slíkt aðeins hagsmunum bankanna. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), segir í Markaðnum í dag að erindi Hreið- ars Más um verðtrygginguna sé mikilvægt innlegg í umræðuna um kosti og galla hennar. Hins vegar segir hann brenna við að menn misskilji hana og telji að hún geti verið afnumin á einni nóttu. Guðjón segir verð- trygginguna ekki lög- boðna skyldu heldur heimild aðila á fjármálamarkaði til að verðtryggja lán sem eru til lengri tíma en fimm ára. Verðtryggingunni verði ekki kastað fyrir róða í einu vetfangi, eins og stundum virðist mega skilja á þeim sem mælt hafi gegn henni. Verði evra tekin upp sem gjaldmiðill hér á landi í stað krón- unnar í framtíðinni þá verði farið úr verðtryggðum lánum í óverð- tryggð lán sama dag og upp- taka evrunnar á sér stað. Umræðan um verðtryggð lán og óverðtryggð eigi sér því stað svo lengi sem krónan er gjald- miðill hér á landi, að hans sögn. Sjá einnig Markaðinn / - jab Mikilvægt að opna umræðuna KRISTJÁN GUNNARS- SON Kristján sagði í ræðu sinni 1. maí að afnám verðtrygg- ingarinnar væri árás á launafólk. Evran styrktist gagnvart banda- ríkjadal eftir að framleiðslutölur á evrusvæðinu fyrir síðasta mánuð sýndu mestan vöxt í fimm ár. Evran hefur styrkst um tæp sjö prósent gagnvart dal frá áramót- um vegna væntinga um að Evr- ópski seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti á meðan ýmislegt bendi til þess að tveggja ára vaxtahækkunarferli sé lokið í Bandaríkjunum. Ein evra kostaði yfir 1,26 bandaríkjadal á mörkuðum í gær. - eþa Evra styrkist gagnvart dal STEVE JOBS For- stjóri Apple með mp3-spilara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.