Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 13.09.2006, Qupperneq 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. ÁRLEG FJÖLSKYLDUFERÐ FARIN ÞANN 16. SEPTEMBER. Laugardaginn 16. september næstkomandi verður haldið í hina árlegu 4x4 fjölskylduferð Hyundai. Safnast verður saman í B&L húsinu klukkan 8.30 um morguninn og farið yfir ferðatilhögun og öryggisreglur. Lagt verður í hann stundvíslega klukkan 9. Áfangastaðurinn er Brautarholt í Skeiðahreppi og verður ekið þangað um Hrunmannaafrétt. Leiðin státar bæði af mikilli nátt- úrufegurð og skemmtilegum 4x4 akleiðum, sem reyna aðeins á jeppaeiginleikana. Að vanda verður grillað og brugðið á leik á áfangastað, auk þess sem allir fá smá ferðanesti í bílinn áður en lagt er af stað. Formlegri dagskrá lýkur klukkan 17, en frá Brautarholti í Skeiðahreppi er ekki nema 30 mínútna akstur til Selfoss, á malbikuðum vegi. Nánar um ferðina og leiðarlýs- inguna á www.bl.is. 4x4 ferð Hyundai Ferðin er tilvalið tæki- færi fyrir þá sem eiga fjórhjóladrifsbíla frá Hyundai til að kynnast landinu og hver öðrum. Mazda bílar eru vinsælir í ár en mesta söluaukningin hefur orðið á þessari bílategund það sem af er árinu. Alls munu 459 Mazda bílar hafa selst á fyrstu átta mán- uðunum, sem er 74,5 prósenta aukning samanborið við sama tímabíl í fyrra. Mývatnssveit – með kostum og kynjum – árbók Ferðafélags Íslands 2006 er komin út. Í henni er fjallað um Mývatnssveit og nánasta umhverfi. Jón Gauti Jónsson landfræðingur ritaði bókina en fuglaljósmyndarinn Jóhann Óli Hilmarsson tók myndir. www.fi.is. Dr. Motoshi Suzuki heldur fyrir- lesturinn „Viðbrögð svæðisbund- inna stofnana við mannréttinda- brotum“ í dag kl. 16.15 í Lögbergi stofu 102. Alþjóðamálastofnun og japanska sendiráðið standa fyrir fyrirlestrinum sem fluttur verður á ensku. ALLT HITT [ BÍLAR FERÐIR NÁM ] SCHUMACHER LEGGUR KEPPNISSKÓNA Á HILLUNA Einn farsælasti ökuþór allra tíma lýkur ferlinum á toppnum. BÍLAR 2 GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 13. september, 256. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádeigi Sólarlag Reykjavík 6.44 13.24 20.01 Akureyri 6.26 13.08 19.49 Hrafnhildur Helgadóttir er nemandi á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún segir að námið sé skemmtilegt og kennararnir góðir. Listnámið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er þriggja ára nám en hægt er að bæta við einu ári í bóklegum fögum og útskrifast með stúdentspróf. „Flestir bæta þessu ári við sig og ég er að gera það núna og verð stúdent um jólin,“ segir Hrafnhildur. Hægt er að velja á milli þriggja sviða á listnámsbrautinni. „Brautirnar eru mynd- listarbraut, sem ég er á, arkitektasvið og hönnunarbraut þar sem er kennd fatahönn- un.“ Hrafnhildur er mjög ánægð á myndlistar- brautinni og segir að námið sé fjölbreytt og kennararnir góðir. „Við lærum grunnteikn- ingu, módelteikningu, anatómíu, myndbygg- ingu og litafræði. Þegar við erum búin með grunninn förum við svo í verkáfanga þar sem við veljum okkur verkefni sem við vinn- um sjálfstætt.“ Vídeólistaverk höfða mikið til Hrafnhild- ar og hún hefur gert dálítið af þeim. „Þegar maður er búinn með grunninn og fer í þessa frjálsu áfanga getur maður valið sér miðil og ég reyni að gera mest af vídeólistaverkum.“ Hrafnhildur er búin með flesta myndlist- aráfangana og er núna að klára það sem hana vantar upp á til þess að ljúka stúdentsprófi. „Núna er ég eiginlega bara í bóklegum áföng- um. Ég er reyndar í einum photoshop áfanga en það var eina valið sem ég gat tekið með.“ Eftir áramót ætlar Hrafnhildur svo að taka sér frí frá skóla en hana langar að fara í listnám á háskólastigi næsta vetur. „Ég ætla að sækja um listaháskólann hér og svo lang- ar mig dálítið að sækja um listaháskóla í Skotlandi og á Kúbu. Ég kann reyndar enga spænsku en það er aldrei að vita nema ég noti vorið til þess að læra eitthvað í henni. Það er allt opið,“ segir hún og hlær. emilia@frettabladid.is Vídeólistaverk heilla Hrafnhildur stefnir á að fara í listaháskóla á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SKÍÐAPARADÍS UTAN EVRÓPU Sólríkt er á skíðasvæðunum í Colorado í Bandaríkjunum. FERÐIR 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.