Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 35
ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS
Actavis hf. Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfirði s 550 3300 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is
Actavis á Íslandi framleiðir og selur lyf og lyfjahugvit bæði innanlands og utan. Fyrirtækið rekur verksmiðju í Hafnarfirði sem uppfyllir strangar kröfur um góða
framleiðsluhætti í lyfjagerð (Good Manufacturing Practice) og hefur hlotið verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun.
Fyrirtækið er hluti af Actavis Group sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis starfa um 11 þúsund
einstaklingar í 40 löndum, sem eru reiðubúnir að taka áskorunum með það að markmiði að koma Actavis í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja.
Actavis á Íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingum til starfa sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni.
Actavis leitast við að ráða starfsfólk sem:
• sýnir metnað í hverju því sem það innir af hendi
• sýnir viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustulund
• leggur áherslu á samvinnu, því í sameiningu komumst
við lengra en við getum ein
• ber virðingu fyrir auðlindum sínum og sýnir hagkvæmni í
daglegum störfum
• hefur nægjan sveigjanleika til að geta gripið tækifærin
sem því gefast
• sýnir framsækni og lætur hlutina gerast
Hjá Actavis bjóðum við uppá:
• Gott mötuneyti á sanngjörnu verði
• Fræðslu- og íþróttastyrki
• Kröftugt starfsmannafélag og fjölbreytt félagslíf
í o k k a r l i ð i ?
Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is undir Störf í boði fyrir 26. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veita Arna Garðarsdóttir agardarsdottir@actavis.is og Aðalheiður Rúnarsdóttir adrunarsdottir@actavis.is
Starf við lyfjapökkun
Starfslýsing:
• Pökkun á töflum í glös og þynnur
• Þrif á pökkunarvélum og pökkunarsvæði
• Eftirlit með pökkunarlínum
• Stillingar og breytingar á tækjabúnaði
• Skjalfesting
• Sýnataka
• Merkingar á vörum til útflutnings
Hæfniskröfur:
• Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun er kostur
• Nákvæmni og vandvirkni
• Hæfni til að tileinka sér starfsemi flókins vélbúnaðar er kostur
Vinnutími:
• Í lyfjapökkun er um að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á
þrískiptum vöktum. Unnið er viku í senn á hverri vakt 5 daga
vikunnar og 4 daga þegar um er að ræða næturvaktir
Starf í undirbúningsteymi
Starfslýsing:
• Undirbúningur á tækjum og búnaði fyrir framleiðslu
• Regluleg þrif á framleiðslusvæðum
• skjalfesting
Hæfniskröfur:
• Almenn menntun
• Nákvæmni og vandvirkni
• Hæfni til að vinna vel í hóp
Vinnutími:
• Í undirbúningsteymi er um að ræða vaktavinnu þar sem unnið er
á tvískiptum vöktum. Unnið er tvær vikur á dagvakt og þriðju
vikuna á kvöldvakt
Starf við töfluslátt
Í starfinu felst:
• Framleiðsla á töflum og hylkjum
• Sýnataka og framleiðslueftirlit
• Samsetning og umsjón með vélbúnaði
• Skjalfesting
Starf við lyfjablöndun
Í starfinu felst:
• Uppvigtun hráefna
• Blöndun og frumvinnsla hráefna
• Samsetning á vélum
• Skjalfesting
Hæfniskröfur fyrir töfluslátt og lyfjablöndun:
• Við leitum að einstaklingum sem búa yfir hæfni til að tileinka sér
starfsemi á flóknum vélbúnaði
• Reynsla og/eða þekking á framleiðslu eða sambærilegum iðnaði
er kostur
• Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun er æskileg
Vinnutími:
• Í lyfjablöndun og töfluslætti er um að ræða vaktavinnu þar sem
unnið er á þrískiptum vöktum. Unnið er viku í senn á dag- og
kvöldvöktum og 6. hverju viku á næturvakt