Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 32
MENNING 10 Anne Enright vann Man-Booker verð- launin í ár en Man-keðjan er í eigu Baugs sem lesendur Fréttablaðsins kannast við. Bókaútgáfa í Bretlandi: • 2006 seldust 787 milljónir bóka. Söluverðmæti úr búð var 3,3 milljarðar punda, um 400 milljarðar króna, í Bretlandi, 3% meira en 2005. • Nýir og endurútgefnir titlar 2006 voru 115.522 en voru 125.390 2002. • Stærstu bókaflokkarnir eru skáldsögur, barnabækur og bækur um sagnfræði. • Á snærum meðlima Booksellers Association eru nú 4410 búðir, 34% fleiri en 1997. • 2006 voru 2280 bókaútgefendur í Bretlandi. Í samtök- um óháðra útgefanda, Independent Publishers Guild, eru 480 útgefendur sem spanna allt frá einmennings rekstri upp í meðalstór forlög. (Tölur frá The Publishers Association og Independent Publishers Guild) B ókaútgefendur eru eins og sauðfé – þeir halda sig í hnapp og fara allir í sömu átt,“ sagði Cristoph- er Maclehose bókaútgef- andi fyrir nokkrum árum. Macle- hose rak um árabil Harvill Press, hefur gefið út Laxness og Arnald Indriðason sem hann hefur dálæti á. Forlagið var stofnað 1946 til að kynna erlendar bókmenntir í Bret- landi en var svo komið undir Harp- er Collins sem fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch á. Þegar Macle- hose þreyttist á peningjahyggju Harper Collins keypti hann forlagið 1995 en seldi það tæpum áratug síðar til risans Random House. Nú vinnur hann hjá litlu forlagi reknu af mönnum sem líkt og hann hafa yfirgefið stóru forlögin – ferillinn er þróun breskrar bókaútgáfu undanfarna áratugi í hnotskurn. Í grófum dráttum eiga þrjú risa- fyrirtæki megnið af forlögum hér: Fjölmiðlakóngurinn Rupert Mur- doch og þýsku risaútgáfufyrirtæk- in Bertelsmann og Holtzbrinck. En lítil forlög spretta upp, rekin af ástríðufólki með bók í hjartastað. Hverjir helstu áhrifavaldarnir eru í bókaútgáfu er erfitt að segja en höfundar þurfa umboðsmenn til að koma afurðum þeirra á framfæri við forlögin. Í þeim geira hafa líka myndast risafyrirtæki en um leið spretta upp smærri skrifstofur. Þróunin í bóksölunni er svipuð: stóru keðjurnar ráða lögum og lofum en eldhuga bókaunnendur halda áfram að opna litlar bóka- búðir. Orðsporið blífur þó enn – og þar skipta lesklúbbarnir máli: hér í Englandi skipta þeir þúsundum. Að vissu leyti má segja að aldrei hafi verið jafn miklir gróskutímar í bókaútgáfu – bækur fá athygli og umfjöllun og seljast grimmt – en það eru þó ekki endilega gæða- bækurnar sem seljast mest. Þeir stóru verða stærri Þrátt fyrir styrka stöðu enskunnar eru bandarísk fyrirtæki ekki að kaupa bókaheiminn heldur evrópsk fyrirtæki, ekki síst þýsk og frönsk. Næstum í hverri einustu sölu á bandarísku forlagi undanfarinn áratug hefur kaupandinn verið erlendur. Ástæðan er í grófum dráttum sú að þótt forlögin séu kannski stór í sínum geira eru þau lítil sem fyrir- tæki og skila ekki þeim hagnaði sem bandarískir hluthafar krefjast. En séð með þýskum og frönskum augum er bandarísk hagnaðarvon vænleg. Fyrirtæki eins og News Corp. í eigu Murdochs, Bertelsmann og Holtzbrinck sem eiga stóra sneið af bókaútgáfu heimsins eru ekki hlutafélög heldur í eigu fjölskyldna sem þurfa ekki að