Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 16
16 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR H ann er niðursokk- inn í sjónvarps- útsendingu um meirihlutavið- ræður í Danmörku þegar blaðamann ber að garði. Rætt er hvort Nýtt bandalag Nasers Khader innflytj- anda taki um sömu valdatauma og Danski þjóðarflokkurinn, sem oft er kenndur við útlendingahatur. „Þetta er að gerast um alla Evrópu,“ segir Paul, dreyminn á svip. „Inn- flytjendur eru byrjaðir að gera til- kall til valda. Þeir sjá að þeir verða að taka þátt í lýðræðinu.“ Að svara á íslensku er að hrósa Paul Nikolov, varaþingmaður Vinstri grænna, er með litla skrif- stofu undir súð á þriðju hæð í hús- næði Alþingis við Vonarstræti. Hann býður til sætis og talar hægt og skýrt. Námi hans í íslenskri framsögn hefur verið frestað meðan kennarinn er á Indlandi, en hann hefur líklega æft sig heima. „Fyrst þú spyrð mig um íslenskuna er eitt ráð sem ég vil gefa. Það er að Íslendingar tali við útlendinga á íslensku, ef hægt er. Að svara innflytjendum á íslensku er að hrósa. Ég hef sjálfur lent í því að reyna að sýna útlendingi tillitssemi með því að svara honum á ensku. Það var pítsu- sendill, líklega frá Taílandi, sem kom með mat til mín. Hann reyndi að tala við mig íslensku og ég skipti strax yfir í ensku. Þegar hann var farinn hristi ég höfuðið og spurði sjálfan mig til hvers ég hefði eiginlega gert þetta. Ef ég hefði svarað honum á íslensku hefði hann litið á það sem hrós og hugsað með sér: Ókei, fólk skilur það sem ég segi!“ Beint lýðræði Árið 1999 kom Paul Fontaine til Íslands. Hann hreifst af landi og þjóð og telur til kosta þess félags- lega kerfið, nálægð kjósenda við kjörna fulltrúa og hreina orku. „Ég sá að þetta var landið sem ég hafði leitað að allt mitt líf. Flestir Bandaríkjamenn hafa gefist upp á lýðræðinu og það er „stórsigur“ fyrir lýðræðið ef helmingurinn mætir til að kjósa. En hér er hægt að hringja í flesta þingmenn.“ Annar kostur við íslenskt lýð- ræði er að íslenskir stjórnmála- menn eru flestir „evrópskt hugs- andi“, að mati Pauls, sem aldrei hefur litið á sig sem Bandaríkja- mann. Hann er af evrópskum ættum, sem fluttu til Banda- ríkjanna snemma á 20. öld. „Til dæmis heilbrigðiskerfið. Hér er það bara sjálfsagt mál. Meira að segja sjálfstæðismönnum finnst það sjálfsagt,“ segir hann og hlær við: „Hægrisinnaðasti sjálfstæðismaðurinn hér yrði settur í flokk með demókrötum í Bandaríkjunum. Við erum evrópsk og það sést til dæmis á að allir fimm flokkarnir stefna að sama markmiði í innflytjendamálum, þótt þeir vilji fara mismunandi leiðir að því. Jón Magnússon úr Frjálslynda flokknum er að tala um að tryggja betur mannréttindi útlendinga og það er bara glæsi- legt, þótt sumar hugmyndir frjáls- lyndra í innflytjendamálum þýði að við þurfum að segja okkur úr EES! En svo á ég ekki bara vini í Vinstri grænum, heldur í öllum flokkum. Ég á vini í SUS.“ Fyrsta frumvarpið Að atvinnuleyfi fyrir fólk, sem kemur ekki frá EES-svæðinu, verði gefin út til einstaklinga en ekki fyrirtækja, er fyrst á dag- skrá varaþingmannsins. Hann segir það þjóna hagsmunum atvinnurekenda ekki síður en útlendinganna. „Vinur minn frá Akureyri hitti mig á götunni um daginn. Hann rekur hótel og hafði heyrt af þessu frumvarpi og hann sagði bara: Thank you! Því atvinnurekendum finnst mikið vesen að vera sífellt að standa í þessari pappírsvinnu og hringja í einhverjar stofnanir.