Réttur - 01.06.1943, Qupperneq 2
78
RÉTTUR
honum á, — allir, sem sjá að stórveldakúgun þýðir nýjar styrjaldir.
I Frakklandi er mynduð raunveruleg samfylking allra andstæðinga
fasismans, allt frá kommúnistum til borgaralegra íhaldsflokka, um
að skapa þjóðfélag eftir stríðið, þar sem franska þjóðin og allir
andfasistískir flokkar hennar starfi frjálst, þar sem einræðisvald
hinna 200 auðmannafjölskyldna yfir atvinnulífi landsins verði að
víkja fyrir lýðræðinu með því að þjóðin taki sjálf bankana, nám-
urnar, stáliðnaðinn og stærstu auðhringana undir sína stjórn.
Franska þjóðin ætlar ekki að gefa samvizkulausum auðmönnum og
valdabröskurum tækifæri til þess á ný að leiða yfir hana erlenda
áþján og innlenda harðstjórn, bara til þess að þeir geti féflett
þjóðina áfram í krafti auðmagns síns og ríkisvalds. Og þannig
munu flestar þær þjóðir hugsa, sem þolað hafa nú ógnir fasismans.
En það eru fleiri en þeir, sem sjálfir hafa orðið að engjast sund-
ur og saman undir járnhæl fasismans, sem sjá, að skapa verður
heiminum nýtt þjóðfélagskerfi. I Bandaríkjunum boðar varaforset-
inn sjálfur, Iienry Wallace „öld alþýðumannsins11 (Century of the
Common Man) og Wendell Willkie, mótframbjóðandi Roosevelts
úr síðustu forsetakosningum, segir að heimurinn verði að verða
eitt, ef hann eigi ekki að forganga. Stórveldastefnurnar verði að
hverfa, hin góða nágrannasambúð verði að koma í staðinn. — Og
hið gamla íhald Evrópu, sem hélt dauðahaldi í nýlenduyfirráð sín
í Asíu, þangað til það var orðið um seinan, lýsir því nú yfir, að
eftir stríð skuli Austur-Indíur Hollands verða frjálsar, Indland fá
fullveldi og Kínverjar eru nú viðurkenndir sem frjáls stórþjóð, og
forréttindi Evrópumanna í Kína afnumin, — þegar Japan var búið
að ná borgunum, sem hvítu stórveldin höfðu forréttindi í.
Fordæmingin á stórveldastefnunni og einokun auðlinda jarðar-
innar í höndum nokkurra bankadrottna og auðhringa verður því
almennari sem mannkynið sér að framleiðslugetu þess hefur fleygt
svo fram í þessari styrjöld að hægðarleikur er að uppfylla þarfir
allra jarðarbúa og skapa í stað eyðileggingarinnar, sem nú er unn-
in, lífsþægindi í stærri stíl en menn hefði dreymt um. Þegar naz-
isminn er að velli lagður, er hægt að skapa skipaflota á 2—3 árum
stærri en heimurinn hefur áður átt, til þess að flytja um friðsæl