dansa eftir pípu hagnaðarkrefjandi hluthafa. Í fyrra seldi fjölmiðlarisinn Time Warner bókaútgáfu sína, þar á meðal forlög eins og Little, Brown og Warner Books, til franska Lagar- dère sem auk hátækni- og flugiðn- aðarfyrirtækja á Hachette-bókaút- gáfuna. Þó að Time Warner væri fimmti stærsti bókaútgefandi í Bandaríkjunum námu verðmæti bókaútgáfunnar aðeins 0,6 prósent- um af markaðsverðmæti fyrirtækis- ins. Uppkaupin í Bandaríkjunum hafa sín áhrif á breska markaðnum þar sem flest stóru forlögin hér eru í eigu sömu aðila. Enska undantekningin er Penguin Group, í eigu fjölmiðlafyrirtækis- ins Pearson. Þegar hinum annálaða bókaútgefanda Allen Lane datt í hug árið 1935 að gefa út tíu bækur með ódýru og einföldu sniði og kall- aði ritröðina Penguin varð það upp- hafið að einni mestu afrekasögu í bókaútgáfu. Árið eftir höfðu selst þrjár milljónir Penguin-bóka. Pear- son keypti Penguin þegar Lane lést 1970 og það er nú alþjóðlegur útgáfurisi á snærum Pearson, sem á dagblaðið Financial Times og er einn stærsti útgefandi kennslu- efnis í heimi. Ástríðan flýr samþjöppunina Tvö lítil forlög standa að baki tveim- ur mestu sölubókum undanfarinna ár. Profile var stofnað 1996, fór hægt af stað, einbeitti sér að fag- bókum og gaf 2003 út „Eats, Shoots & Leaves“. Bókin er um réttritun og málnotkun, varð óvænt metsölubók sem tvöfaldaði veltu Profile í tæpar sjö milljónir punda, um 900 milljónir króna, og hefur selst í þremur milljónum eintaka. Can- ongate var keypt út úr stóru forlagi 1994 og gaf út „Söguna af Pí“ 2002 sem jók veltu forlagsins um 70 pró- sent, í sjö milljónir punda. Bókin hlaut Booker-verðlaunin það ár, varð metsölubók á fjörutíu málum og hefur selst í fjórum milljónum eintaka. Anvil Press og Bloodaxe, bæði rekin af stofnendum sínum, sérhæfa sig í ljóðaútgáfu sem fæst forlög líta við. Blóðaxarnafnið er í minningu Eiríks blóðaxar fyrir að stuðla að til- urð Höfuðlausnar Egils Skallagrímssonar. Fyrir utan að líta ekki við ljóðum frá- biðja flest forlög sér leik- rit, vísindaskáldsögur og barnabækur en láta það efni eftir forlögum sem sérhæfa sig á þessum sviðum. Bloomsbury var stofnað 1986 til að gefa út úrvals- bækur. Þegar umboðsmað- ur J.K. Rowling leitaði útgef- anda var Bloomsbury eini úgefandinn af fimmtán sem tók bókinni en útgefandinn ráð- lagði Rowling að finna sér vinnu því það væri ekkert lifibrauð í barnabókum. Bókin kom út 1997, tveim- ur árum eftir að Rowling lauk bókinni. Nú er Bloomsbury farið að kaupa upp forlög og stækkar ört. Árið 2005 stofnaði Philip Gwyn Jones Portobello Books ásamt Sigrid Rausing, sem er erfingi Tetra Pak og ein auðugasta kona Bret- lands. Portobello á Granta Books sem gefur út sögufrægt tímarit. Gwyn Jones er fyrrverandi útgef- andi Flamingo sem Harper Collins lagði niður þó að Gwyn Jones hefði gefið út „The God of Small Things“ eftir Arundhati Roy og „No Logo“ eftir Naomi Klein. Afkoman veldur Rausing varla svefnleysi. Í fyrra gaf góðgerðarstofnun hennar fimmtán milljónir punda, tæpa tvo milljarða króna, og það hefur farið ögn í taugarnar á ýmsum bóka- mönnum að Rausing hefur stundum talað um bókaútgáfu næstum eins og góðgerðarstarf. Hverjir ráða í bókaheiminum? Þegar