“ Að auki snúist frumvarpið um frelsi hvers og eins til að skipta um vinnu og atvinnurekendum því greiði gerður, ef auðveldara er fyrir óánægt starfsfólk að hætta. Þeir geti í staðinn ráðið fólk sem vill vinna þessi störf. Ekki langskólagenginn Paul er ekki háskólamenntaður. Þegar hann útskrifaðist úr high school (milli gagnfræða- og menntaskóla) stóð fjölskyldu hans ekki til boða að fá fyrir hann styrk til háskólanáms. Þau voru á gráa svæðinu; of vel stæð fyrir styrki, en ekki nógu efnuð til að borga fyrir skólagjöldin og uppihald. „Og ég vildi alls ekki ganga í her- inn! Svo þegar ég kom hingað vildi ég strax fara í Háskólann. Þá var mér sagt að fyrst þyrfti ég að fara í tvö ár í menntaskóla til að vera sambærilegur íslenskum nemend- um. En ég var í hundrað prósent starfi og gat það ekki. Þessu þarf að breyta. Það er tíma- og peninga- sóun að láta alla þessa útlendinga fara í menntaskóla. Sumir eru vel menntaðir þótt þeir séu ekki alveg eins menntaðir og Íslendingar. Það ætti að vera hægt að fara í stöðu- próf í háskólum.“ Fyrirmyndarlandið Ísland er ungt lýðveldi með mikla möguleika, að mati aðkomumanns- ins, sem sökkti sér niður í innflytj- endamálin og lög um útlendinga, eftir að hann fékk vinnu á blaðinu Reykjavík Grapevine. Margt megi bæta í þeim lögum. „Með fullri virðingu fyrir Dönum eru lög þeirra um innflytjendur ekki beint vel heppnuð. Mörg lög hér á landi eru tekin beint frá Dan- mörku. Við erum sjálfstæð þjóð og eigum auðvitað að vera með sjálf- stæð lög líka. Ég segi að við getum gert Ísland að fyrirmyndarlandi, að minnsta kosti í málefnum inn- flytjenda. Við þurfum bara að vinna betur saman.“ Grapevine komst í íslenskar heimsfréttir þegar það birti mynd á forsíðu af svartri konu í þjóðbún- ingi. Paul segir viðbrögðin við því til marks um víðsýni þjóðarinnar. Því þótt neikvæðu viðbrögðin hlytu meiri athygli, hefðu mun fleiri sent blaðinu stuðningsyfirlýsingar: „Flestir Íslendingar eru fjölmenn- ingarlega sinnaðir og hafa ferðast eða búið í útlöndum. Þeir vita hvað það er að vera útlendingur.“ Erum betri en öfgafólkið Það vakti einnig athygli þegar þeir á Grapevine tóku afstöðu gegn birtingu Jótlandspóstsins á skop- myndum af Múhameð spámanni. „Já, það er rétt að við vorum á öðru máli en flestir blaðamenn um þess- ar myndir. En mér fannst þessar teikningar bara asnalegar. Þær voru aðeins gerðar til að móðga fólk og fá sterk viðbrögð. Góð skop- mynd fær mann til að hugsa. Þess- ar voru meira eins og það sem litlir krakkar krota í skólabækur.“ En vill Paul að evrópskir fjöl- miðlar fari að lögum og siðum öfgamanna í útlöndum? „Nei, við eigum alls ekki að hugsa eins og öfgafólk. Við erum betri en öfgafólkið. Við erum sið- menntuð og eigum að gagnrýna öfgamenn, hvort sem þeir eru tali- banar eða talibaptistar í Bandaríkj- unum. Málið er að skopmyndirnar særðu ekki öfgamennina heldur staðfestu fyrir þeim það sem öfga- menn halda um okkur. Þeir gátu haldið þeim á lofti og sagt við fólkið: Sjáiði, svona haga þau sér í Vestrinu. Við særðum frekar venjulegt fólk, íslamska innflytj- endur sem eru að hefja nýtt líf í nýju landi. Það fólk verður nátt- úrulega bara hissa og skilur ekki af hverju verið er að gera grín að spámanninum þeirra.