Réttur


Réttur - 01.06.1943, Side 3

Réttur - 01.06.1943, Side 3
RÉTTUR 79 heimshöfin nauðsynjarnar á milli þjóðanna. Með flugvélunum, sem nú eyða heilum borgum með drápsvélum sínum, má flytja heila herskara hvíldarþurfa starfsmanna til fegurstu liéraða heims til or- lofsdvalar og gera farþegaflutninga alla að leik einum. Með mann- afla þeim og vélabákni, sem nú er sett í þjónustu hergagnafram- leiðslu, má búa hverju heimili heims rafmagnsvélar, ísskápa, hús- gögn, — hvers konar lífsþægindi, til þess að létta starfandi mönn- um stritið og auka á nautn þess að lifa, — í stað þess að nú er hverri höll sem hreysi ógnað með sprengjum þeim, sem mikilvirk- ustu vélar, er mannsandinn hefur upp fundið, framleiða. HarSsvíruðustu auðmennirnir undirbúa nýtt stríð En auðmenn þeir, sem valdsins og sérréttindanna njóta, hugsa sér ekki að afsala sér þessum fríðindum og völdum. Svo sem Laval, Petain og flestir aðrir valdabraskarar, hershöfðingjar og auðmenn Frakklands vildu heldur ofurselja þjóð sína ógnum fasismans og hörmungum hungursins en eiga það á hættu, að þjóðin stæðist á- hlaup nazismans og kæmi á hjá sér meira jafnræði í auð, lífsþæg- indum og nautn mannréttinda en fyrr, — svo týgja sig nú vissir afturhaldsseggir í Englandi, Bandaríkjunum og víðar lil þess að „skinna upp kalkaðar grafir“ að stríðinu loknu og kviksetja fólkið í þeim unz tími sé kominn til stórslátrana á ný. í Englandi bíður auðmannaklíkan kringum Englandsbanka á- tekta, líkt og tígrisdýr, sem liggur í leyni. Hún vogar lítt að láta á sér bera út í frá. Hún er enn litin hornauga fyrir að hafa styrkt Hitler til valda, — séð um að enska stjórnin gerði flotasamning við Þýzkaland um að leyfa Hitler að byggja kafbátaflota sinn, — látið rífa niður þriðjung af skipasmíðastöðvum Englands, — skipu- lagt svikin við Spán og Tékkoslóvakíu og lánað Hitler fé alveg fram að stríðsbyrjun, svo hann gæti vígbúið sig sem bezt. Lýðræði og frið hatar klíka þessi, því það þýðir í hennar auguin minnkandi gróða og afskipti lýðsins af stjórnmálum. Því steypti hún stjórn alþýðufylkingarinnar í Frakklandi og rak síðan Chamberlain í faðm Hitlers.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.