dagblaðið Guardian birti í fyrra lista yfir þá áhrifamestu í bókaheiminum var fólk úr öðru en bókaútgáfu í þremur efstu sætun- um. Í fyrsta sæti var framkvæmda- stjóri bókaklúbbs á sjónvarpsstöð- inni Channel 4 – umfjöllun þar tryggir metsölu. Í öðru sæti var bókainnkaupastjóri Tescos, stærstu kjörbúðakeðjunnar, og í þriðja sæti einn af yfirmönnum samkeppnis- stofnunar vegna yfirvofandi sam- keppnisúrskurðar í bók- sölu. Bókaheimurinn er því háður öðrum en útgefendum og almanna- tenglar skipta æ meira máli þar sem víðar. Hér í Bretlandi leika umboðs- menn lykilhlutverk í að fá höfunda útgefna því flest forlög líta ekki við höfundum heldur aðeins umboðs- mönnum sem þau þekkja til. Og þar sem umbarnir lifa á þóknunum þegar bækurnar fást gefnar út, yfirleitt 15-20 prósentum af greiðsl- unni til höfundar, skiptir bók- menntagildið ekki öllu. Margar sögur eru af höfundum sem hafa endað með að selja vel eftir að hafa fyrst fengið óteljandi neitanir frá umbunum. Einn met- söluhöfundur sagði mér að hann hefði sent fyrsta handritið sitt til 25 umba, 24 höfnuðu en eitt „já“ kom bókinni á prent. Öflugustu umbarnir hafa sambönd við kvikmyndaheim- inn þótt það veki ergelsi ýmissa heittrúaðra bókamanna þegar höf- undar skrifa hikstalaust bækur til að þær endi á hvíta tjaldinu en ekki bara í bókabúðum. Bókabúðir og lesklúbbar Bókabúðirnar geta haft mikil áhrif á söluna. Forlögin veðja því á ákveðnar bækur og greiða bóka- búðakeðjunum háar upphæðir til að þær lendi á besta stað í búðinni. Bóksali sem lítið fer fyrir en selur þó grimmt er „Book People“. Ted Smart stofnaði fyrirtækið fyrir tæpum tuttugu árum þegar honum datt í hug að fullt af fólki færi aldrei í bókabúð- ir. Hann náði sér í gamla lagera og bauð bókapakka á vinnustöðum. Þegar Smart seldi fimmtán prósent í fyrirtæki sínu 2002 bar hann tólf milljón- ir punda úr býtum. Í haust sló fyrirtækið meira að segja Amazon við og vann verðlaun breskra bóksala fyrir bestu beinu söluna. Gagnrýni hefur enn sitt að segja en blogg og netskrif, til dæmis á Amazon, geta haft gríð- arleg áhrif. Og jafn gam- aldags miðill og orðspor hefur mikið að segja. Fólk sem les og segir öðrum frá bókum af áhuga er gríðargóð auglýsing. Lesklúbbar, hópar áhugasamra les- enda, miðla orð- sporinu vel. Í Eng- landi eru mörg þúsund svona klúbb- ar og bæði forlögin og fjölmiðlarnir róa á þessi mið. Bókafor- lögin bjóða upp á alls kyns ítarefni um bæk- urnar og fjölmiðlar beina efni til lesklúbb- anna. BBC er til dæmis með útvarpsþátt þar sem bækur eru ræddar eins og í lesklúbbunum en þó með þeirri undantekningu að höfundurinn mætir, sé hann á lífi. Þegar „Svo fögur bein“ eftir Alice Sebold kom kom tók enginn eftir henni en orðsporið og lesklúbb- ar vöktu á endan- um athygli bóka- þáttar Channel 4, sem hefur tryggt henni milljónasölu. PENINGAR, ELDHUGAR OG ÁSTRÍÐUR Bókaútgáfa er undar- leg grein þar sem bæði þarf pening og ástríðu. Stór forlög verða stærri, keðjurnar gleypa bókabúðir en bóka- ástríðan brýst út í litlum forlögum og bókabúðum. Sigrún Davíðsdóttir rekur aðstæður í breskri bókaútgáfu þar sem umbar eru yfi r og allt um kring. BÓKAÚTGÁFA SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.