Réttur - 01.06.1943, Qupperneq 17
RÉTTUR
93
flest það fegursta og bezta, sem heimurinn hefur eignazt, — og
meira að segja nú, sundurflakandi í sárum sínum, sýnt þá stórfeng-
legustu hugprýði og fórnfýsi, sem sagan getur um.
Frelsishugsjónir Evrópu eru frelsishugsj ónir íslands. Menning
Evrópu er og verður líka menning Islands. Ísland hefur þar
ætíð verið í senn gefandi og þiggjandi og svo mun það verða svo
lengi, sem norræn tunga er töluð á þessu landi. ísland verður ekki
slitið frá Evrópu, nema skorið sé í kviku þjóðlífs þess og lífæð
menningu vorrar stöðvuð.
Það var þess háttar holskurður, sem Iditler framdi með breddu
sinni á þýzku þjóðinni og eyðilagði með því heila kynslóð þeirrar
þjóðar. Og það sem Hitler gerir í stórum stíl í Þýzkalandi, segir
Jónas frá Hriflu að sé nauðsynlegt að gera í „litlum“ stíl hér. Nú
hefur hann brugðið sinni breddu á loft og vill nú höggva á menn-
ingarböndin við meginland Evrópu og gera hólmann að vígi gegn
þeim frelsishugsjónum, er þaðan kunna að koma.
„Eigi skal höggva“ — var sagt forðum daga.
A andi Gissurar að ráða enn?
Orlagaríkustu augnablik þjóðarinnar
Islenzka þjóðin stendur nú á þeirn vegamótum sögu sinnar, þeg-
ar ákvarðanir hennar geta varðað líf hennar og frelsi, orðið ör-
lagaríkari en allar þær ákvarðanir, sem hún hefur áður gert, sam-
þykkt Gamla sáttmála og afsal frelsisins ekki undanskilið. Á þeirri
utanríkispólilík, sem ísland nú ákveður að reka, getur framtíðin
algerlega oltið. Þegar röng utanríkispólilík Chamberlains var næst-
um því búin að eyðileggja voldugasta ríkjabákn, sem saga mann-
kynsins þekkir, Bretaveldi, -— og kom því alveg á heljarþrömina
194.1, sakir rangrar pólitíkur 1938—39, — þá getum við bezt gert
okkur í hugarlund, hvernig röng utanríkispólilík fámennasta ríkis
á jörðinni gæti gereyðilagt sjálfstæði vort.
Vér verðum við allar ákvarðanir vorar að muna það, íslending-
ar, að vér erum ekki lengur „yzt á norðurslóðum“ og því síður
„langt frá öðrum þjóðum“. Það er nú aðeins 8 tíma ferð frá Kefla-