Réttur - 01.06.1943, Page 11
RÉTTUR
87
Þeir fara ekki dult með það.
Það á að reyna að hræða atvinnurekendastéttina og bændastétt-
ina á bolsévikagrýlunni, þangað til þessar stéttir kasti sér í fang
fasistanna af tagi Jónasar frá Hriflu, — og á grundvelli vægðar-
lausra árása á verkalýðshreyfinguna, sem Jónas nú þegar er farinn
að undirbúa, á að knýja fram einræði afturhalds hér, sem ákalli
hervernd Bandaríkjanna gegn ímyndaðri „hernaSarhættu frá meg-
inlandi Evrópu“, — þegar meint væri: herliS, til þess aS lialda
verkalýðnum íslenzka undir alræði Jónasar frá Hriflu.
Undirróðurinn meðal bænda er hafinn af liálfu Jónasar í „Degi“.
Undarlegt mætti það vera, ef eitthvað yrði ágengt hjá íslenzkri
bændastétt með slíkum áróðri, -— þeirri stétt, sem í allri sjálfstæSis-
haráttu lslendinga var hennar styrkasta stoS. Jónas frá Hriflu treyst-
ir vafalaust á það að geta blekkt bændastéttina til þess aS fylgja
sér, án þess hún viti, livað hún sé að gera, og það er hættan.
fli hverju skorar Jónas frá Hriflu nú á atvinnurekendur a3 fylgja sér?
HvaS atvinnurekendastéttina snertir, þá hefur Jónas frá Hriflu
svo rótgróna fyrirlitningu á henni, eins og kunnugt er af uppnefn-
um hans um Grimsby-lýð o. fl., að hann álítur þá stétt kjörna til
þess að fremja landráð.
Fyrir 30 árum síðan var skrifuð grein í eitthvert róttækasta blað-
ið, sem þá var gefið út á Islandi, „Skinfaxa“, og hét hún „Auður
og ættjarðarást“ (Skinfaxi í marz 1914). Þar gat m. a. aS lesa eft-
irfarandi undir kaflafyrirsögninni: „íslenzkt auðvald fyrr og nú“:
„Á engan liatt verður þessu máli: gildi auðmannsins fyrir ættjörðina, svar-
að betur en með sögulegum dæmum. Dómur reynslunnar sker þar bezt úr. I
sögu Islands er í þessu efni ekki um auðugan garð að gresja, en þó má helzt
segja að hér kenni auðvalds á Sturlungaöldinni og nú fyrir og eftir aldamótin
1900. I fyrra sinn er það hinn gamli goðaaðall, og í síðara skiptið kaup-
mannastéttin. Um afrek Sturlungaaldarhöfðingjanna fer ekki tvennum sögum.
Þeim var meira gefið en flestum mönnmn og urðu þó til mestrar ógsefu þjóð
og landi með taumlausri sérdrægni og siðspillingu. Þeir höfðu uppi ílokka
til rána, brennuverka og bardaga, og seldu síðan sjálfstæði landsins fyrir
vegtyllur og fégjafir. Ekki er nein leið að kenna smábændum hvernig fór.