Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 6
6 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR DÓMSMÁL Ríkið hefur verið dæmt skaðabóta- skylt í máli manns sem hlaut líkamstjón í kjölfar bráðakransæðastíflu árið 2003. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur leið óeðlilega langur tími frá því að maðurinn var greindur og þar til meðferð hófst. Það megi rekja til mistaka af hálfu starfsmanna Landspítalans. Maðurinn fékk slæma verki fyrir brjóstið 9. febrúar 2003 og fór á slysa- og bráðamót- töku Landspítalans í Fossvogi. Hjartalínurit sem tekið var þremur og hálfri klukku- stund eftir innlögn mannsins benti til þess að um kransæðastíflu væri að ræða. Þrátt fyrir það hófst seglaleysandi meðferð ekki fyrr en rúmum þremur klukkustundum síðar. Maðurinn hefur verið óvinnufær síðan þá vegna veikinda af völdum kransæða- stíflunnar. Lögmaður mannsins óskaði eftir áliti landlæknis á því hvort um mistök hefði verið að ræða við greiningu á sjúkdómnum og viðbrögðum við honum. Í álitsgerðinni segir að meðferðinni hafi verið áfátt. Í kjölfarið óskaði ríkið eftir umsögn lækna- ráðs, sem sagði að eðlilega hefði verið staðið að meðferðinni. Í niðurstöðu Héraðsdóms var hlutleysi umsagnar læknaráðs dregið í efa þar sem það leitaði til læknis sem starfar á Land- spítalanum – sama spítala og þar sem mistökin áttu að hafa gert. Í álitsgerð landlæknis var hins vegar leitað til óháðs sérfræðings. - sþs Jólin þín byrja í IKEA © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 GLÄNSA STJÄRNA innisería 10 perur með sogskálum, gengur f/rafhlöðum 395,- Opið 10-20 virka daga Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-18 DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt 37 ára karlmann í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás á fyrrverandi konu sína. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna. Maðurinn réðst á konuna á heimili hennar og dóttur þeirra. Hann brá meðal annars belti sínu um háls hennar og þrengdi að svo konan óttaðist um líf sitt. Að mati dómsins stofnaði maðurinn lífi konunnar í hættu með árásinni. Konan fullyrti að maðurinn hefði sagst ætla að hafa við hana samfarir og hefði klætt þau bæði úr buxum og nærbuxum. Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar en var í Hæstarétti, líkt og í héraði, sýknaður af þeim ákærulið. Hæstaréttardómarinn Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgunartilraun. Vísar hún til þess að framburður konunnar um atburði hafi verið afar stöðugur. Þá fái framburður hennar stoð í frumskýrslu lögreglu, tveimur læknisvottorðum, vætti lögreglumanna og lækna fyrir dómi, „en ekkert [hafi] hins vegar komið fram í málinu sem hefur veikt eða hnekkt vætti hennar þannig að máli skipti.“ Á hinn bóginn hafi framburður ákærða verið reikull og hann ekki getað greint fullkomlega frá öllum málsatvikum. Málið dæmdu Ingibjörg, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. - sh Sýknaður af ákæru um nauðgunartilraun þrátt fyrir stöðugan framburð konunnar: Reyndi að kyrkja konuna með belti BANGLADESS, AP Stjórnvöld í Bangla- dess telja nú að um 1.800 manns hafi farist þegar fellibylurinn Sidr gekk yfir landið í fyrradag. Hjálpar starfsmenn grunar að sú tala muni hækka. Jafnframt eru yfir fjögur þúsund slasaðir. Fellibylurinn Sidr er sá mann- skæðasti sem gengið hefur yfir Bangladess í áratug. Tugþúsundir heimila eru í rúst á suðvestur- ströndinni og uppskera er í eyði. Um þrjátíu þúsund hektarar ræktarlands eru ónýtir. Yfir milljón íbúa sjávarbyggða þurftu að yfirgefa heimili sín og leita skjóls í skýlum. Brak á vegum hindraði ferðir hundraða þúsunda Bangladessa og hjálparstarfsmanna sem reyndu að færa bágstöddum birgð- ir. Þeir þurfa því að notast við báta og reiðhjól. Skortur á fæðu og hreinu drykkjarvatni gæti leitt til útbreiðslu sjúkdóma ef aðstoð berst ekki í tæka tíð. Margir íbúa strandhéraðanna búa í ótraustum bambus- og strá- kofum sem hrundu til grunna í óveðrinu. Mikið uppbyggingar- starf bíður þeirra nú. Ríkisstjórn- in hyggst leggja yfir þrjú hundruð milljónir króna í endurbyggingu íbúðarhúsnæðis. Á meðan dvelur fólkið í tjöldum eða rústum húsa sinna. Aðrir gista í neyðarskýlum hjálparstofnana. Mörg hverfi höfuðborgarinnar Dakka voru án rafmagns og vatns í gær. Að minnsta kosti fjórir létust af völdum fellibylsins í höfuðborginni. Fellibylir eru tíðir í Bangladess og flóð hafa valdið gríðarlegu mann- og eignatjóni. 621 fórst þegar hvirfilbylur reið yfir áttatíu þorp í landinu árið 1996. steindor@frettabladid.is Óveðrið tók líf nær tvö þúsund manns Stjórnvöld í Bangladess telja nú að um 1.800 manns hafi farist í fellibylnum Sidr sem reið yfir landið í fyrradag. Tæplega 800 þúsund hús urðu fyrir skemmdum og ræktarland er í rúst. Hjálparstarf gengur hægt vegna braks á vegum. Í RÚSTUNUM Kona situr með barn sitt í dyrum þess sem áður var hús þeirra í bænum Moralganj á suðurströnd Bangladess. NORDICPHOTOS/AFP FELLIBYLURINN SIDR Fellibylurinn gekk yfir Bangladess á föstudag með hörmu- legum afleiðingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ríkið dæmt skaðabótaskylt í máli manns sem var sjúkdómsgreindur of seint: Sáu ekki kransæðastífluna ■ Í niðurstöðu dómsins segir aðeins að skaða-bótaskylda ríkisins sé staðfest, en manninum ekki veittar neinar skaðabætur. Í stefnunni var þess aðeins krafist að ríkið skyldi dæmt skaðabótaskylt, en ekki gerð fjárkrafa á hendur ríkinu. ■ Ástæðan fyrir þessu er að í sumum málum er viðurkenningu á skaðabótaskyldu annars vegar og fjárkröfu hins vegar skipt í tvennt. Fyrst er skorið úr um það hvort sá sem stefnt er eigi yfir höfuð að borga skaðabætur. Ef dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu eru bæt- urnar ákvarðaðar eftir það, annaðhvort innan eða utan dómstóla. ■ Þetta er til dæmis gert þegar flókið og tímafrekt er að meta hverjar bæturnar eiga að vera. Þá getur verið betra að fá úr því skorið fyrst hvort bætur verði greiddar yfirleitt áður en farið er í að meta þær. ENGAR BÆTUR? KJÖRKASSINN Heldur þú að verðsamráð eigi sér stað á matvörumarkaði? Já 76% Nei 24% SPURNING DAGSINS Í DAG: Gerðirðu eitthvað í tilefni af degi íslenskrar tungu? Segðu skoðun þína á visir.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.