“ Sendi Aroni Pálmi bréf Einnig gagnrýndi Paul sérmeðerð þá sem Bobby Fischer fékk og skrifaði grein um Aron Pálma þar sem hann taldi að Aron hefði í raun sloppið létt í refsiglöðu ríkinu Texas. Hann sagði að þrátt fyrir allt væri Aron dæmdur kynbrota- maður og olli það reiði margra. En hvað hefur Paul á móti Aroni Pálma? „Ég hef ekkert á móti honum. Ég var að reyna að sýna að það var bara fjallað um eina hlið í málinu, hans hlið. Mér finnst það kannski skiljanlegt, en það er ekki blaða- mennska. Það er eðlilegt fyrir fjöl- miðla að rannsaka og sýna báðar hliðar. Átta ára fangelsi fyrir Aron Pálma var allt of mikið og ég hefði átt að undirstrika það betur að mér fannst refsingin allt of hörð. Þegar ég las greinina aftur nýlega sá ég hvernig þessi misskilningur varð til. Ég sé eftir að hafa skrifað hana í svona æsingi og finnst þetta mjög vandræðalegt. Ég hefði átt að fara að sofa og skrifa þessa grein daginn eftir. Þess vegna sendi ég Aroni bréf út í fangelsið og skýrði mitt sjónar- mið,“ segir Paul og þakkar fyrir spurninguna. Hann fái hana sífellt í bloggheimum, aftur og aftur. Kominn til að vera Næstu kosningar eru Paul hug- leiknar, því hann ætlar að verða fullgildur þingmaður í þeim. Hann segir það vera sér mikill heiður að fá að þjóna landinu. „Ég kaus að flytja hingað og fólk hefur tekið vel á móti mér. Ég hef eytt bestu árum ævi minnar hér. Ísland hefur gefið mér mikið.“ Við erum betri en öfgafólkið Paul David Fontaine-Nikolov fæddist í Bandaríkjunum en kom hingað sem ferðamaður í september 1999. Hann heillaðist af þjóðinni og settist hér að. Paul fór svo að skrifa í blöðin og kynna sér innflytjendamál. Hann settist á þing á mánudaginn, fyrstur nýrra Íslendinga. Í samtali við Klemens Ólaf Þrastarson ræðir hann um þingmenn, Jótlandspóstinn og Aron Pálma. PAUL UNDIR JÓNI FORSETA Varaþingmaðurinn ætlar að nýta tímann á Alþingi til að leggja áherslu á innflytjendamál. Hann er vongóður um gott samstarf við hina flokkana, en helst við Samfylkinguna. Hann telur að allir flokkarnir séu velmeinandi um útlendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flestir Ís- lendingar eru fjöl- menningarlega sinn- aðir og hafa ferðast eða búið í útlöndum. Þeir vita hvað það er að vera útlendingur. Paul David Fontaine fæddist í Wilkes-Barre, kolanámu- bæ í Pennsylvaníu, árið 1971. Hann flutti til Baltimore átta árum seinna. Foreldrar hans eru af ítölsk-pólskum og frönsk- kanadískum ættum. Paul skilgreinir sig sem kristinn, hvítan Vesturlandabúa. Íslenskur starfsferill Pauls hófst á krá í Hafnarfirði en hann starfar sem stuðningsfulltrúi, þegar hann situr ekki á þingi. Paul kynntist hinni búlgörsku Kremenu Nikolovu á Íslandi. Þegar þau giftu sig var ákveðið að hún héti að eftirnafni Nikolova-Fontaine en hann Fontaine-Nikolova. Hann hefur síðan fellt niður eigið ættarnafn og kallar sig einfaldlega Paul Nikolov. ➜ KENNIR SIG VIÐ EIGINKONUNA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.