Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 18.11.2007, Síða 22
22 18. nóvember 2007 SUNNUDAGUR É g get verið stoltur af því, sem einkennis- klæddur hermaður, að hafa í reynd innleitt undirstöður lýðræðis í Pakistan, hvort sem einhver trúir því eða ekki,“ sagði Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, þegar hann tók á móti John Negroponte, erindreka Banda- ríkjastjórnar, í höfuðborginni Islamabad á föstudaginn. Musharraf rændi völdum í Pak- istan árið 1999 og hefur stjórnað landinu allar götur síðan og jafnan sagst stefna að því að koma á fullu lýðræði í landinu. Um síðustu helgi lýsti hann hins vegar yfir neyðar- ástandi, nam stjórnarskrá landsins úr gildi og rak megnið af dómur- um hæstaréttar landsins. Musharraf réttlætti neyðarlög sín annars vegar með því að land- inu stafaði hætta af öfgahópum og hryðjuverkum, hins vegar með því að dómarar við hæsta- rétt væru farnir að taka eigin völd of hátíðlega. Mörgum þykir þetta reyndar frekar undarleg rök, að koma þurfi á einræði til að bjarga lýð- ræðinu og taka stjórnarskrána úr gildi til að vernda hana. En Pakistan er ekkert venjulegt ríki. Pastúnistan Landið er í raun klofningur út úr breska nýlenduveldinu á Ind- landi. Bæði ríkin fengu samtímis sjálfstæði árið 1947, en áður en Bretar náðu völdum á Indlandi upp úr miðri nítjándu öld til- heyrðu stór landsvæði, sem nú eru vestantil í Pakistan, nágranna- ríkinu Afganistan. Á þessum svæðum búa pastúnar, þjóð sem enn í dag er fjölmennasti þjóð- ernishópurinn í Afganistan. Í vestanverðu Pakistan búa um 25 milljónir pastúna, eða rétt um 15 prósent af heildaríbúafjölda Pakistans, en í sunnanverðu Afganistan búa um 18 milljónir pastúna og eru þeir rúmlega 60 prósent allra íbúa landsins. Víða á þessum slóðum er enn almennt talað um pastúna einfaldlega sem Afgana, óháð því hvorum megin landamæranna, sem Bretar drógu árið 1894, þeir búa. Strangtrúaðir múslimar hafa lengi haft sterk ítök meðal pastúna, bæði í Afganistan og í Pakistan. Þar varð talibanahreyfingin til og þar hreiðraði Osama bin Laden um sig ásamt sínum lausbeisluðu andspyrnusamtökum gegn Rúss- um, samtökum sem smám saman urðu alræmd undir nafninu al- Kaída. Hættuleg öfl Í fjallahéruðunum í norðvestur- hluta Pakistans, þétt við landa- mæri Afganistans en þó harla skammt frá höfuðborg Pakistans, Islamabad, eru stór svæði pastúna sem nánast hafa búið við sjálf- stjórn alla tíð þótt síðustu sex ára- tugina hafi þau formlega heyrt undir Pakistan. Stjórnarfyrirkomulag pastúna er reyndar frekar laust í reipunum, þótt það lúti aldagömlum siðvenjum. Pastúnar skiptast í fjölmargar ættir, ættflokka og ættbálka, sem hver um sig lýtur stjórn ættarhöfðingja, en reglu- lega eru kallaðir saman fundir öldunga allra ættbálkanna til að taka ákvarðanir í deilumálum og ýmsum sameiginlegum álita- efnum. Stjórnin í Islamabad hefur sáralítil áhrif á þær ákvarðanir, sem þar eru teknar. Á þessum slóðum hafa herskáir múslímar, sem engan veginn geta sætt sig við vináttu Musharrafs við Bandaríkjamenn, haft nokkuð öruggt skjól og stundum átt í hörðum átökum við pakistanska herinn. Þau átök hafa færst í aukana síðustu mánuði og hryðju- verk hafa verið framin víða um landið. Réttarríkið í uppnámi Þótt Musharraf segi meiri hættu stafa af þessum öflum en áður, þá er erfitt að sjá að átökin séu ein- mitt nú svo miklu meiri að nema þurfi stjórnarskrána úr gildi. Meira aðkallandi fyrir Musharraf virðist hafa verið sú staða, að hann þurfti að standa við loforð sín um að efna til þingkosninga og segja af sér sem æðsti yfir- maður hersins ef hann vill vera forseti áfram. Enda rökstuddi Musharraf neyðarástandið ekki eingöngu með nauðsyn þess að brjóta á bak aftur öfgamenn, heldur