Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 23

Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. ÁRLEG FJÖLSKYLDUFERÐ FARIN ÞANN 16. SEPTEMBER. Laugardaginn 16. september næstkomandi verður haldið í hina árlegu 4x4 fjölskylduferð Hyundai. Safnast verður saman í B&L húsinu klukkan 8.30 um morguninn og farið yfir ferðatilhögun og öryggisreglur. Lagt verður í hann stundvíslega klukkan 9. Áfangastaðurinn er Brautarholt í Skeiðahreppi og verður ekið þangað um Hrunmannaafrétt. Leiðin státar bæði af mikilli nátt- úrufegurð og skemmtilegum 4x4 akleiðum, sem reyna aðeins á jeppaeiginleikana. Að vanda verður grillað og brugðið á leik á áfangastað, auk þess sem allir fá smá ferðanesti í bílinn áður en lagt er af stað. Formlegri dagskrá lýkur klukkan 17, en frá Brautarholti í Skeiðahreppi er ekki nema 30 mínútna akstur til Selfoss, á malbikuðum vegi. Nánar um ferðina og leiðarlýs- inguna á www.bl.is. 4x4 ferð Hyundai Ferðin er tilvalið tæki- færi fyrir þá sem eiga fjórhjóladrifsbíla frá Hyundai til að kynnast landinu og hver öðrum. Mazda bílar eru vinsælir í ár en mesta söluaukningin hefur orðið á þessari bílategund það sem af er árinu. Alls munu 459 Mazda bílar hafa selst á fyrstu átta mán- uðunum, sem er 74,5 prósenta aukning samanborið við sama tímabíl í fyrra. Mývatnssveit – með kostum og kynjum – árbók Ferðafélags Íslands 2006 er komin út. Í henni er fjallað um Mývatnssveit og nánasta umhverfi. Jón Gauti Jónsson landfræðingur ritaði bókina en fuglaljósmyndarinn Jóhann Óli Hilmarsson tók myndir. www.fi.is. Dr. Motoshi Suzuki heldur fyrir- lesturinn „Viðbrögð svæðisbund- inna stofnana við mannréttinda- brotum“ í dag kl. 16.15 í Lögbergi stofu 102. Alþjóðamálastofnun og japanska sendiráðið standa fyrir fyrirlestrinum sem fluttur verður á ensku. ALLT HITT [ BÍLAR FERÐIR NÁM ] SCHUMACHER LEGGUR KEPPNISSKÓNA Á HILLUNA Einn farsælasti ökuþór allra tíma lýkur ferlinum á toppnum. BÍLAR 2 GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 13. september, 256. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádeigi Sólarlag Reykjavík 6.44 13.24 20.01 Akureyri 6.26 13.08 19.49 Hrafnhildur Helgadóttir er nemandi á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún segir að námið sé skemmtilegt og kennararnir góðir. Listnámið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er þriggja ára nám en hægt er að bæta við einu ári í bóklegum fögum og útskrifast með stúdentspróf. „Flestir bæta þessu ári við sig og ég er að gera það núna og verð stúdent um jólin,“ segir Hrafnhildur. Hægt er að velja á milli þriggja sviða á listnámsbrautinni. „Brautirnar eru mynd- listarbraut, sem ég er á, arkitektasvið og hönnunarbraut þar sem er kennd fatahönn- un.“ Hrafnhildur er mjög ánægð á myndlistar- brautinni og segir að námið sé fjölbreytt og kennararnir góðir. „Við lærum grunnteikn- ingu, módelteikningu, anatómíu, myndbygg- ingu og litafræði. Þegar við erum búin með grunninn förum við svo í verkáfanga þar sem við veljum okkur verkefni sem við vinn- um sjálfstætt.“ Vídeólistaverk höfða mikið til Hrafnhild- ar og hún hefur gert dálítið af þeim. „Þegar maður er búinn með grunninn og fer í þessa frjálsu áfanga getur maður valið sér miðil og ég reyni að gera mest af vídeólistaverkum.“ Hrafnhildur er búin með flesta myndlist- aráfangana og er núna að klára það sem hana vantar upp á til þess að ljúka stúdentsprófi. „Núna er ég eiginlega bara í bóklegum áföng- um. Ég er reyndar í einum photoshop áfanga en það var eina valið sem ég gat tekið með.“ Eftir áramót ætlar Hrafnhildur svo að taka sér frí frá skóla en hana langar að fara í listnám á háskólastigi næsta vetur. „Ég ætla að sækja um listaháskólann hér og svo lang- ar mig dálítið að sækja um listaháskóla í Skotlandi og á Kúbu. Ég kann reyndar enga spænsku en það er aldrei að vita nema ég noti vorið til þess að læra eitthvað í henni. Það er allt opið,“ segir hún og hlær. emilia@frettabladid.is Vídeólistaverk heilla Hrafnhildur stefnir á að fara í listaháskóla á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SKÍÐAPARADÍS UTAN EVRÓPU Sólríkt er á skíðasvæðunum í Colorado í Bandaríkjunum. FERÐIR 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.