Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.11.2007, Qupperneq 24
MENNING 2 Ásdís Sveinsdóttir Í gær var opnuð sýning í sal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg á silfurgripum Ásdísar Sveinsdóttur Thoroddsen (1920-1992). Ásdís var um margt óvenjulegur listamaður á sínu sviði. Hún var komin af völdundarsmiðum frá Eyrarbakka og úr Breiða- firði, Sveinn faðir hennar og móðurbróðir, Ívar, voru hagleiksmenn. Hún brúar bilið milli hefðbundinnar gull- og silfursmíði Leifs Kaldal, sem var meistari hennar, og þeirra Jóhannesar Jóhannessonar og Jens Guðjónssonar. Ásdís nýtti ýmiss konar efni sem ekki hafði sést í íslensku skarti, óslípaða íslenska náttúrusteina og lífræn efni, trjávið, fuglsklær, steinbítsroð til dæmis. Hún hafði sterkt formskyn og tókst að fylgja köllun sinni, þurfti ekki að reka verkstæði, heldur vann í eigin ranni, mest fyrir vini og kunningja. Hún hélt góðu sambandi við listafólk í öðrum greinum, sem hafði áhrif á þróun verka hennar. Sem húsmóðir á stóru heimili hafði Ásdís aldrei mikinn tíma aflögu fyrir skartgripahönnun sína, auk þess sem heilsuleysi dró úr afköstum hennar. Því liggur ekki ýkja mikið eftir hana, og það sem eftir hana liggur þekkja allt of fáir. Hönnunarsafnið hefur dregið saman um fimmtíu gripi frá starfs- ævi hennar, allt frá sjötta áratugnum og til þess níunda: hálsmen, arm- bönd, hringa, nælur og fleira. Hefur safnið gefið út kynningarrit með fjölda ljósmynda, ýmiss konar heimildum og úttekt á skartgripahönnun Ásdísar eftir Aðalstein Ingólfsson. Sýningarstjórar eru Aðalsteinn Ingólfsson og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir. Sýningin er styrkt af Verkfræðistofu VST og IKEA á Íslandi, en það er í fyrsta sinn sem það styrkir menningarstarf hér á landi. Silfur Ásdísar NÝJA LEIKHÚSIÐ ER FUNDIÐ Páll Baldvin Baldvinsson skrifar SVIPMYND AF LISTAMANNI upprifnar dyrnar á Næsta bangsa bangsalingur með hramma sem reynast ljúfi r lófar vanir að snerta tilfi nningarnar í puttunum sagði pabbi sagði hann og augun ljómuðu þessi augu undir brúnunum þungu svo þungum að undrum sætti hve glimtið sást glimtið í augunum sást vel engillinn minn komdu nú og faðmaðu mig engillinn minn breiður faðmur útbreiddur arnarsúgur vængir á fl ugi vængir á fl ugi í huga og hjarta þessu ótrúlega stóra hjarta barnsins sem týndi sér stundum á fl ugi og fl ugið gat förlast allt sem ekki á að gerast en þegar ljósið kviknar á ný birtist skuggamynd í dyrunum með útbreiddan faðminn útbreiddan faðminn elsku engillinn minn elsku engillinn minn engillinn minn engill engill engill engillinn minn til Bigga BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Í MINNINGU BIRGIS ANDRÉSSONAR, NÓVEMBER 2007. E f enginn hrósar manni er best að gera það sjálfur. Á fimmtudag flutti Jón Atli Jónasson pistilinn í Víðsjá Gufunnar og sagði að sprottið væri upp Nýtt leikhús. Það var ekki bygging eins og skilja mátti, heldur var hér á ferðinni gamall og rammur hugtakaruglingur, hann var að tala um leiklistina, og átti við hópa sem hann hefur starfað með, Vesturport, Frú Emelíu og líklega fleiri sem hafa sett upp leiksýningar á liðnum misserum. Nýja leikhúsið var vitaskuld betra en það gamla. Enginn hafði áður hreyft við samtímanum fyrr en þau. Þau komust nær kvikunni á íslensku samfélagi en allir aðrir á undan þeim og byggði Jón það væntanlega í víðtækum áralöngum mælingum á viðtökum − varla hefur höfundurinn farið með fleipur. Nýja leikhúsið er ekki nýrra en allar aðrar tiltektir mannsins: leiklistin er alltaf ný, í hvert sinn sem hún hittir fyrir áhorfandann. Og er ekki sama reynslan fyrir neinn, nánast ómælanleg upplifun, hefur leiklistarsagan og leiklistarfæðin leitt í ljós. Upplifun sem lifir í minningunni og umskapast þá í nýja reynslu við umhugsun og mótun. Hvers vegna þurfa menn að hreykja sér? Það er viðtekið í auglýsingabransanum að klessa merki- miðanum NÝTT á allt á markaði. Make it new, sagði Esra Pound fyrir tæpri öld. Auðvitað viljum við nýtt en ekki gamalt, þó að vandamál okkar séu æ hin sömu og fylgi tegundinni frá örófi. Ætla mætti að kynslóð Jóns Atla hafi af þessu nokkra reynslu. Flestir sem skipa hans flokk, Nýja leikhúsið, eru gamlir í hettunni, búnir að hösla í ára- tug, komnir fram yfir síðasta söludag sem „unga fólkið“, eru hraðbyri að verða miðaldra. Hvaða vöntun kallar þá á þessa bíræfnu sjálfslýsingu hjá höfundinum, hefur hann ekki fengið nægilegt hrós? Raunar sést ekki hvað var nýtt fyrr en löngu eftir á og sumir vita af því og vinna hörðum höndum