einnig með því að lögfræðingar landsins almennt og hæstiréttur sér í lagi væru hættir að virða leikreglur lýðræðisins. Þeir tækju sér völd sem forsetinn gæti ekki sætt sig við. Mestu virðist þar muna um að þegar neyðarlögin voru sett var stutt í að hæstiréttur gæfi út úrskurð sinn um það hvort Mus- harraf hefði mátt bjóða sig fram til forseta eitt kjörtímabil enn án þess að hafa fyrst sagt af sér sem æðsti yfirmaður hersins. Samkvæmt stjórnarskrá lands- ins er yfirmönnum hersins óheimilt að gegna þingmennsku, og nokkuð ljóst að hæstiréttur hefði komist að því að forseta- kjörið, sem fram fór á þingi í byrjun október, hefði því brotið í bága við stjórnarskrána. Átök Musharrafs við lögmanna- stéttina hafa reyndar verið hörð Musharraf grefur eigin gröf Pervez Musharraf sagði nauðsynlegt að lýsa yfir neyðarástandi til þess að bjarga Pakistan. Gagnrýnendur segja hann fyrst og fremst hafa viljað bjarga eigin skinni. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér pólitíkina í Pakistan. STUÐNINGSMENN BHUTTO Benazir Bhutto hvetur Musharraf til að segja af sér og útilokar að starfa með honum. Mótmælafundir stuðnings- manna hennar hafa verið barðir niður og hundruð manna handtekin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STRÍÐSMENN ÍSLAMS Í PAKISTAN TÚRKMENISTAN ÚSBEKISTAN AFGANISTAN KÍNA ÍRAN INDLAND BALÚKISTAN Kabúl Peshawar Islamabad Rawalpindi Paktika Khost Ghazni Zabul Kandahar Helmand Nimroz Farah Herat Quetta Gwadar Karachi Hyderabad SINDH PUNJAB Sukkur Kunduz ARABAHAF Talibanistan: Óskipulögð samtök pastúnskra ættflokka 101.000 pakistanskir hermenn í ættbálka- héruðunum Uruzgan Day Kundi AFGANISTAN PAKISTAN Kabúl Norður- Waziristan Shikai- dalur Suður- Waziristan BALÚKISTAN NORÐ- VESTUR- LANDAMÆRA- HÉRAÐIÐ PUNJAB Miram Shah Khyber Orakzai Peshawar Matta Madyan Chitral Tora Bora Mohmand Bajaur Dir Swat Áhrifasvæði herskárra talibanasveita Talibanahreyfingin, al-Kaída-samtökin og aðrir herskáir hópar múslima hafa notið góðs af neyðarlögum Musharrafs forseta. Allir þessir hópar hafa mikil og vaxandi ítök í norðvesturhéruðum Pakistans, ekki langt frá höfuðborginni Islamabad. Swat: Herskáir hópar múslima undir stjórn klerksins Maulana Fazlullah, sem er hliðhollur talibönum. Þeir hafa náð tökum á meira en fimmtíu þorpum og bæjum. Talibanar ráða nú 80 pró- sentum af þessu héraði þrátt fyrir aðgerðir Pakistanshers. Dir: Undir stjórn talibana. Fazlullah notar útvarpsstöðvar til að breiða út kröfur sínar um Sharia-lög og trúarbaráttu gegn stjórn Pakistans. Bajaur: Miðstöð al-Kaída – þarna þykir líklegast að Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri séu í felum. Peshawar: Þar urðu al-Kaída-samtökin til á níunda áratug síðustu aldar. Þar er nú aðalbækistöð tali- bana. Norður-Waziristan: Bækistöð Jalaluddin Haqqani, sem leiddi her pastúna í Waziris- tan -stríðinu gegn Pakistan. Meira en 1.200 pakistanskir hermenn hafa fallið síðan 2004 og 445 eru týndir. Suður-Waziristan: Alþjóðlegar höfuð- stöðvar al-Kaída. Æfingabúðir al-Kaída eru í Shikai-dal. Tilræði við Musharraf hafa verið rakin til þessa svæðis. Quetta: Höfuðstöðvar uppreisnar- sveita talibana í Afganistan. Mulla Mohammad Omar, stofnandi og leið- togi talibanahreyfingarinnar, er sagður njóta þar verndar liðsmanna úr leyniþjónustu Pakistans. Miram Shah: Um 2.000 stríðsmenn frá Úsbekistan, tengdir al-Kaída, undir stjórn Tahir Yuldashev – herforingja Íslamshreyfingar Úsbekistans – eru sagðir vera í fjöllunum vestur af Miram Shah. Talibanar segjast hafa um 12.000 hermenn í ættbálkasvæðum Pakistans. HEIMILDIR: GLOBAL SECURITY, SOUTH ASIA TERRORISM PORTAL, FRÉTTASTOFUR Kurram PAKISTAN 800 km 160 km
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.