að smíða söguna í kringum sjálfan sig og ná oft yfirburða sögustöðu fyrir bragðið. Það er þá eftirkomenda að hafa skynbragð af stóru sjónar- sviði til að skilja samhengið, meta nýjungina, finna hið sambærilega og skynja framrás hugmyndanna. Að sitja á heimaþúfunni og hrósa sér hátt: „Við erum svo ný“ er í besta falli skoplegt. „Nýja leikhúsið er ekki Strindberg,“ segir Jón Atli. Bara það væri eitthvað í líkingu við hann: Draumleikur Strindbergs fyrir fáum misserum var til sannindamerkis um að hann væri meiri samtíma- maður okkar en þeir sem eru mest í hávaðanum, eftiröpun sjónvarpsframleiðslunnar, hangandi í ímyndinni, fegnir að vera lausir við textann því þá þurfa þeir að skilja eitthvað dýpra en Ha: hann var nýr og síungur í elli sinni og glöpum. Ríkisútvarpið, hin opinberu vé íslenskrar menn- ingar. F yrr á árinu lýsti Rithöf- undasamband Íslands yfir furðu sinni að Ríki- útvarpið skyldi ekki hafa gætt að þessari frum- skyldu. Fleiri tóku undir, en mörg- um kom á óvart að að ástand þess- ara mál skyldi ekki vera með betri skikk en raun bar vitni. Í skjóli einkaréttar var Ríkisútvarpið eini aðilinn hér á landi sem hafði efn- isleg tök á hljóðritunum, þótt sagan hafi leitt í ljós að þröngur fjárhagslegur stakkur hafi leitt til þess að efni var þurrkað út í stór- um stíl og hljóð og myndbönd end- urnýtt undir annað efni. Ekki ligg- ur fyrir heildstæð úttekt á hvað hefur farið forgörðum í áratugas- velti Ríkisútvarpsins. Ljóst er þó að mörgu var fargað, án þess að hlutaðeigandi rétthöfum væri til- kynnt þar um. Að sögn Bjarna Guðmundssonar aðstoðarmanns útvarpsstjóra miðar nokkuð í þessum efnum, en þessi vandi Ríkisútvarpsins er sam- bærilegur við háan þröskuld ann- arra útvarpsstöðva, BBC, norrænu stöðvanna og þeirra á meginland- inu. Þar helst í hendur vilji til að aðlaga söfnin nýjum stöðlum í geymslu og um leið að finna eldri söfnum hvílustaði við réttar aðstæður. „Okkar vandi er sá sami, einungis stærðarhlutföllin eru önnur,“ segir Bjarni. Hann segir áætlun vera í vinnslu um hvernig verði tekið á þessu máli og hún verði fullbúin fyrir áramót. Nýlega hafi menn reynt tæki til afritunar í hljóðhlutanum af safninu. Stór hluti af filmusafni sjónvarpsins sé nú kominn í Kvikmyndasafn Íslands og þar sé starfsmaður á vegum RÚV að setja filmur í svokallaðar kökur, stóra filmuhlemma, sem fari í skönnun til útlanda, en tæki sem voru til hér á landi úr eigu Stöðvar 2 hafi reynst úr sér gengin. Sú vinna sé komin á veg. Elstu mynd- bönd, tveggja tommu bönd, hafi menn yfirfært fyrir flutningana í Efstaleiti um 2000. Þá eru eftir einnar tommu böndin, yngri form, Betacam og lítið eitt af UMATIC böndum. „Við erum komnir á veg með þessa vinnu,“ segir Bjarni en viðurkennir að afritun hafi setið á hakanum: „Ríkisútvarpið hefur lagt áherslu á dagskrá.“ Víða hafa menn tekið það til bragðs að stofna til sérstakra safna um filmur, bönd og hljóðritanir. Það hefur ekki komið alvarlega til álita hér þótt þær raddir hafi heyrst við umfjöllun á þingi um ný lög um RÚV ohf. Allt efni sem RÚV geymir er háð höfundarrétti flytjenda og höfunda. Hinn svokallaði mekaníski réttur, það er hljóðritunin sjálf, hefur verið skilgreind víða í evrópskum samningum. Hér á landi hafa rétt- hafar ekki sótt hart að RÚV um varðveislu í viðunandi formi. Það þekkist þó að sögn Bjarna að ein- staklingar leiti þangað og óski eftir að afrit séu gerð, einkum ef fyrir stendur útgáfa á efninu. „Við skoðum hvert tilvik fyrir sig,“ segir hann. „Það er stefna útvarpsstjóra að safn Ríkisútvarpsins sé styrkt að innviðum,“ segir hann og neitar að þar hafi verið skorinn niður mannafli til þjónustu og skráningar sem hluti af endurskipulagningu þar á bæ. Á nýju ári verður því fyrirliggj- andi áætlun um afritun á öllum þjóðararfinum eins og safn Ríkis- útvarpsins er stundum kallað. Og þá verður ljóst hvað dæmið kostar og hversu hratt gengur að koma safninu í stafræn afrit. ÞJÓÐARGERSEMIN Samkvæmt þjónustusamningi Ríkisútvarpsins ohf. og menntamálaráðuneytis skal unnið að því að koma eldra dagskrárefni Ríkisútvarpsins í varanleg afrit. Fyrr á þessu ári lýsti útvarpsstjóri, Páll Magnússon, því yfi r að afritun eldra efnis væri forgangsverkefni, enda bíða geymslur stofnunarinnar fullar af efni á lakkplötum, silfurþræði, sívalningum, hljóð- og myndböndum og fi lmum þess að fl ytjast á stafrænt form sem menn trúa nú að verði varanleg geymsla. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON bíður afritunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.